Vísir - 04.01.1969, Síða 10

Vísir - 04.01.1969, Síða 10
70 WatnajökjLaEl heitir nú Lnxfoss • Vatnajökull skipti um nafn í gær, — heitir nú Laxfoss. Eins og skýrt hefur verið frá, hef- ur Eimskipafélag íslands nú fest kaup á skipinu, en áður var Jöklar h.f. eigandi þess. Skipið var upp- haflega þýzkt, smíðað þar í landi 1957 og hét þá Stendik, en síðar Hvítanes, eftir að Kaupskip h.f. keyptu það hingað tii lands. Óspektir —- 1. síöu. hús léku á reiðiskjálfi og skaut þetta íbúunum skelk í bringu. Sprengjurnar höfðu piltarnir gert úr koparrörum, sem þeir ihöfðu bútað í 20 cm langa stubba og fyllt síðan af púðri. Tættust rörin auðvitað í sundur við sprengingamar og stóö veg- farendum stórhætta af eirflís- omurn, sem hvinu um loftið. Fjórar slíkar sprengjur höfðu þeir búið til og ætlað að sprengja á gamlárskvöld, en orð ið of seinir til og sprengdu þá i staðinn í fyrrakvöld og á ný- árskvöld. Nokkrar sprengjur höfðu þeir einnig gert úr hné- rörum, engu síður hættulegt uppátæki. Héldu strákar þessir hópinn og létu ófriðlega, er þeim var sýnd afskiptasemi. Uröu lög- reglumenn þorpsins að fá til að- stoðar rannsóknarlögregluna í Hafnarfirði. Hafðist upp á öllum, sem*að þessum óspektum stóðu, og vom níu fluttir í lögreglubíl til Hafnarfjarðar í gærdag, þar sem þeir vom yfirheyrðir. Viö vfir- heyrslurnar kom í ljós, að þeir höfðu gert út einn úr hópnum til Reykjavíkur, en þar hafði hann keypt 1000 stykki af kín- verjum á svörtum markaði. Eitt hvað af þvi magni sprengdu þeir sjálfir, en sumt munu þeir hafs selt öðrum piltum. Sala slíkra kínverja er óleyfileg og innflutn íngur þeirra bannaður, en lög- reglan hafði upp á nafni seljand ans. Allir hlutu piltarnir sektir, misjafnlega háar. LéSegt bókhald — »-> 16 siðu. atvinnurekstrar sé í góðu lagi. I Hins vegar vill ráðuneytið gera ! sitt til að útrýma þeim misskiln j ingi, sem er ríkjandi, að bókhald j sé eingöngu til vegna skattayfir j valda, en eins og að ofan greinir \ er sá tilgangur vel unnins bók ■ halds fyrst talinn í þriðja lið. ; Margir standa í þeirri trú, að j með ófullkomnu bókhaldi kom1 j þeir í veg fyrir eða takmarki '• eftirlitsmöguleika skattayfir-, valda, sam er algjör misskilr. i ingur. Þegar bókhald er ófull- j komið hjá bókhaldsskyldum að- j ila hljóta skattayfirvöld í vax-! andi mæli að neyöast til að nota neimildir, sem þeim eru tiltæk- ar, til að áaetla gjaldastofna. Þess má geta að skattarann- sóknardeild ríkisskattstjóra hef ur verið veitt 2.5 milljón króna aukin fjárveiting til bókhalds- rannsókna samhliöa skattarann- sóknum. Má búast við því aö gerðar veröi bókhaldsrannsókn- ir samkvæmt úrtaki eins og viö val fyrirtækja, þar sem skatta- rannsókn er framkvæmd. - '~TiriT——!■ I IIIIIBHIII1 111III Helztu breytingamar frá hin- um eldri bókhaldslögum eru þessar: 1. Nánar er til tekið en áður, hverjir eru bókhaldsskyldir. 2. Ýmsum smáatvinnurekend- nm er gert að skyldu aö færa einhliða bókhald. 3. Sett er sú meginregla, að kröfur til bókhalds skuli í hverju tilfelli miða við það sem telst góö bókhalds- eða reikn- ingsskilavenja. 