Vísir - 10.02.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 10.02.1969, Blaðsíða 6
VISIR . Mánudagur 10. febrúar 1969. TONABÍÓ Úr öskunni Óvenju spennandi og snilldar lega útfærö, ný, amerísk saka- máiamynd. Sagan hefur verið framhaldssaga í Vísi. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börn um innan 14 ára. Síðasta sinn. KOPAVOGSBIO Uppþot á Sunset Strip Spennandi og athyglisverð, ný, amerísk mynd með íslenzkum texta. Myndin fjallar um hin alvarlegu þjóðfélagsvandamál sem skapazt hafa vegna laus- ungar og uppreisnaranda æsku fólks stórborganna. Myndin er í litum og Cinemascope. Sýnd kl. 5.15 og 9 Bönnuð bömum. HAFNARBIO Maðurinn sem hlær Frönsk—ítölsk litkvikmynd. Jean Sorel, Lisa Gastoni. — Bönnuð innan 16 ára, Sýnd kl. 5, 7 og 9. AUSTURBÆJARBIO Þriðji dagurinn . Islenzkur texti. Aöalhlutverk: Peppard, Elisabeth Ash ley. Bönnuð innan 12 ára. — Sýnd kl. 5 og 9. NYJA BIÓ Fangalest Von Ryan's Amerísk stórmynd 1 litum. Fran,. Sinatra, Trevör Howard. Bönnuð yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. . Sigur læknavisindanna m\m ÞJÓÐIÆIKHÚSID DELERÍUM BÚBÓNIS œiðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá itl. 13.16 ti’ 20. - Sími 1-1200. Bóluefni gegn „rauðum hundum44 fundið upp „Núna í haust bættust 35 börn með meira eða minna bilaða heym í Heyrnleysingjaskólann, og það er liklegt, að orsak- anna sé að leita í rauðra hunda-faraldrinum, sem gekk hér yfir árin 1963 og 1964.“ Þett eru orð Brands Jónssonar skólastjóra. „Þann aldarfjórðung, sem ég hef verið við Heymleysingja- skólann, hafa rauðir hundar tvisvar geisað hér, og i bæði skiptin hafa fjölmörg böm bætzt í skólann að öllum h'kindum af völdum sjúkdómsins. Bömin koma hingað fjögurra ára gömul, svo að það er fjórum árum eftir faraldurinn, sem sjá má greinilega afleiðing- ar hans. Nú síðast tók út yfir allan þjófabálk, þegar börain vora 35.“ Nú hefur vísindamönnum tekizt að finna upp bóluefni gegn þessum alvarlega sjúkdómi, eins og eftirfarandi grein skýrir nánar frá: Tjjóðarógæfa" var orðið, sem bandaríska tímaritið TIME notaði til að lýsa því reiöar- slagi, sem gekk yfir Bandarík- in, þegar 20.000 til 30.000 böm fæddust blind eða heymarlaus, meö skaðað hjarta eða heila eða önnur líffæri í kjölfar rauðra hunda-faraldurs, sem gekk yfir iandið með ennþá óg- urlegri afleiðingum en hlutust af thalydomid-lyfinu forðum. Þessi faraldur heimsótti Banda- ríkin á árunum 1963 til 1965, og um 20.000 til 30.000 fóstur létust ófullburða í móðurlífi af hans völdum — eða álíka mörg þeim, sem fæddust lifandi í heiminn meö varanleg örkuml af völdum sjúkdómsins. Faraldur rauöra hunda með jafnsorglegum afieiðingum á ekki að geta endurtekið sig. Bóluefni, • sem framieidd hafa verið í Bandaríkjunum og Belgíu hafa nú staðizt fyrstu tilraunir. Með umfangsmiklum bólusetn ingaraögerðum ætla heilbrigðis yfirvöld berjast gegn slikri far sótt í framtíðinni. í fyrstu var litið svo á, að hér væri um skaölausan bama sjúkdóm að ræða, sem fullorðn ir gætu einnig fengið. Einkenni sjúkdómsins era hitaslæöingur, dálítl bólga í eitlum, og rauöir flekkir á húðinni, sem hverfa fljótt aftur, og ekki þarf að gera ráð fyrir þeim eftirköstum, sem geta fylgt öðrum barnasjúk dómum, þegar um rauða hunda er að ræða. \ rið 1941 komst ástralski augn læknirinn, dr. Norman McAlister Gregg, að þvl, að rauðir hundar geta valdið þvi, að böm fæðist vansköpuð, ef þungaðar konur fá veikina. Gregg hafðj rekið sig á, að fjöldi bama, sem fæddust blind hafði vaxið mjög á skömmum tfma. Og hann komst að því, að 68 af 78 mæðrum þessara bama höfðu gengið með rauða hunda á fyrstu þremur mánuðum meö göngutímans Gregg tók einnig eftir þvi, að það voru ekki aðeins aúgu þessara bama, sem voru sködd ingum þessarar veiki. Tveimur hópum bandarískra vísnda- manna tókst að komast fyrir um orsök veikinnar, einangra hana og rækta í vefjum. Það kom á daginn, að þama var um veiru að ræða, eins og menn höfðu lengi gert sér i hugarlund. Þó tók þaö langan tfma til viöbótar að rækta bólu efni gegn veikinni. Þess vegna gátu bandarjskir vísindamenn ekki aðhafzt neitt áriö 1963, þegar rauöir hundar tóku að ganga í Bandaríkjun- um, en héldu áfram starfi sínu einbeittir í þvf að finna bólu- efni til að fyrirbyggja að böm fæddust vansköpuð af völdum rauðra