Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 2
OSIK . MSnHftamir maf K.R. sigraði Vestmannaeyiar 4:2 sókn gátu Eyjamenn ekki svarað nema á einn veg. Ólafur Sigurvins- son, efnilegur leikmaður Eyja- manna, sendi knöttinn glæsilega í netið, en því miður í sitt eigið mark. Og þannig var staöan er liöin gengu til sinnar 10 mínútna hvíldar. Síðari hálfleikur var að mestu leyti í höndum K.R.-inga og réðu — og tryggbi sér sigur i Meistarakeppni K.S.I. ■ Skemmtilegri viður- eign KR-inga og Vest- mannaeyinga lauk með sigri Vesturbæjarliðsins á Melavellinum í fyrradag. Með þessum sigri tryggðu KR-ingar sér sigur í Meist- arakeppni KSÍ, en það er keppni á milli íslandsmeist ara og Bikarmeistara. Mörg skemmtileg og góð tilþrif sáust í leiknum og undirstrikar þá staðreynd, að aldrei hafa íslenzkir knattspymumenn verið í eins góðri æfingu sem nú. K.R.-ingar voru sterkari aðilinn og verða ugglaust erfiðir viðureignar f sumar. Vest- mannaeyingamir vom þó alls ekki lélegir í þessum leik, en ekki vom öll þeirra hlaup og spörk með for sjá, þannig harkan bærði meira á sér hjá þeim en K.R.-ingum. Fyrsti stundarfjórðungur leiks- ins var nokkuð tilviljanakenndur og vom leikmenn nokkuð taugaó- styrkir, að því er virtist. Vest- mannaeyingar urðu þó fyrri til að hrista af sér slenið og skora mark. Góða fyrirgjöf Sigmars Pálmason ar notfærði Valur Andersen sér hið ýtrasta með glæsilegri koll- spymu, sem Magnús markvöröur fékk ekki við ráðið. Hann missti knöttinn f netið. Nokkrum mínút- um síðar skorar Aðalsteinn 2:0 fyr ir Eyjamenn eftir fyrirgjöf frá Sævari Tryggvasyni. K.R.-ingar sættu sig engan veginn við þessi tvö mörk og tóku mjög að sækja að Eyjamarkinu. Þessari áköfu Á þriðja hundrað bækur ú mjög lógu verði seldar út þennan múnuð Minningar frá Mööruvöllum, Brynj. Sveinsson kr. 65.00 Minningar úr menntaskóla Ármann Kristinsson, Friörik Sigurbjömsson — 125.00 1 björtu báli, þegar Rvík brann 1915, G. Karlss. — 100.00 Sólbráð, ljóð Jón Benediktsson — 40.00 Haugaeldar, Ijóð, Gísli Jónss. frá Háreksstöðum — 125.00 Töfrar íss og auðna, Ebbe Munck — 80.00 Islenzk ástarljóö, ýmsir höf. — 80.00 Úr dagbók miðilsins, Elínborg Lárusdóttir — 35.00 Bláa eyjan, bréf frá öörum heimi, William Stead — 45.00 1 fótspor meistarans, feröasaga, H. V. Morton — 80.00 Gengis Khan, Harold Lamb — 100.00 Málsvarinn mikli, ævisaga sakamálalögfr. — 100.00 Roosevelt forseti, ævisaga, Emil Ludwig — 65.00 Gríma, íslenzk fræði heftið á — 35.00 Borg örlaganna Louis Bromfield — 55.00 Maðurinn meö stálhnefana, 2. bindi 1000 bls. — 225.00 Læriö aö fljúga, kennslubók. Frank A. Swoffer — 25.00 Sonur eyðimerkurinnar, E. Marshall — 165.00 Dætur fjallkonunnar, Hugrún — 100.00 Island í dag, Guðm. Jakobsson — 300.00 Svalbarðsstrandabók, Júlíus Jóhannesson — 350.00 Siglufjarðarprestar, Jón Jóhannesson — 85.00 Langspilið ómar, Gunnar M. Magnúss — 80.00 Saga nins heilaga Frans frá Ássisi, Fr. J. Rafnar — 35.00 Hugprúðir menn, John F. Kennedy - 60.00 Á sævarslóðum og landleiöum, Óskar Jónsson — 100.00 Ævisaga Einars Benediktss., J. J. frá Hriflu — 150.00 Nú er ég kátur, norðl. fyndni, Rósb. G. Snædal — 150.00 Húnvetningaljóð, Nýall dr. Helga Péturss og Ófeigur Jón- asar Jónssonar frá Hriflu væntanlegt aftur 1 þessari viku. Sennilega síðasta tækifærið að eignast margar af þessum Dókum á þessu lága verði. TÍMARITA- OG BÓKAMARKAÐURINN INGÓLFSSTRÆTI 3 þeir mestu um gang leiksins. Sér staklega vakti það athygli, að eng inn Eyjamaður hafði hug á því að gæta Þórólfs og fékk hann að „mata“ samherja sína óáreittur all an síðari hálfleikinn. Jöfnunarmark- ið skoraöi Ellert úr vítaspymu, er Baldvin haföi verið brugðið innan vítateigs. Baldvin Baldvinsson skor aði tvö mörk til viðbótar með sín- um alkunna krafti og dugnaði og mega íslenzkir framlínumenn gjam an fylgja eins vel og Baldvin gerir. Fleiri urðu mörkin ekki og verða úrslitin að teljast sanngjörn. Nokk ur harka færðist f leikinn síðustu mínúturnar og urðu tveir leikmenn að yfirgefa völlinn, þeir Sigmund ur Sigurðsson, nýliði hjá K.R. og hinn eldfljóti útherji Eyjamanna, Sigmar Pálmason, sem reyndist hafa viðbeinsbrotnaö. Bezti maður K.R.