Vísir - 04.01.1969, Síða 8

Vísir - 04.01.1969, Síða 8
8 VÍSIR Otgefandi: ReyKjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðs'toðarritstjóri: Axel Thorsteinson SWíttastjóri: Jón Birgir Pétursson Rltstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. aw—M8BP — Eftir áramótin Áramót eru tími reikningsskila fyrir hið liðna og á- ætlana um hið ókomna. Árið, sem var að enda, var ár mikilla áfalla í þjóðarbóskap íslendinga. Svo var og um árið á undan. Þessi tvö ár hafa útflutningstekjurn- ar mínnkað svo stórkostlega, að slíks munu fá dæmi hjá nokkurri annarri þjóð. Ástæðurnar eru öllum kunnar: Verðfall á flestum útflutningsvörum, og þá aðallega sjávarafurðunum, en ofan á það bættist afla- brestur, einkum á sfldveiðunum, sem segja má að hafi brugðizt með öllu. Landbúnaðurinn fékk einnig sinn skerf af völdum hafíss og kals, þótt betur rættist úr um heyafla víðast sökum hagstæðrar veðráttu sl. sumar. Sumir segja að áhrifanna af þessum áföllum sé undarlega lítið farið að gæta meðal almennings. Kaup- getan núna fyrir jólin hafi verið mikil, aðsókn á skemmtistöðum hafi ekki minnkað svo teljandi sé og margir fari enn í skemmtiferðir til útlanda. Það get- ur þó ekki verið rétt, að allir séu jafn vel settir nú og fyrir tveimur árum. En vitaskuld búa margir enn að velgengni undanfarinna ára, og þeir sem voru svo hag- sýnir að nota þau til að bua í haginn fyrir komandi tíma, standa betur að vígi nú, þegar að hefur kreppt, en hinir, sem létu hverjum degi nægja sína þjáning. En þeir eru því miður of margir, sem fóru gálauslega með fé sitt meðan allt lék í lyndi. Reynsla síðustu tveggja ára hefur minnt þjóðina á það, sem hún raunar átti ekki að hafa gleymt, að at- vinnuvegir okkar og afkoma öll er enn um of háð sveiflum, sem við sjálfir ráðum ekki við. Þess vegna hlýtur sú stefna að fá vaxandi fylgi, að nauðsyn sé að treysta grundvöll efnahagslífsins betur með fram- leiðslugreinum, sem ekki eru eins háðar þessum sveifl- um og þær, sem við nú byggjum afkomu okkar á að mestu leyti. Það hefur þegar sannazt, að stóriðjufram- kvæmdir eru þar mikilvægt spor í rétta átt. Við vær- um mun verr settir nú, ef engar framkvæmdir hefðu verið við Búrfell og í Straumsvík. Barátta stjórnar- andstæðinga gegn þeim og hrakspár þeirra allar hafa reynzt þeim til lítils sóma, og það á eftir að sannast enn betur en orðið er, hve skammsýnir þeir menn voru, sem börðust gegn þessum þjóðþrifamálum. Allar spár um framtíðina eru hæpnar, en vissar staðreyndir um hana blasa þó nú þegar við allra aug- um. Við vitum, að jafnvel þótt betur rætist úr um af- urðaverð og aflabrögð á þessu ári en skynsamlegt er að búast við, eru erfiðleikarnir ekki þar með úr sög- unni. Á þeim verður ekki sigrazt, nema öll þjóðin láti sér það sem gerzt hefur að kenningu verða og standi einhuga saman um endurreisn efnahagslífsins. En sú samstaða næst aldrei, ef mikill hluti þjóðarinnar lætur blekkjast af áróðri þeirra, sem etja stétt gegn stétt, ala á metingi og misklíð og kalla allar nauðsynlegar efnahagsráðstafanir árásir á lífskjör almennings. Of margir hafa hlustað á þær raddir og farið eftir þeim, og það á nokkum þátt í, hvernig komið er. V í S I R . Laugardagur 4. janúar 1969. ... m || iniiiim—iinMiii hiéiiihi » prinsessa, dóttir hans, sem einnig var ger útlæg. Grein konungsættar vísað úr landi Franco hershöfðingi, ein- ræðisherra Spánar, vísaði föstudaginn 27. desember úr landi Xavier prins af Bour- bon-Parma, 79 ára, sem gert hefur tilkall til valda á Spáni, og þar með voru jafnaðar við jörðu allar vonir carlista um, að fulltrúi þeirra kæmist