Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 8
V11» 1 ii. Mánudagur 12. maí 1969. VISIR Otgetandi ReyKjaprent U.t. Framkvæmdastjórí Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjón: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri; Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simat 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simj 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 145.00 * mánuði innanlands I lausasöJu kr. 10.00 eintakið °rentsmiðja Visis — Edda h.f. ÆS Nýja fæðingardeild sem fyrst Qleðileg vakning hefur orðið í heilbrigðismálum okk- ar á undanförnum árum, eftir að þau höfðu árum sam- an gegnt hlutverki Öskubusku í ríkisbákninu. Mikil uppbygging og endurnýjun hefur átt sér stað og ber þar hæst stækkun Landspítalans og nýja Borgar- sjúkrahúsið. Okkar sjúkrahúsmál eru að mörgu leyti komin í fullkomið nútímahorf. En að sjálfsögðu er enn ekki allt fullkomið. Mörg nauðsynleg verkefni biða enn úrlausnar. Þar er fyrst að nefna aðstöðuna til kvensjúkdómalækninga, sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu. Jóhann Hafstein heilbrigðismálaráðherra lýsti því yfir á Alþingi fyrir helgina, að unnið væri kappsam- lega að undirbúningi viðbyggingar við Fæðingardeild Landspítalans og teldi arkitektinn, að teikningar gætu verið tilbúnar eftir ár. Sagði ráðherra, að bygg- íng gæti þá hafizt strax. Til þess að brúa bilið, unz þessi bygging kemur að gagni, hafa verið tekin sex rúm á Landspítalanum undir kvensjúkdóma. Má vænta þess, að biðlistinn, sem myndazt hefur á því sviði, verði tæmdur á nokkrum vikum. Munu þá kon- ur ekki lengur þurfa að bíða eftir sjúkrahúsvist, ef þær þurfa á bráðri hjálp að halda. Að sjálfsögðu væri æskilegast, ef hægt væri að byrja strax á byggingu fullkomins húss fyrir kven- sjúkdómadeild. En þeir sérfræðingar, sem fjalla um þessi mál, telja ekki hægt að rubba upp slíkum hús- um. Þeir telja, að undirbúningur verði að vera vand- aður og allur útbúnaður mjög fullkominn. Og reynslan sýnir líka, að það er betra að vanda teikningar og áætlanir, svo að færri veggi þurfi að brjóta eftir á. Allir eru sammála um, að stækkun Fæðingardeild- arinnar verði að flýta eins og kostur er. Konur hafa af eðlilegum ástæðum sýnt þessu máli sérstakan áhuga. Sum kvenfélög hafa gefið háar fjárhæðir til byggingarinnar og er líklegt, að fleiri fylgi á eftir. Þetta framtak kvenna er ráðamönnum Landspítal- ans mikil hvatning til að hraða undirbúningnum sem mest má verða. Kvenþjóðin á mikinn þátt í eflingu heilbrigðismálanna á undanförnum árum, og þess vegna væri kaldhæðnislegt, ef kvensjúkdómar og fæð- ingarhjálp sætu áfram á hakanum í sjúkrahúsamál- unum. Og nú sjá menn einmitt fram á, að þessi mál fari að komast í örugga höfn. Finnst mönnum ekki bezta lausnin að byggja veru- lega vandað og vel búið hús fyrir kvensjúkdómalækn- ingar og fæðingarhjálp, þótt það taki lengri tíma en bygging flausturshúss, þegar jafnframt er fengin að- staða á aðalspítalanum til að brúa bilið, unz full- komna húsið kemst í gagnið? Flestir ættu að geta crð- ið sammála um þetta, með því skilyrði, að arki- tektar, skipulagsyfirvöld, læknar og heilbrigðisyfir- völd hraði málinu eins og frekast er unnt. Og ljóst er, að allir aðilar munu reyna að standa sig í þessu máli. i i visiisra: „Teljið þér poppmessur eða dægurtíðir æski- legar?