4. Skilgreint er við hvaða þarfir skuii miða bókhaldið og hvaða kröfur skuli gera til skýr- leika þess. 5. Því aðeins er veitt heim- ild til aö nota laus blöð og kort við bókhaldið, aö þau séu hluti af öruggu og skipulegu kerfi. 6. Sett eru ný ákvæði um birgöatalningabækur og nánari reglur um frumbækur. 7. Ákvæði eru úm gerð árs- reikninga, sem em að verulegu leyti ný. 8. Ráöherra er veitt heimild til að setja meö reglugerð fyrir- mæli um framkvæmd laganna og þar með talið að fyrirskipa staðlað bókhaldsskipulag fyrir ákveðnar atvinnugreinar. Kröfur — 16. síöu skipti vegna Kjörbúðar Laugar- ness. Kröfur í búið eru um 1.4 milljónir króna, en eignir seldust fyrir um 380 þúsund krónur. Bæði þessi mál eru hreinustu smámunir miðað við gjaldþrota- skipti Jörgensens. Kröfur vegna Jörgensensmálsins eru rúmar 55 milljónir króna. Óvíst er hve mikl- ar kröfur búiö á útistandandi á móti þessum skuldum, en það mun ná skammt upp í skuldimar. Þrír punktar — »->• 5. síðu. úr hjartaslagi meö hundrað milljónir í fanginu. Þorvaldur föðurbróðir Mónu sýnir karl- mennsku við aö bjarga börnum sínum úr lífsháska, og Ólafur Hreinn magister og gagnrýnandi lætur líf sitt, þar sem flóöalda skellur yfir hann, er hann fylg- ist með dauðateygjum milljóna- j mæringanna, sem hann öfundar. p (Gott á hann!) Síðan endar sagan á því, að eftirlifandi aðalpersónur aka út í sveit. Móna er barnshafandi og djúpur skilningur í augum henn- ar. Stefán ætlar að kenna hjá pabba sínum þennan vetur, enda háskólinn lokaöur vegna fyrrgreindra náttúruhamfara. Svona er uppistaða bókarinn- ar i fáum orðum sagt. Sveita- maðurinn kemur til Reykjavíkur í spillinguna Spilling, spilling, spilling. Síðan ragnarök, og upp stígur veröldin á nýjan leik iða- græn og fögur. Góða fólkið á framtíðina fyrir sér, en vonda fólkið hefur farizt í eldi tor-' tímingar. ! Gunnar Dal færist mikið i • fang með þessari sögu sinni; | ef til vill er henni ætlað aö. vera allsherjarúttekt á lífsviö-; horfum hans. Um þau er allt i gott aö segja. Hver maöur sinn smekk — eins og maðurinn i sagöi, þegar hann kyssti kúna, ! en sagan í heild er ekki merki- ! leg. Hún er fremur sæmilega í skemmtileg bók eöa reyfarj en ; innblásið skáldverk. Hún er j unnin af þrautseigju en ekki j snilli. Höfundur er langt því frá aö vera skemmtilegur penni. Sam- tölin í bókinni eru uppskrúfuð I og „bókmenntaleg“ Ádeilan er | ekki fyndin heldur fýluleg, og I gegn hverju er henni stefnt? | Er henni stefnt gegn því, sem orsakar óhamingju og upplausn í þjóðfélaginu? Eða er Gunnar Dal aö berjast við hvítt lak í sínum bæjargöngum? Töluvert er af pentvillum í bókinni, og línubrengl kemur fyrir. Það er mikill siður hjá Gunnari aö nota þrjá punkta ellegar þankastrik, einkum í hinum ábúöarmeiri köflum, en ofnotkun á þessum ritmerkjum er hvumleið. Frágangur bók- arinnar er snotur, og hún reyndar ekkert leiðinleg af- lestrar. Ekki geri ég ráð fyrir, að þessi bók Gunnars Dal hefði skánað, þótt hann hefði klippt hana niður í ræmur og límt saman af handahófi. Samt hefði varla verið mikill skaði skeöur. — Þráinn. Bridcge — 13. síöu. spaða úr borði, tók síðan tvo hæstu í hjarta og trompaöi hjarta. Þegar vestur var ekki með var spilið tap- að. Suður hefði ekki átt að taka trompin. Eftir að sjá trompleguna, var