Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 1
1 E Um 300 manna hópur safnaðist saman fyrir framan dyr Alþingishússins í gærdag að loknum útifundi á Austurvelli, og óttaðist margur, að til uppþots kæmi. - Eftir að hafa tvístigið í kuldanum nokkra hríð, dreifðist hópurinn þó, og hver héit til síns starfa. Töluverð aðsókn hafði orðið að útifundinum, enda almennt álitið að til tíðinda mundi draga að honum loknum. Stóð fundurinn yfir aðeins stutta stund, en ræðumenn voru þeir Jón Snorri Þorleifsson form. Trésmiða- félagsins, Guðmundur J. Guðmunds son, varaform. Dagsbrúnar, og Eð- varð Sigurðsson, fundarstjóri, og talaði hver aðeins nokkrar mínútur í senn, en vegna slæms hátalarakerf is fóru orð þeirra fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, er á hlýddu. Lesin var upp ályktun, sem þeir þremenningar síðan gengu meö inn í Aiþingishúsið, og þar kvaddi Eð- varð Sigurðsson sér hljóðs utan dagskrár og las hana upp. Þegar þeir þrír gengu að dyrum Alþingishússins, fylgdi þeim eftir allstór hópur fundarmanna, sem síð an þjappaðist saman fyrir framan dymar. Virtust allir bíða eftir því, að eitthvað gerðist, en þegar ekkert varð úr neinu sliku, dreifðist hóp- urinn. Voru þá margir kaldir orðn- ir af stöðunni. »»■ ■>- 13. síða Fríðsamleg byrjtm þmgstaría Lúðvik „gekk rakleiðis út Margir höfðu óttazt, Hver vill hjálpa 2-ja mánaða telpu til heilsu? — Sakir alvarlegra veikinda lítillar stúlku, sem fæddist á jól- unum, og þarf nauðsynlega að fara til uppskurðar til Banda- ríkjanna, vil ég biðja alla góða Islendinga að skapa þessari litlu stúlku lífshamingju með þvi að leggja fram litla fjárupphæð, svo að takast megi að senda hana til Iækninga vestur um haf. — Séra Bragi Benediktsson, frí- kirkjuprestur í Hafnarfirði, hefur snúið sér til VÍSIS með þessa hjálparbeiðni og beðið um að birta hana lesendum blaðsins. Litla telp- an er dóttir tveggja sóknarbama hans og hefur dvalið þessa fyrstu tvo mánuði ævi sinnar á Bama- spítala Hringsins, vegna alvarlegs sjúkdóms, sem hún fæddist með. Stöku sinnum kemur þaö fyrir, að íslendingar verða vegna mjög alvarlegra veikinda að taka sér ferð á hendur til útlanda og leita sér lækninga, en slíkt er jafnan mjög kostnaðarsamt og alls ekki öllum fært, sem minna fé hafa handa á milli., Vissir í því, að lesendur VÍSIS eru miklar barnagælur, sem munu vilja láta eitthvað af höndum rakna til þess að greiða götu litlu telpunnar til bata, viljum við benda > á, að tekiö verður á móti fjárfram- 2 lögum hjá dagblöðunum öllum og skrifstofu framfærslufulltrúans í Hafnarfirði, Verzlun Magnúsar Guðlaugssonar í Hafnarfirði, verzl- unum Kaupfélagsins i Hafnarfiröi og Garðahreppi. að óspektir kynnu að trufla störf Alþingis er það kom saman til funda í gær eftir jólaleyfi. — Nokkur hópur unglinga safnaðist saman utan dyra hússins, og heyrð- ust köll, eitt eða tvö. — Annars var allt mjög frið samlegt, bæði innan húss og utan. Þingmenn stjórnarandstöö- unnar tóku til máls, hver af öðr- um, utan dagskrár. Voru þeir á- hugasamir um, aö ríkisstjórnin birti skýrslu um ástandið í land- inu Þó virtist einkum vaka fyr- jr tveimur þeirra, Lúðvík Jóseps- syni og Ingvari Gislasyni, að tjá sérstakan áhuga sinn á lausn sjómannadeilunnar. Þóttust þeir að ósekju grunaöir um græsku I þeim efnum. Lúðvík Jósepsson sagð; það ósatt, að hann heföi I fyrradag reynt að spilla fyrir samkomu- lagi með því að æsa upp félaga sína I samninganefnd og dvalizt I Alþingishúsinu í því skyni. Lýsti hann feröum sínum þann- ig, að hann hefði setið á blaöa- mannafundi I húsinu. Eftir fund- inn „gekk ég rakleiðis niður stigana. Hitti ég þar engan nema einn forystumann LÍÚ og ræddi við hann örstutta stund. Gekk ég síðan rakleiöis sem leið ligg- ur út úr Alþingishúsinu.