Vísir


Vísir - 10.02.1969, Qupperneq 8

Vísir - 10.02.1969, Qupperneq 8
8 VISIR Gigefandi: Reylcjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson 1 Ritstjómarfulltrói: Valdimar H. Jóhannesson í Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjaid kr. 145.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hi._________________________ „Auk jbess legg ég til..." Cato gamli var mikill einstefnumaður, einkum þegar (( ellin var tekin að mæða hann. Sagan hefur gert hann // frægan sem slíkan. Hún segir, að hann hafi á tíma- )) bili endað allar sínar ræður, um hvaða efni sem þær )i fjölluðu, á setningunni: „Auk þess legg ég til, að \ Karþagó verði lögð í eyði.“ ( Samt konar einhyggja og elliglöp eru farin að hrjá ( dagblaðið Tímann. Síðastliðna viku fjölluðu leiðarar / blaðsins yfirleitt um sama efnið. Innihald þeirra má / endursegja svo: „Auk þess legg ég til, að hin aðgerð- í arlausa ríkisstjórn víki.“ ( Ekki er neitt hægt að setja út á það, þótt óskhyggja / leiðtoga Framsóknarflokksins fái daglega útrás í leið- ) urum Tímans. Það er bara öðrum til upplyftingar í ) skammdeginu. En óneitanlega er þetta áhugamál for- \ ustumanna Framsóknarflokksins orðið örvæntingar- ( fullt, þegar engin önnur hugsun kemst að í leiður- ( um Tímans. / Óskhyggja Framsóknarforustunnar er orðin að / hreinni þráhyggju í stil Cato gamla. Það er engu lík- \ ara, en gerð hafi verið í flokksstjórninni fundarsam- l þykkt um, að enginn Tímaleiðari mætti vera án hugs- ( unarinnar: „Auk þess legg ég til, að hin aðgerðarlausa f ríkisstjóm víki.“ / „Aðgerðarleysi" Að sjálfsögðu eru hrein öfugmæli að tala um aðgerð- ( arleysi ríkisstjórnarinnar. í erfiðleikum þeim, sem / dunið hafa yfir þjóðina á síðustu misserum, hefur ) ríkisstjórnin jafnan haft ráð og aðgerðir á takteinum / á réttum tíma. Þannig hefur henni tekizt að laga rekst- \ ur þjóðarbúsins jafnóðum að nýjum aðstæðum. ( Þegar fyrir jól var búið að afgreiða hinar margvís- [ legu hliðarráðstafanir, sem þurftu að koma í kjölfar \ gengislækkunarinnar í nóvember. Þá vildi ríkisstjórn- \ in strax fara að ræða atvinnumálin við aðila vinnu- ( markaðarins, en fékk því miður ekki að ráða hraðan- ( um. Þegar viðræðurnar hófust fyrir alvöru í janúar / var samt skammt í samkomulag um skípun atvinnu- ) málanefnda. Síðan hefur starf nefndanna verið keyrt ) áfram með miklum hraða, eins og mönnum er kunn- \ ugt um af fréttum. ( í hugleiðingum um atvinnuleysið verða menn að ( gera sér grein fyrir því, að það stafar að meirihluta / af sjómannaverkfalíinu. Ef vertíðin hefst fljótlega, ) fá 3000—3500 atvinnuleysingjar vinnu. Þá eru eftir \ 2500—3000, sem fá vinnu, ýmist í þessum mánuði, \ þegar 100 milljónirnar verða veittar til íbúðalána, eða ( nokkru síðar, þegar bætt hefur verið úr rekstrarfjár- ( skorti atvinnufyrirtækja. / Ekki má gleyma því, að aðalverkefni sumra leið- ) toga stjórnarandstöðunnar undanfarna daga hefur \ verið að hindra lausn verkfallsins og þar af leiðandi \ að hindra, að sjómenn og 3000—3500 menn í landi ( fái vinnu. Vandamálin væru næg, þótt við samvizku- ( leysi væri ekki að stríða. h V1SIR . Mánudagur 10. febrúar 1969. mmmmammmmmmMmmasaaamBmmmamKa 24. skoðanakönnun Vísis: „Teljið Jbér æskilegt, að afnumið verði einkaleyfi mjólkursamsala til sölu og dreifingar mjólkur i þéttbýli ? Einkaleyfi mjólkursamsaia nýtur lítilla vinsælda □ Af neytendamálum hérlendis hafa mjólkur- söhimál löngum verið einna umræddust, því að mörgum blæðir í augum, að mjólkursamsölur skuli hafa einkaleyfi til sölu og dreifingar mjólkur í þétt- býli. Ekki þarf að líta yfir lesendadálka blaðanna marga daga í röð til að sannfærast um, að menn hafa ýmislegt upp á þetta fyrirkomulag að klaga. JZaupendur bera sig illa vegna þess, að mörgum þeirra finnst, að mjólkurbúðir veiti hvergi nærri sambærilega þjón- ustu við aðrar verzlanir, þjón- ustu, sem telja beri sjálfsagða eins og verzlunarhættir eru yf- irleitt nú á dögum. Þess vegna beinist 24. skoð- anakönnun VÍSIS að því að kanna afstöðu fólks um allt land til spumingarinnar: „Teljið þér æskilegt, að afnumið verði einkaleyfi mjólkursamsala til sölu og dreifingar mjólkur í þéttbýli?