hunda í framtíðinni. Vísindamennimir gengu til verks meö ákveðna starfsáætlun í huga, sem þegar hafði verið Veirasérfræðingamir Meyer og Parkman á rannsóknarstofu sinni. uð, heldur var einnig aigengt, að böm þeirra mæðra, sem feng ið höföu rauða hunda, væru með einhverja hjartabilun, og þau voru við fæðingu yfirleitt létt- ari en önnur nýfædd börn, þau nærðust ennfremur lítiö og dán- artala meðal þeirra var hærri en eðlilegt er. Aðrir vísindamenn fullgeröu síðar listann yfir það, sem get- ur komið fram á bömum, ef móðirin fær rauða hunda á fyrstu þremur mánuöum með- göngutímans. Fýrir utan skaða á heym og heila kemur fyrir óeðlileg stækkun á lifur og milta, skaðar á beinum og fleira. Jjgð var ekki fyrr en tuttugu árum eftir uppgötvun Greggs, að i ljós kom mögu- leiki til að hamla við afleið- notuð, þegar unnið var að því að finna bóluefni gegn barnalöm un og mislingum. Með því að rækta veiruna og flytja hana sífellt úr einu vefja kerfi í annað tókst þeim að veikja áhrifamátt hennar svo að hýn getur ekki lengur valdið sjúkdómi, heldur vekur hún mótstöðukraft þess, sem spraut- aður er með bóluefninu, þannig að honum er óhætt fyrir venju legu smiti. Á þennan hátt fundu, bólu- efnissérfræðingar þrjá veiru- stofna, sem virtust sérlega falln ir til brúkunar við bólusetningu: • Dr. Harry M. Meyer og dr. Paul D. Park- man tókst að finna rauðra hunda-veiru af stofninum HPV-77 og veikja hana svo, að hún er nothæf í bóluefni. Þeir félagar starfa viö bandarísku heil brigðisstofnunina, og nú vinna þrjú bandarísk lyfja framleiðslufyrirtæki að því — á tilraunastigi — að framleiöa bóluefni af þessu tagi. • Dr. Abel Prinzie frá Rega-stofnuninni i Löwen í Belgíu tókst einnig aö veikja áhrifa- mátt rauðra hunda-veiru af öörum stofni. Og dr. Stanley Plotkin frá Wist- ar-stofnuninn í Fíladelfíu ræktaðj bóluefni, sem er ekki — eins og öðrum bóluefnum — sprautað í viötakandann, heldur gef- ið sem nefdropar. Þessi þrjú mótefni hafa ver- ið reynd á þúsundum, sem hafa gefið sig fram vegna tilraun-, anna, til að komast að því hvaða áhrif þau hafa- og hvort þau eru óskaöleg. Það kom á daginn að yfir 90% þeirra, sem efnin voru reynd á, uröu ónæmir fyr- ir rauðum hundum. Bandaríska HPV-77 bóluefnið var meira að segja þegar í stað tekið í notkun til að berjast gegn útbreiöslu rauðra hunda- faraldurs á Formósu. Læknamir gáfu alls 3269 drengjum bóluefni gegn rauðum hundum og niðurstaðan varð sú, að yfir 90% þeirra reyndust ónæmir fyrir veikinni. Að vísu hefur enginn hingað til reynt bóluefniö á þeim, sem hafa raunverulega ríkasta þörf fyrir það: þ.e.a.s. þunguð- um konum, sem ekki hafa f æsku fengið rauöa hunda, og hafa þess vegna ekki myndað neitt ónæmi gegn veikinni. Enn er fyrir hendi sá möguleiki, að einnig hinar veiktu veirur bólu efnisins séu nægilega áhrifa- miklar til að hafa skaðleg áhrif á fóstur. Ekk; er heldur ástæöa til að hvetja til, að tilraunir með bólu efnið verði gerðar á þunguðum konum. Það er óþarfi aö taka slíka áhættu. Vísindamennirnir vonast til að geta vemdað ó- fædd böm með því að bólu- setja öll börn. Með slíkri bólu setningu minnka útbreiðslu- möguleikar veikinnar svo mjög, að vart getur orðið um farsótt að ræða. Og um síðir mun einn- M->- 13. síða VÍSINDI - TÆKNE HÁSKÓLABÍÓ Brennur Paris? íslenzkur texti. Aðalhlutverk: Jean-Paul Belmondo, Charles Boyer, Kirk Douglas, Glenn Ford. Orson Welles. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. GAMLA BÍÓ Lady L íslenzkur texti. Sophia Loren — Paul Newman David Niven. Sýnd ki. 5 og 9. LAUGARASBIO Madame X Sýnd kL 5 og 9. Afglóðuð eirrör {ÍÍAMARSBÚB Auglýsið í Vísi BÆJARBIÓ Eiturormurinn (Giftsnogen) Óvenju djörf sænsk stórmvnd eftir skáldsögu Stig Dager- mans. Aðalhlutverk: Christine Schollin, Harriet Anderson og Hans Ernback. Sýnd kl. 9. Bönnuð bömum innan 16 ára. LEIKSMIÐJAN í LINDARBÆ GALDRA-LOFTUR Sýnlng í kvöld kl. 8.30 Sjlöustu sýningar. Miðasalan er opin f LJndarbæ frá kl. 5-8.30. Sími 21971. STJORNUBÍÓ Blái pardusinn Marie Laforet, Akim Tamir off, Francisco Babal. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Danskur texti. IfeifxjavíKDgP MAÐUR OG KONA miövikudag 45. sýning. Aðgöngumiðasalan < Iðnó er opin frá kl. 14, sími 13191. -■x[*>:■■■#?’■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.