“ Eitthvaö á þá leið lýsti Lúðvík ferðum sínum. Ingvar Gíslason var jafnsaklaus, að eigin sögn. Hann fór inn I Aiþingishúsið til að hringja í síma (og sparaði sér þannig nokkrar krónur, eins og hann átti fullan rétt á). Ingv- ar kannp*'st við aö hafa rætt lítillega við nokkra kunningja sína I sam linganefndinni en hefðj alls ekki gefið þeim nein- ar „fyrirskipanir". Forsætisráðherra svaraði þing mönnunum nokkrum orðum. íslenzka liðið hefði vikulokin \ átt sigurinn skilið Tíu fataframleiðendur undir- búa útflutning \ stórum stíl 9 íslenzkir fataframleiðend ur eru nú að gera átak í út- flutningi, rem ekki á sinn líka hér á Islandi til þessa. Tíu framleiðendur hafa nú bund- izt eins konar samtökum um útflutning á fatnaði í sam- ráði við útflutningsskrifstofu Félags ísl. iðnrekenda, og er ætlunin að flytja út táninga- fatnað, sportfatnað, og ytri- fatnað kvenfólks og ef til vill fleira, ef markaður er fyrir hendi. — Auk bessara 10 framleiðenda er hugsanlegt, að feldskerar og fleiri fata- framlelðendur bætist í hóp- inn, að sögn Úlfs Sigurmunds sonar, en hann veitir útflutn- ingsskrifstofunni forstöðu. — Það fer þó hver að verða sið- astur að bætast í hópinn, bætti hann við. Framleiðsla á fatnaðinum mun þegar hafin hjá einhverjum af þessum fataframleiðendum, en hver þeirra einskorðar sig við takmarkaðan fjölda teg- unda, sem hann framleiöir. — Fyrsta skrefið I sjálfum útflutn- ingnum verður væntanlega þátt- taka I ’-aupstefnu I Khöfn í haust, Scandinavian Fashion Week, þar sep fataframleiðend- ur frá Norðurlöndum sýna fram leiðslu sína á haustfatnaði. Þetta er lokuð kaupstefna, þar sem kaupmenn víða að koma til að gera innkaup og kynnast því, sem á markaðnum er. Um 6 þúsund kaupmenn komu á síð- m-> 13. síða Það kom sér einkar vel fyrir Svía í gærkvöldi, að þeir léku heima fyrir gegn hinu unga ís- lenzka landsliði. Þeir nutu yfir 3000 áhorfenda, sem hvöttu þá auk heimavallarins, — og unnu Islendinga með 16:15 í æsispenn andi landsleik í handknattleik f Helsingborg. Fyrri hálfíeikur var heldur slak- ur hvað viðkom handknattleik, en Svíar höfðu yfir I hálfleik 8:6. Svíar byrjuðu síðan með miklum látum og komust I 14:9. Þá loks var eins og íslenzka liðið áttaði sig á hlutunum, og staðan varð brátt 14:13 fyrir Svía, — og I 15:15 jafna íslendingar. Var spenningurinn mikill og stemmning gífurleg hjá áhorfendum. Sigurmark Svía skoraöi Björn Dannell, en hættulegasti maður þeirra hafði verið Lennart Ericson. íslenzka liðið stóð sig frábærlega vel, ekki hvað sízt Stefán Jónsson úr Haukum og Emil Karlsson úr KR, sem kom I markið I seinni hálfleik og varði frábærlega. Stefán skoraði 4 mörk, Geir, sem einnig var góður, skoraði líka 4 mörk, Ólafur Jónsson og Örn Hallsteins- son og Bjarni Jónsson 2 hver og Jón Hjaltalín eitt. íslenzkir stúdentar fjölmenntu víða að til að hvetja landa sína og stóðu sig vel I þvl. Var það álit flestra, sem á horföu, að Isl. liðið hefði verið óheppið að ná a.m.k. ekki jafntefli, — sigur þess hefði samt veriö það sanngjarnasta. Á morgun verður leikið við Dani I Helsingör. Enginn sáttafundur! Sáttafundur í sjómannadeilunni hafði ekki verið boðaður, þegar blaðið fór í prentun. Hnútur komst á deiluna á síðasta fundi, en búizt var við áframhaldandi viðræðum næstu daga. Hveið á esð gera á kvöBdin ? Á bls, 10 geta menn gengið úr >kugga um, hvernig dagskrá \ I sjónvarps og útvarps verður á , kvöldin næstu viku. Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið, og menn ' geta klippt út úr blaðinu síðuna ( og merkt við það, sem þeir hafa I , hug á að fylgjast með.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.