-inga var Þórð ur Jónsson, sem sýndi mjög góðan 16lK íioiui ouxniiicKci cuuicl iUiK ið betur. Þá var Þórólfur góður, en hans var aldrej gætt í öllum leikn um. Magnús markvörður var ó- styrkur í fyrri hálfleik, en óx as- megin er hann setti upp sína „Bon etti“ hanzka í síðari hálfleik. Ell- ert var óöruggur á miðjunni. Valur Andersen var lang bezti maður Eyjamanna og var hann á- samt Þórði, bezti maður vallar- ins. Sævar er alltaf fjörugur, en fær ekki nóg út úr leik sínum. Páll markvörður varði oft meistaralega, en var þó nokkuð óöruggur. Dómari var Jörundur Þorsteins- son. Hann er mjög áhugasamur dómari og mætti því að ósekju kynna sér dómaralögin. Páll Pálmason, markvörður Vestmannaeyinga, varði oft meistaralega. Hér ver hann hörkuskot frá Sigmundi útherja KR. Flestir atvinnumarkmenn gætu verið stoltir af slíkri markvörzlu! England sigraði Skotland 41 — Wales náði jafntefli v/ð N-lrland West Ham leikmennirnir Geoff Hurst og Martin Peters voru teknir að nýju inn í enska landsliðið á laugardaginn er Skotar og Englend- ingar léku til úrslita f brezku meistarakeppninni. Og Sir 'Alf Ramsey þarf ekki að sjá eftir því. Þessir tveir frábæru leikmenn skutu Skotunum svo sannarlega skelk f bringu eða öllu heldur skutu þá í kaf. Þeir skoruðu öll mörk Englendingana og voru beztu i..enn vallarins ásamt hinum sí- unga leikmanni Bobby Charlton. Á fertugsaldri er hann álitinn vera meðal snjöllustu knattspymu- manna veraldar. Leikurinn á laug- ardag var mjög vel leikinn og gengu þau 100 þúsund manns, sem leið sína lögðu á Wembley, góða knattspyrnu fyrir peninga sína. Staöan í hálfleik var 2—1. Eng- lendingum í vil og skoraði Colin Stein mark Skotanna. Hurst og Peters skoruCu mörk Englending- HI ÍiiyiáiÉiii ana, tvö hvor og skoraði Hurst annaö mark sitt úr vítaspymu. Keppnin um þriöja sætið var á milli Wales-manna og N.-Ira og var sá leikur leikinn á laugardag í Belfast. írarnir áttu allan leikinn og voru allan tímann í stöðugri sókn. Með George Best, átrúnaöar- goö ajlra brezkra unglinga, sem bezta mann tókst þó írunum ekki að skora og lauk leiknum því meö jafntefli. Lið brezku meistarana var þann- ig skipaö: Banks (Stoke) Newton (Everton), Cooper (Leeds), Mullery (Totten- ham). Labone (Everton), Moore (Wes’t Ham), Charlton (Manch. U.), Peters (West. Ham.), Lee (M. City), Hurst (West. Ham.), Ball (Everton). Úrslitin farandi: í keppninni urðu eftir- England 3 0 0 6 8—3 Skotland 1 1 1 3 7—8 N.-írland 0 2 1 2 2—3 Wales 0 1 0 1 4-7 Reykjavík og Akranes leika á fimmtudag Hin árlega bæjakeppni Reykja- víkur og Akraness fer fram n.k. fimmtudag og hefst leikurinn á Melavellinum kl. 14. Mikill áhugi hefur ávallt fylgt leik þessara að- ila. Akurn.singar eru með mjög ungt lið og til alls líklegir í sumar. Verður eflaust gaman aö sjá hvern- ig liðinu tekst gegn hálfgerðu „Arsenal“-Iiöi Reykvíkinga. KRR hefur nú valið lið Reykjavíkur og verður það þannig skipað: Sigurður Dagsson, Jóhannes Atlason, Þorsteinn Friöþjófsson, Þórður Jónsson, Ellert Schram, Halldór Björnsson, Eyleifur Haf- steinsson, Reynir Jónsson. Þórólfur Beck, Hermann Gunnarsson, Hreinn Elliðason. Varamenn: Diðrik Ólafsson, Björn Árnason, Sigurbergur Sig- steinsson, Asgeir Elíasson, Mart- einn Geirsson, Halldór Einarsson og Sigurþór Jakobsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.