“ Eins og niðurstöðutölurnar hér á blaðsíöunni sýna var um það bil helmingur þeirra, sem leitað var til, þeirrar skoðunar, að rétt væri að leggja niöur þetta einkaleyfi. Mótfalínir voru 28 af hundraði, en 26 af hundr- aðj höfðu ekki myndað sér skoð un á /náiinu. Sú hlutfallstala er allhá og bendir því til, að mál þetta sé ekki mjög ofarlega í hugum almennings um þessar mundir. Þaö var athyglisvert í sam- bandi við niðurstööur þessarar könnunar, að konur voru yfir- leitt hlynntari því heldur en karl ar, að einkaleyfið yrði lagt nið- ur. Ennfremur voru konur alls ekkj í meirihluta meðal hinna óákveðnu aö þessu sinni, sem bendir til þess aö hér sé um hagsmunamál húsmæðra aö ræða. Niðurstaðan í dreifbýli bendir einnig til þess, að þetta mál sé einkum baráttumál þeirra, sem i þéttbýli búa, því að í sveitum varð niðurstaðan sú, að fólk skiptist í þrjá álíka stóra hópa, þ.e.a.s. þá sem voru með, móti ellegar óákveðnir. Og kom það nokkuð á óvart að einkaleyfi mjólkursamsala skyldi ekki eiga meira fylgi að fagna í sveitum. Ýmsum fannst fullstuttaralegt að svara einungis með já, nei, eða veit ekki, svo að þeir létu athugasemdir fylgja svörum sín- um. Sem dæmi um neikvæð svör má nefna: „Nei, það gæti oröið alls kyns ringulreið yrði einka leyfið afnumið." „Burtséð frá allrj gagnrýni — NEI.“ „Dreif ing er svo mikilvæg að hún þarf að vera undir einhvers kon ar einkaleyfi." Sem dæmi um jákvæð svör má nefna: „Já, það er nauðsyn legt til að þjónustan verði betri.“ „Já, það er sjálfsagt að leggja niður einkaréttinn, úr því að þeir eru farnir að kaupa inn umbúðir, sem fást ódýrari hér heima.“ „Já, ég vil fá heim- sendingu mjólkur eins og í gamla daga.“ Sem dæmi um óákveðin svör má nefna: „Ég veit ekki, hverju ég á að svara. Ég hef ekki reynslu af öðru fyrirkomulagi." „Ég læt mér þaö í léttu rúmi liggja." Mjólkurmálið er ekki nýtt af nálinni. Til marks um það er tilvaliö að klykkja hér út með þvi að skýra frá ályktun, sem samþykkt var á fundi í Hús mæðrafélagi Reykjavíkur 6. nóv ember 1967, en frá þeim er svo sagt í Vísi síðar í sama mánuði: @ Niðurstöðutölur úr j skoðanakönnun VÍSIS I urðu sem hér segiit Já ...............46% Nei ..............28% Óákveðnir ........26% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, lítur taflan svona út: Já .............. 62% Nei .............38% „Þvínæst voru samþykktar tvær ýtarlegar tillögur, sú fyrri til Mjólkursamsölunnar í Reykja vík. en í hennj er beint þeirri áskorun til Mjólkursamsölunn- ar, að teknar verði I. notkun mjólkumumbúöir, sem gera mögulegt að hafa mjólk til sölu í almennum matvöruverzlumun, þannig að hægt verði að fá mjólkina heimsenda eins og aðr ar nauðsynjavörur. Vill húsmæðrafélagið vekja athygli á afstöðu Kaupmanna- samtaka íslands, þar sem greini lega kemur fram, að hægt sé að koma við heimsendingu á mjólk í matvöruverzlunum. Skorar Húsmæðrafélagiö á Mjólkursamsöluna að koma til móts við tillögur Kaupmanna- samtakanna og við neytendur og taka þegar i stað upp viðræður um þetta mikla hagsmunamál." Ný mjólkurbúö í Austurveri. Áður en hún opnaði gátu húsmæóur í grenndinni fengið heim- senda mjólk eins og aðrar matvörur úr verzlun Sláturfélagsins, en nú þurfa þær að gera sér sérstaka ferð eftir mjólkinni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.