“ Helgi Guðmundsson, stud phil: Endilega, sem oftast, en ég er fús til að breyta um skoðun hvenær sem er, þegar ég hef kynnt mér málin. Haukur Björnsson, viðskiptafr.: Ég tel að þær eigi rétt á sér, inn an kristilegs ramma þó. Það er ekki sama hvernig á er haldið, heldur verður að gæta velsæm- •s. Friðrik Watlini: Ég hef ekki hugsað út í það. Alfreð Einarsson, kennari: Sjálf ur hef ég aldrei verið við slíka messu og get varla dæmt um þetta. En ég er ekki hrifinn af því að hafa slíkt fyrirbæri f kirkju. Bjami Gíslason, kennari: Mér finnst þær misskilningur á eðli málsins, sem er trúin. Hjörtur Elfasson, lögregluþjónn: Aö órannsökuðu máli held ég ekki, að þær séu æskilegar. Þetta er ekki rétt form á guðs dýrkun Ég held, að leita þurfi annarra ráða til að laða ungl ingana að kirkjunni. „Æfla þeir að ná til drykkjumanna Með drykkjuveizl- um í kirkjunum?" A Staða kirkjunnar í nútím&þjóðfélagi hefur verið mjög til umtals á umliðnum árum og áratugum. Þær raddir hafa gjaman heyrzt, að skipulag kirkjunnar sé slíkt, að það hentaði þjóðfélaginu ágætlega, - eins og það var um alda- mótin eða jafnvel enn lengra aftur í tímann. O- Kirkjan sjálf hefur ekki algjörlega hafnað þessari gagn- rýni, heldur hefur hún reynt í mörgum tilvikum að að- laga sig breyttum tímum, þar sem það á við. Ýmsar breyting- ar á þjóðkirkjunni hafa raunar orðið sjálfkrafa með breytt- um þjóðfélagsháttum. Jslenzka þjóðkirkjan er ekki A lengur það afl í ýmsum ver aldlegum málum eins og áður var, þegar sóknarprestar voru ef til vill einá yfirvaldið úti um landsbyggöina og stjómuðu t.d. menntamálum heilla byggð arlaga. Kirkjan verður að finna sér ný verkefni fyrir þau, sem hún hefur misst, ef hún á að lifa af breytta tíma, segja margir. Þessi verkefni hljóta að verða á sviöum félagsmála. Kirkjan á að vera hið sívakandi félags- lega afl, sem finnur hvar skór inn kreppir á hverjum tíma eða 25%, sem er lág tala, þegar haft er f huga að flestir vilja telja sig frjálslynda og eru hlynntir nýjum tilraunum. Það þarf varla að undra nokk urn, þó aö margir hafi verið óákveðnir í afstöðu sinni. Bæði er það, að fáir þekkja popp- messur af eigin raun og svo einnig hitt, að mikils tómlætis hefur gætt um málefni kirkjunn ar, þó að töluverð breyting virð ist þar á að verða. Það ber kannski að undrast, að þeir voru þó ekki fleiri en rúmlega fjórðungur eða 26%. Kannski einmitt þetta, að 74% skuli Niðurstöður Or skoðanakönnun VÍSIS urðu, sem hér segir: Já............ 59 eða 25% Nei.........118 eða 49% Óákveðnir.. 63 eða 26% Ef aðeins eru taidir þeir, sem afstöðu tóku, lítur tafian þannig út: 1 Já ......... 33% Nei......... 67% og grípur í taumana. Eitt mik- ilvægasta verkefnið að þessu leyti verði málefni unglinga. Nú hefur það verið vandamál kirkjunnar að ná til ungling- anna. Þeir hafa verið afskipta- lausir um kirkjuleg málefni, þannig að kirkjan hefur átt af- ar óhægt um vik að sinna þess um málefnum. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að ná til ungling- anna og nú síðast sú tilraim, sem mest umtal hefur hlotið eöa notið. Þetta eru poppmess urnar frægu, sem almenningur virðist hafa mjög skiptar skoð anir um. 32. skoðanakönnun VÍSIS beindist þvi að spurningunni: „Teljið þér poppmessur eöa dægurtíðir æskilegar?" Niðurstaða könnunarinnar er mjög ótvfræð. Aðeins fjórðung ur svaraði spumingunni játandi mynda sér skoðun um málið sýni, að áhuginn á málefnum kirkjunnar hefur aukizt. Nær helmingur af þeim, sem voru spurðir, var á móti þess- ari nýju tilraun eða um 49%. Það er hæpið, að þessir sömu séu á móti helgileikjum á borð við Bartímeus blinda, sem leik inn var í Háteigskirkju i gær- kvöldi En það getur verið að þeir hefðu verið það, ef ártalið hefði verið 1769, en ekki 1969. Þeir, sem voru á móti popp- messunum, vom margir harðir í dómum. Svörin hljóðuðu eitt- hvað á þessa leið: „Nei absalút ekki. Ef það er ekki hægt að ná unglingunum öðm vísi í kirkju, þá á að sleppa þessu. Hvemig ætla þeir þá að ná tll drykkju- mannanna? Ef til vill með þvl að hafa drykkjuveizlur t kirkjun- um.“ „Eg er gamaldags og vil hafa kyrrláta stund 1 kirkju,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.