Vísir - 12.05.1969, Síða 3

Vísir - 12.05.1969, Síða 3
VÍSIR. Mánudagur 12. maí 1969. íslendingar kæra „stjörnu" sænska landsliðsins — Sænsku risarnir unnu léttan sigur 79:51, en fólskuleg árás Hasse Albertsson á Jón Sigurðs- son vakti mesta athyglina Sænska körfuknattleiks- stjaman Hasse Albertsson var í gær kærð fyrir fram- komu sína gegn einum ís- lenzku leikmannanna í leik tiðanna í EM í körfuknatt- leik í Eriksdalshallen í Stokkhólmi. Þúsund áhorf- endur horfðu á hvemig Hasse slæmdi til Jóns Sig- urðssonar, hins kornunga leikmanns, — hlaut hann slæmt högg og missti tvær tennur, en að öðru leyti hlaut hann engan skaða af. Dómararnir sáu atvikið ekki. Svfar reyndust algjðrir ofjarlar okkar í þessum leik, segir Jón Ey- steinsson í símatali eftir leikinn. Eftir 8 mín. var staðan 20:4 Svíum í vil. Þá fylgdi góður íslenzkur kafli og undir hálfleiksiokin var engu ifkara en aö ísland myndi jafna, var staðan í hálfleik 30:26 fyrir Svía. Seinni hálfleikur var hálfgerð martröð fyrir ísland. Leikmenn höfðu verið haröir og grófir við hina hávöxnu Svía, sem höfðu 3 menn yfir 2 metra á hæð. Var Birg ir Öm Birgis t.d. kominn með 4 villur eftir 8 mínútna leik, en í hálf leik var Þorsteinn Hallgrímsson kominn með 3 villur og Kristinn tvær. Þarð Þorsteinn t. d. að fara af velli snemma í seinni hálfleik með 5 villur. Eftir 4 mínútur var staðan 39:26, 9 stig í röð fyrir Svía. Nokkru síöar er staðan 39:30, en þá koma 10 stig í röð frá Svíum, 49:30. Þannig gekk leikurinn, Svíar juku heldur við forskotið, staðan var t.d. 55:38 á 14. mínútu, 63:40 á 17. mfn. og Litlu bikarkeppninni í knatt- spymu var fram haldið um helgina. Akumesingar máttu teljast heppn- ir, að ná f annað stigið gegn Hafn firðingum f Hafnarfirði. Hafnfirö- ingar sýndu sinn albezta leik í sum ar og höfðu 1:0 í hálfleik. Bættu þeir öðru marki við fljótlega í síð ari hálfleik. Akurnesingum tókst að jafna metin, en sigur Hafnfirð- inga hefði verið sanngjarn. 73:45 á 19. mín., en leiknum lauk^ með sigri Svía 79:51. Þorsteinn, Birgir og Jón Sigurðs son urðu að fara af velli vegna 5 villna, en það var einmitt, þegar Jön ætlaöi að yfirgefa völlinn, að sænski risinn greiddi honum högg ið. Jón, sem er yngsti maður liðs- ins, 18 ára gamall, var annars bezti leikmaður íslands i gær og kom á óvart. Skoraði hann 8 stig í röð f seinni hálfleik og var frábær jafnt í sókn og vörn. Þorsteinn Hallgrímsson skoraði 16 stig fyrir ísland, Einar Bolla son 8 og hirti fjölda frákasta, en erfiðleikar liðsins voru fyrst og fremst fólgnir í því að þeir vom margir með fjölda villna, 6 menn með 4 og 5 villur þegar yfir lauk. Jörgen Hansson skoraði langmest fyrir Svía og var þeirra bezti mað- ur, skoraði hann 26 stig. í kvöld leika fslendingar við Tékka. í Kópavogi léku heimamenn við Keflvíkinga og sigruðu þeir síðar- nefndu með 2 mörkum gegn einu. Keflvíkingar hafa nú örugga for- ystu í keppninni með 8 stig, en Akurnesingar hafa 5 stig. \ myndinni: Karl Marx, markvörð- ir Hafnfirðinga, taldi ekki alltaf istæðu til að taka knöttinn með íöndum. Akurnesingar heppairað^ná jafntefli í Hafnarfirði Fram sigraSi Þrótt 3-0 MELAVÖLLUR Reykjavíkurmófið í kvöld kl. 20.30. VALUR - VÍKINGUR — í kuldalegum leik i gærkvöldi í sunnan fimm vindstigum sigr- uðu Framarar lélegt lið Þróttar með þremur mörkum gegn engu i Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkveldi. Leikurinn var frekar tilþrifalítill og fátt um fína drætti. Framarar voru þó litlu betri en Þróttarar, sem svo sannarlega áttu skilið að skorað í þessum leik. Kuldinn ha'föi sín áhrif á leikinn og virtust flestir leikmennirnir frekar vilja vera innandyra en úti á leik- vellinum. Þróttarar hafa mörg undanfarin ár haft mörgum efni- legum leikmönnum á að skipa, en einhvern veginn hverfur allur „þróttur" úr þeim, er til stórátaka kemur. Fyrri hálfleikur bauð upp á litla spennu eða keimlíkur þeim síðari. Framarar skoruðu eftir 15 mínútna leik og skoraði Ásgeir Elíasson með kollspymu. Marteinn Geirsson bætti öðru við skömmu síðar eftir mistök í vörn Þróttar. Þannig lauk fyrri hálfleik, rátt fyrir að Þróttar- ar hefðu fengið mýmörg tækifæri til að jafna metin. Síðari hálfleikur var 1 e'.C. '°gur á að horfa fyrir hina 120 áhorfendur, sem leið sína lö'-ðu á Melavöllinn. En markalaus mátti hálfleikurinn ekki vera og bað sá Árni Njálsson, línuvörður um. hann var svo krókloppinn að hann gat ekki lyft veifunni, er Hreinn Elliðason var staddur 4 metra fyrir innan Þróttar-vörnina Til sölu varahlutir í Ford ’55.og ’58. Sími 34076. og skoraði þriðja markið. Skástu menn þessa leiðinlega I ari var Valur leiks voru þeir Jóhannes Atlason | dæmdi vel. og Birgir Bjarnason, bráðefnilegur markvörður Þróttar. Aðrir leik- menn eru ekki umtalsverðir. Dóm- Benediktsson og Dómari: Þorvarður Björnsson. Línuverðir: Hinrik Lárusson og Gestur Jónsson. MÓTANEFND feróaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 Þvi er slegió f'óstu: Hvergi meira fyrir peningana 15 dagar, Mallorca. Kr. 11.800 — 25% fjölskylduafsláttur. — HÓPFERÐAAFSLÁTTUR. Brottför annanhvern miðvikudag, og að auki annanhvern föstu- dag. júlí, ágúst og september. Þér getið valið um 15 daga ferðir til Mallorca, eða viku á Mallorca og viku á meginlandinu. Viku á Mallorca og viku með skemmtiferðaskipi um Miðjarðarhafið, en flestir velja aðeins Mallorca, þar er skemmtanalífið, sjórinn og sólskinió eins og fólk vill hafa það. Fjölsóttasta ferðamanna paradís i Evrópu. Fjölbreytt úrval skemmtiferða til Barcelona, Madrid, Nizza og Alsír. Nú komast allir í sumarleyfi til sólskins- landsins, með hinum ótrúlega ódýru leiguferðum SUNNU beint til Spánar. Miðvikudagsferðir flestar 17 dagar — Tveir dagar í London á heimleiö. Kaupmannahöfn, 15 dagar. Kr. 11.800 Brottför 5. júli, 19. júlí, 2. ágúst, 16. ágúst og 30. ágúst. Óvenjulegt tækifæri til að komast í ódýrar sumarleyfisferðir til Kaupmannahafnar og margra annarra landa, þaðan í sambandi við þessar ódýru feröir. Biðjiö um nýja ferðaáætlun. Eigin skrifstofur SUNNU á Mallorca og í Kaupmannahöfn, með íslenzku starfsfólki, veita farþegum okkar ómetanlegt öryggi og þjónustu. Pantið snemma, því marg- ar SUNNU-ferðir í sumar eru að verða þéttbókaðar. Þér fáið hvergi meira fyrir peningana og getiö valið úr öllum eftirsóknarveröustu stöðum í Evrópu. ferðirnar sem folkið velur

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.