aft- ur á valdastól á Spáni. Með þessu var lokið eða að mestu lokið við að reyta burt laufin af hinni „carlistisku grein spænsku konungsættarinnar". Tók lokaverkið um vikutfma. Um 200 carlistar voru saman komnir í flughöfninni f Madrid, til þess aö kveðja prinsinn og konu hans, Magdalenu prinsessu og dótturina, Mariu de les Nivi- á Spáni es. Brottvísunin úr landi náði ekki til eiginkonunnar. Xavier prins, sem býr í Paris, haföi farið tii Spánar rúmri viku áður, til þess að dveljast á Spáni um jólin. Annarri dóttur prins- insí Mariu Theresu, var einnig vísað úr landi, og fór hún flug- leiðis til Portúgal. Syni prinsins, prins Carlos Hugo af Bourbon-Parma, var vís- að úr landi um það bil viku áö- ur, en honum var gefiö að sök að hafa afskipti af stjórnmálurrr. Ekki hafa verið tilgreindar neinar ástæður fyrir þessum brottvísunum, en meö þeim virð- ist staöfest, að Franco líti á af- komendur Alfons konungs XIII — sem síðast fór meö konungs- vald á Spáni — sem hina einu, sem með réttu geti gert tilkall til ríkiserföa á Spáni. Þeir, sem tilkall hafa gert af niðjum hans, eru prins Juan af Bourbon, sonur hans, búsettur í Portúgal, og sonur hans, Juan Carlos 30 ára, en talið er að Franco vilji hann sem konung Spánar. Hann á heima nálægt Prado-höll, hinum opinbera bú- stað einræðisherrans. Það hefir borið heldur lítiö á carlistum síðan í borgarastyrj- öldinni, en fyrir nokkru fóru þeir að láta bera á sér og bera fram kröfur varðandi ríkiserfðir. Hvítt: Penrose. Svart: Ujtumen, Jgnglendingar eru að vonum ánægðir með prýðilega frammistöðu Penrose á Ólym- píumótinu I Sviss. Arangur hans þar, 10 skákir unnar og 5 jafnteflí er sá bezt; sem enskur skákmaður hefur nokkru sinni náð á Ólympíumótum. Penrose er um tvennt ólíkur flestum stórmeisturum. í fyrsta lagi er hann algjör áhugamaður í skák, teflir aðeins I þeim frí- stundum er gefast frá erilssömu starfi. I ööru lagi teflir Penrose gjarnan „gambita" í þeim skák- um sínum er hann hefur hvítt og er þá alls óhræddur við að tefla á tvær hættur. Skozki leikurinn hefur jafnan veriö hættulegt vopn í höndum Pen- rose og hér beitir hann þvi gegn Mongólanum Ujtumen. Skákin var tefld á síðasta Ólympiu- móti. I. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd 4. c3 d5 Bezta svarið. Svartur hafnar peðsfórn hvíts og jafnar í stað þess tafliö. 5. exd Dxd 6. cxd Bg4 7. Be2 0-0-0? Þessi leikur er hins vegar af- leikur. Mun betra er 7. ... Bb4í 8. Rc3 BxRf 9. BxB Dc4! eins og Jón Kristinsson lék gegn Tyrkjanum Uzman á Ólympíu- mótinu. 8. Be3 Rh6 9. Rc3 Dh5 Betra virðist 9. ... Da5 10. Da4 Rf5? Nú var 10. ... Da5 hins veg- ar brýn nauðsyn. Eftir þennan riddaraleik missir svartur tökin á stöðunni. II. d5 RxB 12. fxR BxR 13. BxB De5 Á þennan leik hafði svartur treyst. Ef nú 14. dxR Dxet á- samt Bc5 og svartur hefur mjög hættuiega sókn. En Penrose hefur séð lengra. 14. 0-0-0! Dxet 15. Kbl Rb4 Riddarinn á engan góðan reit. Ef 15. ... Re5 16. Hhel Dg5 17. Dxa. Eöa 15. ... Rb8 16. Bg4t Rd7 17. Hhel Db6 18. DxRf HxD 19. He8 mát. EÖa 15 ... Re7 16. Rb5 a6 17. d6! axR 18. Da8f Kd7 19. dxct 16. d6! Bxd Ef 16. ... Hxd 17. Bg4t Kb8 18. Hhel HxHf 19. DxH 17. HxB HxH 18. DxR Hb6 19. Dg4f Kb8 20. Dxg Hc8 Betra var 20. ... Hd8 21. Hdl HxHf 22. RxH þó hrók- urinn hefði ekki ráðið viö bisk- upinn og riddarann. 21. Hdl Df2 22. Re4 De3 23. Dxf a5 24. Rf6 Hb5 25. Dc4 c6 26. Dd4 Dh6 27. Bg4 Dg6f 28. Kal Dc2 29. Rd7t 29. BxH var jafnvel fljótlegri vinningsleið. 29. ... Ka8 30. Rb6t og svart- ur féll á tíma með koltapað tafl. Jóhann Siguriónsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.