réttast að fara inn á hjartaás og trompa hjarta með hónor. Síö- an fer hann inn á laufaás og tromp- ar aftur hjarta hátt. Jafnvel þótt vestur kasti trompi í þann slag, kemst hann ekki hjá því að láta spila sér inn á tromp. Hann verður síðan að spila blinda inn, sem á af- ganginn af slögunum. Viðfal dagsins — .9. síöu. tvær nætur. Reikna þurfti út bæði styrkleik og lengdir. Þetta var 20 m langur bogi. Eftir þess- ari teikningu slógum við svo upp fyrir brúnni og byggðum hana og stendur hún enn í dag. Þetta var 1929. Þetta var svo sem ekki í eina skiptið sem maður varð að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Á fyrstu árunum var þessi vinna algjör útilega við illræmd- an skrínukost. — Já, þetta var helvítis ónotafæða, sennilega að þvi leyti lakari en á skútum, að við höfðum engan fisk. — Alls konar plágur þjáðu mann- skapinn í tjöldunum svo sem hettusótt og mislingar, en þá var á Hofsós læknir, Bragi Ól- afsson, ágætur maður og prýðis læknir — átuð þið þá ekki ort ,jr ykkur til dægrastytt- ingar f kvalræðinu? — Jú, þaö var svo sem kveö- ið, en ég minnist þess ekki, að með mér væru nokkurn tíma í vinnu almennilega hagmæltir — Hvar var svo þetta bú ykkar, sem konan græddi á? — Það var á Illugastöðum I Laxárdal. Og þá sný ég mér að frúnni. • — Þetta er innsti bærinn. Fénaðarferð er erfið, en gott undir bú. Mér hefur alltaf þótt gaman að kindum. Heita mátti að þetta gengi ; fremur vel, viö eignuðumst dá- j lítið. -- Lúðvík segir mér að hann muni engar landsfleygar lausa- vísur sem honum hafa hrotið af vörum. ef til vill getur frúin bætt úr því? — Ónei. Lúðvík var ekki að reka vísurnar sínar framan f mig. Það held ég hreint ekki. Jæja — hvað sem því líður þá getur hún rakið hina óvenju- legu nafngift ættmóður sinnar til hollenzks skipstjóra, sem hét Mensaldur Raben, bjó á tímabili í Papey og var ríkur og aðsiáll — — Hér látum við staðar numið Margt er ennþá ósagt og ókveðið, meöal annars reisu- passinn hans Lárusar Guð- ‘ V í SIR . Laugardagur 4. janúar 1969. mundssonar Skagapósts, sem endar á þessum hendingum: — Oft fengsæll í ástum og fer ekki þar að fjarstæðum konungalögum. En duglegur var hann, djarfhuga og snar, þótt dreypti á víni meö slögum. Þ. M. Kirkjusíða — 2 síðu um, en um þær er reynsla kynslóðanna af hinu heil- aga öruggust heimild. — Virðist Eliade næsta Ijóst, að tákn og goðsagnir, symból og mýtur, séu helgimál hinnar elztu og upprunalegustu trúar- skynjunar mannkynsins. En ann að er jafn Ijóst, að dómi Eliades. Sú skynjun tók í meginatriðum við af hringrás náttúrunnar, ó- umbreytanlegri að þvf er virtist og eilífri. — En þessi hringrás hlaut engu aö sfður aö hafa átt sitt upphaf. Og við upphafið hafði undrið gerzt. Upphaf alls var því undrið. Til þess aö nálg ast undrið varö að leitast við að öölast skynjun upphafsins. Þá skynjun átti að kalla fram eða leitast við aö kalla fram í táknunum, symbólunum og goð- sögnunum, mýtunum. Hvort tveggja varö þannig að þeim staöreyndum vitundarlífsins, sem Eliade nefnir frumgerðir eöa archtypur og má ekki rugla saman við sömu heiti í fræðum svissneska sálfræðingsins Carls Gustavs Jungs. — Frumgerðim- ar, archtypurnar vom