Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 3
VISIR . Laugardagur 8. febrúar 1969, Færeyskt snilldarverk á fimmtudögum — „Glataðir snillingar" effir Heinesen næsta framhaldsleikrit útvarpsins Samlestur er hafinn á öðrum kafla þar sem m.a. er greint frá Moritz, sem hafið gleypti, meðan greifinn syngjandi og unnusta hans urðu skipreika á eyðiey, frá ofstæki Anker- sens, ástarhörmum Síríusar, en lýkur á hljómleikahaldinu mikla og erfidrykkjunni. Pórðardóttur. Þá er Bohan gamli, leikinn af Þorsteini Ö. Stephensen, Óli sprútt af Jóni Sigurbjörnssyni, Mac Bett af Steindóri Hjörleifssyni, Mag. Mortensen af Rúrik Haralds- syni að ógleymdum Brynjólfi .. Jóhann^syni, septi- leikur jþann gamla íkúrk, Jetiniksen Snikk- H ara. Dóttir hans Júlía, sem síð ar giftist Síríusi er leikin af Þórunni Sigurðardóttur, og hin íturfagra Elíana, kona Moritz, er leikin af Guðrúnu Ásmundsdótt ur. Viö látum þessa upptalningu nægja, en fjöldamargar aörar furðulegar og skemmtilegar per sónur koma fyrir í leikritinu, s%m áheyrendur fá aö kynnast næstu sex fimmtudagskvöld. Þorleifur Hauksson les texta sögumannsins: „Synir hans þrír urðu því snemma munað arlausir og máttu bjargast sem bezt þeir gátu. En andi vindhörpusmiðsins var líf- seigur í sálum þeirra og brauzt meðal annars fram í hemjulausri ást þeirra á tón- Iist“. /%ralangt úti í kviksilfursskímu úthafsins rís einmana lítið blýgrátt land. — Þannig hefst texti sögumanns- ins í framhaldsleikritinu, sem nú er að hefja göngu sína í út varpinu. Óneitanlega er þessi texti nokkuð frábrugðinn því sem hlustendur eiga að venj- ast í framhaldsleikritum útvarps ins, án þess aö kastaö sé rýrð á þá Francis Durbridge og fé- laga, sem til þessa hafa séð hlustendum fyrir spennandi efni þá daga, sem sjónvarpiö ekki gerir það, þ.e. á fimmtudögum. Þetta leikrit er eftir hinn kunna færeyska rithöfund, William Heinesen, en sagan er þekkt hér á landi undir nafn- inu „Slagur vindhörpunnar", en nú hefur höfundurinn sjálfur og danskur leikstjóri, Carlo M. Ped ersen gert 6 þátta leikrit úr skáldsögunni. Þýöandi aö þessu mikla verkj er Þorgeir Þorgeirs son og nefnist leikritið í þýö- ingu hans „Glataöir snillingar“. En þó að Heinesen sé að ýmsu leyti ólíkur Durbridge, þá þurfa hlustendur ekki að óttast að atburðarásin sé slælegrj hjá honum, þeir sem lesið hafa sög una geta vitnað um það. Furðu legar og litríkar persónulýsing ar Heinesens, Ijóðræna hans og skilningur á mannlegum breyzk1 leika hafa sett verkið á stall með snilldarverkum bókmenntanna. Myndsjáin brá sér á æfingu í útvarpinu, þar sem Sveinn Ein arsson, leikstjóri var að liyrja æfingu á öðrum þætti verksins. Persónurnar eru fjölda margar, en við nefnum aðeins nokkrar. Moritz, elzti sonur Kornelíusar hringjara, er leikinn af Þor- steini Gunnarssyni, Sírius, sá næst elzti, sem skáldar, er leik inn af Amari Jónssyni, Kornelí us, sá yngsti sem leitar að fjár- sjóðnum, er leikinn af Borgari Garðarssyni, Ankersen, spari- sjóðsstjóri, sem syndgaöi í æsku en leitaði síðan drottins, er leik inn af Gunnari Eyjólfssyni, Ora á Hjallanum, sem sér fyrir ó- orðna hluti, er leikin af Ingu Moritz (Þorsteinn Gunnarsson) Elíana (Guðrún Ásmundsdótt- ir) og Óli sprútt (Jón Sigurbjörnsson), sem Jenniksen snikk- ari kallar gamlan villigölt og hausbrjót. Sveinn Einarsson, Ieikstjóri, Þessir ungu menn lesa handritin sín gaumgæfilega meSan þeir bíða eftir að komi að þeim, en þeir eru Sverrir Gíslason (Halldórssonar leikara), sem leikur Pétur og Hallgrfmur Helgason (Skúlasonar leikara), sem leikur Orfeus. Þorgeir Þorgeirsson, þýðandi fylgist gaumgæfilega með textanum í handriti sínu. bugumaour (porleifur Hauksson) Leonóra (Bryndfs Schram) Júlía (Þórunn Sigurðardóttir), Óli sprútt (Jón Sigurbjörnsson) ráðherrann (Valur Gíslason) bíða eftir, að samlestur hefjist. JWWJSf w..;.v.wv;..v>vs> - vvSyí.vvvvvvssv>»v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.