Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 1
Snjór sunnanlanck í morgun Það andaöi köldu í morgun þrátt fyrir það að nokkuð sé liðið á sumar. Norðaustanátt var um allt landíð og heldur hafði kólnað. Snjókoma var á nokkrum stöðurh sunnanlands og frost Austur á 'Hellu mældist 9 sm. jafnþykkur snjór kl. 6 í morgun og 3 tommu sniór mældist á flugvellinum í Vestmannaeyjum, þar sem hiti var á frostmarki. Á Homi var 5 stiga frost á sama tíma í morgun og f Reykjavík varð aðeins vart við snjókomu en hiti eitt stig. Snjórinn varð þó að lúta í lægra haldi fyrir sólargeislunum, þegar leið á morg- uninn. Tilboð ASÍ-manna: 1480 króna kauphækkm á mann — og v'isitalan úr sambandi til hausts — At- vinnurekendur hafa boðið 835 kr. — ASI gefur kost á lækkun yfirvinnukaups Sextán manna nefnd ASÍ lagði um helgina fram sáttatilboð í vinnudeilunni, sem gerir ráð fyrir 1480 króna kauphækkun á mánuði fyrir allt verkafólk, sem hefur innan við 18.000 kr. í grunnkaup. Tilboðið er skriflegt, og aðal- áherzlan er lögð á „leiðina“, það er að tilboð komi fram skriflega og miðað verði við ákveðna kauphækkun í krónutölu, sem sérhver verkamaður fái. Minni áherzla er Iögð á það, hvort kauphækkun er í formi vísitölu- hækkunar eða grunnkaupshækk- unar. Ennfremur er gert ráð fyrir í tilboðinu, að vísitalan verði bundin til haustsins. Hækkun vísitölu valdi ekki kauphækkunum fyrr en um áramótin. Verði fallizt á ofan- greinda grunnkaupshækkun, er í til boði ASÍ gert ráð fyrir, að yfir- vinnuálag á kaup verði lækkað eitt- hvað, þó ekki jafn mikið og var í fyrstu tillögum sáttanefndar, sem lagði til um þriöjungslækkun yfir vinnuálagsins. Þá er krafa um líf- eyrissjóð fyrir alla ASÍ-meðlimi, en engin sérstök áherzla er lögð á flýti í þeim efnum. Talið er, að verkafólk valdi því naumast að Vilja ekki poppmessur Sjá skobanakönnun bls. 8 Hörð samkeppni í dreifbýlinu: Skærur í Hveragerði um ljósastillingar • Hvergerðlngar hrósuðu heldur betur happi í síðustu viku, þegar tveir aðilar birt- ust hiá þeim í þorpinu og buðu þeim þjónustu til þess að stilla ökuljós ökutækja beirra. © Engin slík þjónusta er til á staðnum og í gegnum ár- in hafa Hvergerðingar orðið að leita hennar annars staðar, en nú varð munur á. Fyrst birtist auglýsing í verzlunarglugga frá Lúkasverk- stæðinu í Reykjavík þess efnis, að þeir mundu láta í té þessa þjónustu ákveðna daga gegn 100 króna gjaldi. Svo hvarf þessi auglýsing úr glugganum og önnur birtist frá FlB, um sams konar þjónustu gegn Iitlu verði. Hvergerðingar urðu lítið eitt hvumsa við í fyrstu, en svo hugðu þeir gott til glóðarinn- ar, þegar umboðsmaður FÍB hringdi í bifreiðaeigendur og hvatti þá til þess að nota sér þetta tækifæri. Mörgum þeirra varð líka smáskemmt yfir því, að finna svona I dreifbýlinu merki harðr- ar samkeppni í viðskiptum. Þeim hjá Lúkasverkstæðinu varð þó minna skemmt, þegar I ljós kom, að FlB seldi Hver- gerðingum Ijósastillinguna á 75 kr., en sjálfir treystu þeir sér ekki til þess að selja hana Iægra verði heldur en í Reykja- vík. 100 kr. „FÍB tekur 125 kr. fyrir fé- lagsmenn og 175 kr. fyrir utan félagsmenn í Reykjavík og eru þannig hærri en aðrir, sem taka 100 krónur. En svo gera þeir mun á mönnum í Reykjavík og Hveragerði. Það munar 50 krón- um,“ sagði Björn Ómar Jóns- son, verkstæöisform. hjá Lúkas. „Umboösmaöur okkar í Hveragerði bað okkur um aö útvega Hvergerðingum þessa þjónustu á sama hátt og við höfum gert þetta fyrir þá í Þorlákshöfn undanfarin ár,“ sagði Magnús Valdimarsson, framkvstj. hjá FÍB, þegar blaðamaður VÍSIS innti hann eftir þessu. „Viö buðum honum, ef hann gæti útvegað okkur svipaða að- stöðu, skyldum viö láta fólkið njóta góðs af því í verðinu. Við eyddum engu í húsnæði engu f auglýsingar og tilkostnaðurinn var svo lítill, að við gátum selt þeim stillinguna á þetta mikið lægra veröi.“ * ■■ greiöa mikið í lífeyrissjóö á næst- unni. Sáttafundur er boöaður klukkan tvö í dag. Vinnuveitendur hafa, sem kunnugt er, tvívegis lagt fram sáttatilboð, en fulltrúar launþega gera það nú í fyrsta sinn. TaJiö er, að atvinnurekendur hafi hæst boðið 835 krónur í kauphækkun á mán- uði, auk lífeyrissjóðs, og eirmig hafi þeir gert ráð fyrir auknum m->- 10. síða. Mestu tónleikar íslandssögunnar — 4000 manns í Laugardalshóllinni i gær • Það fór ekki hjá því að Karlakór Reykjavíkur og starfsmanna- félag Sinfóníuhljómsveitar íslands vektu athygli Reykvíkinga á nauðsyn þess, að hér verði reist tónleikahöll. Um 4000 manns mættu á seinni tónleikunum og eru þetta fjölmennustu tónleik- ar, sem haldnir hafa verið á íslandi frá upphafi, ef frá eru taldir útitónleikar. Tónleikamir á Þingvöllum á Alþingishátíðinni hafa t. d. verið fjölmennari, en það er ekki víst að allir þar hafi heyrt hvað um var að vera. • Alls komu um 6000 manns á báða tónleikana, en um 2000 manns mættu á tónleikunum á laugardag. Landið kvaddi hrossin kuldalega # íslenzku hestarnir um borð í hollenzka hrossaflutningaskip- inu, sem sést á myndinni, kvöddu kuldaleg heimkynni, þegar siglt var milli ísspanga frá Sauðárkróki þar sem útskipunin fór fram. Frá því fyrir mánaða- mótin hefur sigling verið ófær fyrir Horn vegna íssins og f morgun var ófær ís á vestan- verðum Húnaflóa eins og undan- farið. • Á bls. 9 í blaðinu í dag er skýrt frá hinni nvju atvinnu- grein, hrossaútflutningnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.