afrek guða eöa hetja í upphafi, en þau afrek skyldu endurtekin og þeirra minnzt ævinlega. Fyrsta orrustan, fyrsta ástin, fyrsta list ræna tjáningin, — allt voru þetta eilífar fyrirmyndir og hlutu að endurtakast. Því nær sem auðið reyndist að komast hinni upprunalegu skynjun því betra. Þannig lifði mannkyoið um aldir í fullvissunni um ei'Jfa endurtekningu hins óumræði- lega upphafs og skynjaöi hvorki tíma, verðandi eöa sögu. — A þessu varð breyting með trúar- skynjun Gyðinga og síðar kr.st inna manna. Hið heilaga birtist ekki fyrst og fremst í undri al- heimsins í hringrásinni, held- ur miklu fremur í lífi og sögu mannanna, í ‘fram- vindunni. Verki guödómsins er ekki lokið einu sinni fyrir aht. Þvert á móti. Aö kristnum trú- arskilningi er enginn hlutur, ekk ert fyrirbæri fornt, Allt er nýt'. og skapandi. Hver dagur er nýr hver stund sérstæð. Ekkert het- ur gerzt áöur og endurtekur sig. — Athyglinni er ekki beint aft ur heldur fram. — Það er í fullu samræmi við þetta, að aða! hátíð kristindómsins er fæðingar hátíð, fæðing bams, undirstrik- un hins nýja lífs og þeirra fyr'r- heita, sem nýtt líf býr yfir. Báðum er þessum fræöimönn um hið sama í hug, þrátt fyrir mismunandi fbrsendur og rann- sóknir. Þeir leggja áherzlu á er- indi kristinnar trúar við sam- tíðina. Aö þeirra dómi eru há- tíðir og tímamót kristninnar ein mitt ljósastur vitnisburður um þá vitund, að kallað er til þjón- ustu við lífið, nútíð og fra.nríð án þess þó að arfi fortíðar sé gleymt. En fortíðararfurinn iná ekki eins og stundum kemur ivr ir verða að bölmóði þess manns, sem þykist fullviss að ekkert nýtt sé til undir sólunni og allt- af sé hiö sama aö endurtaka sig Slíkt er varhugavert. Þegar ‘icið gerist ganga hinar gömlu frum- gerðir aftur, þráin að endurt-tka upphafið. Kristnum mönnurri er gefinn nýr dagur, nýtt ár, ný tíö. Gleðilegt ár Guömundur Sveinsson Bifröst BELLA Ég er búin að koma skipulagi á símtölin til mín. Hjálmar hringir alltaf sex sinnum, áður en ég tek símann ... Pétur hringir sjö sinn- um, Siggi fjórum sinnum og ... VEÐRIÐ I DAG Allhvasst og bjart veöur í dag. — 10 stiga frost. SJÚKRAHÚSUM Fæðingarheimib Reykjavíkur Alla daga kl. 3.30—1.30 og fyr feður kl 8-8.30. Elliheimilið Grund, Aila daj kl 2-4 og 6.30-7. Fæðingardeiid Landspítalans Alla daga r|. 3—4 og 7.30-8 Kleppsspítalinn. Alla daga k 3—4 og 6 30—7 Kópavogshælið Eftir hádegi daglega Landspítalinn kl. 15-16 og 1 -19.30 Borgarspítalinn við Barónsst kl '4- 15 06 19—19 30 MINNINGARSPJÖLD Minningi.rspjöld Flugbjörgunar sveitarinnar eru afhent á eftir töldum stöðum Bókabúö Braga Bryniólfssonar, njá Sigurðl M 'orsteinssvni. sími 32060, Magn úsi Þórarinssyni. sími 37407, Sig- urði Waage. sfmi 34527. Minningarspjöld Minningarsjóðs Maríu Jónsdóttur flugfreyju fást á ctirtöldum stöðum: Verzlun- inni Oculus Austurstræti 7, Verz! uninni Lýsing Hverfisgötu 64 og hjá Maríu Ólafsdóttur Dverga- stemi Reyöarfirði. Minningarkort ljósmæðra fást á eftirtöldum stöðum: Fæðingar- deiIJ Landspítalans. Fæöingar- heimili Reykjavíkur. Verzluninni Helmu Hafnarstræti. Mæðrabúð- inni Domus Medica. rri- jff-wrwwMljOjl^'-aaw

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.