Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 16
VISIR manudagur zs. aprn iybö. “ — IHunið^. ^Múlakaffi nýju Simi grillið 37737 BOLHOLTI 6 SÍMl 82145 INNRÉTTINGAR SfoUMÚLA 14 - Sikll 35646 Gerir alla ánaegða Náttúrufræði- félaginu úthýst í Háskólanum 4i Hinu islenzka náttúrufræðifé- iagi var neitað um 1. kennslu- stofu Háskólans til fyrirlestrahalds í kvöld, en þar hefur félagið nú fengið inni í tvo áratugi með fyrir- lestra sína um hin margvíslegustu efni. ^ Hefur því orðið að fresta fyr- irlestri Amþórs Garðarssonar, fuglafræðings um fæðuöflun rjúp- unnar, þar til á morgun í Norræna húsinu kl. 20.30. í kvöld verður haldinn kennarafundur í 1. kennslu- stofunni. Vetrurlegt í Grímsey í morgun — Það var allt íslaust og við héldum, að sumarið væri komið, en í gærmorgun var ísinn kominn aftur, sagði Steinunn Sigurbjörns- dóttir, í Grímsey, þegar við náðum i smáspjall við hana í morgun. íshrafl allt í kringum eyna, var sent frá Grímsey í veðurskeytum morgun. nokkuð þétt að sjá til norðurs. — Það er heldur vetrarlegt um að litast, segir Steinunn, þó er fall- egasta veður, glampandi sólskin og sunnanandvari og ég er að vona, að ísinn sé á útleið aftur. Þeir voru hér með grásleppunet úti og veiddu igætlega, en tóku öll netin í gær, norðu ekki annað. Nú bíðum við >ara eftir því að ísinn fari svo oeir geti haldið áfram veiðiskapn um. ísinn hefur alltaf heimsótt okkur hálfsmánaðarlega í vetur en þetta, sem hefur verið í vetur hef ur ekki háð okkur neitt. Isinn þokaðist frá landi í morg un hjá Látravík og hefur dreift sér nokkuð. Frá Skagaströnd var samfellda ísbreiðu að sjá í morgun, sn ísinn rak með miklum hraða inn í gær. Sést hvergi út fyrir ísinn. -iigling er ófær. Frá Skoruvík bár- ust þær fréttir að íshrafl hefði sézt til hafsins. Á Húnaflóa var talsvert mikill ís. KEP Þessar fimm stúlkur keppa annað kvöld og á miðviku- dagskvöld um það hver þeirra sé Fegurðardrottning íslands 1969. Fegurðarkeppnin verð- ur að þessu sinni í Austur- bæjarþíói og úrslitakeppnin verður í veitingahúsinu Klúbbnum kvöldið eftir. — I gær voru stúlkurrfar á loka- æfingu fyrir keppnina í Aust- KUI IMMlAKIML urbæjarbíói. — Á myndinni eru stúlkurnar fimm allar saman komnar, en þær eru, talið frá vinstri: Erla Harðardóttir, 20 ára skrifstofustúlka. Dagmar Gunnarsdóttir, 17 ára, starfar í sælgætis- verksmiðju. Ágústa Sigurðardóttir, 22 ára skrifstofustúlka. María Baldursdóttir, Keflavík, 22 ára hár- greiösludama og söngkona. Ragnheiður Pétursdóttir, 17 ára, viimur í lyfjabúð. LÉKU TIL ÁGÓÐA FYRIR BÖRNIN ♦ Með dynjandi lúðrablæstri og trommuslætti marseraði hljómsveit þriðju hersveitar konunglegu engil- saxnesku herdeildarinnar út úr Há- skólabíói í gær að afstöönum hljóm- ! leikum, sem hún hélt til ágóða fyr- -<$ir barnaheimilið í Tjaldanesi. ♦ Þannig lýkur heimsókn brezku hermannanna, sem hingað kom fyr- ir rúmri viku til heræfinga. 1 sex daga gengu þeir um óbyggðimar norður af Búrfelli, en á meðan dvaldist hljómsveitin í Reykja- vík. — segir húsam&stari • Húsameistari ríkisins hef- ur í blaðaviðtali gert grein fyrir sjónarmiðum sínum, vegna um- ræðna á Alþingi um meint stjórn leysi í þeirri stofnun, er hann stýrir. Húsameistari telur nauð- synlegt, að fullkomið aðhald sé hjá þeim stofnunum, sem fara með fjármuni almennings. Tel- ur hann, að hér hafi verið um mistök að ræða. Gjaldkeri stofnuninarinnar haf: árið 1967 gegnt störfum skrifstofu- stjóra í forföHum, starfi, og tekið laun fyrfr, 120 þús- undir í aukaþókmm. HáS húsa- meistari e*S3 sænþykkt þessa þessa greiðslu og ekki af henni vitað. Allar greiðslur hafi verið ná- kvæmlega bókfærðar. Þá hafi skrifstofustjóri fengið heimaverk- efni og fengið sérstaka greiðslu fyrir. Húsameistari segir, að rikisend- urskoðun hafi hverju sinni fengið fulla vitneskju um þessi atriði. HVER BYRJAÐI AÐ VELLA Á MIÐJUM VEGI • Við Islendingar erum oft minntir á nábýlið við nátt- úruöflin og jafnframt þá stað- reynd, að mannanna verk verða oft að víkja, þegar á reynir. Það er a. m. k. ekki annað fyrirsjáanlegt, en Vegagerðin verði að færa til veginn við jarðhitasvæðið á Reykjanesi. Stóri hverinn, sem var þar norður af veginum, hefur nú brugð'ð fyrir sig betri fætinum, fært sig um set. Verður ekki annað séð, en hann ætli sér ein- mitt.að flytja þangað, sem veg- urinn er nú, að því er Jón Jóns- son, jarðfræðingur sagöi Vísi. Á föstudaginn, þegar Jón var þarna á ferðinni rauk upp úr veginum og taldi Jón hann vera viðsjárverðan. Jafnframt hafði orðið mikil breyting á stóra hvernum, sem gefur til kynna aö hann sé að flytja sig, en slíkt er all algengt sérstaklega á há- hitasvæöum. Jón sagði að ekki væri ástæöa til að óttast að þessi breyting hefði nein áhrif á borholurnar, sem gerðar hafa verið þarna i tilraunaskyni vegna fyrirhugaðr. ar saltverksmiðju. Þessar breyt- ingar virðast ekki hafa haft nein áhrif á jarðhitasvæðið í heild. aacr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.