Vísir - 07.06.1969, Side 8

Vísir - 07.06.1969, Side 8
8 V í S I R . Laugardagur 7. júni 1969. VISIR Dtgeíandi ReyKjaprent h.t. Framkvœmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaístrætí 8. SSmi 11660 Ritstjórn: Laugaveg) 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 4 mánuði innanlands I lausasöíu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda hi. Hugarfarsbreyting ? Qleðiefni var að sjá það í forustugrein Tímans í fyrra- dag, að æskilegt væri að fyrirtæki gætu eignazt „veru- lega sjóði“, svo að þau þyrftu ekki að stríða við rekstrarfjárskort og sæta óhagstæðum lánakjörum á rekstrarfé. Þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf haldið fram, en sú skoðun hefur löngum átt litlu fylgi að fagna hjá núverandi stjórnarandstöðu flokkum, þegar fyrirtæki einstaklinga áttu í hlut. Segja má, að það hafi lengi verið eitt af stefnumálum Framsóknar- flokksins að ganga milli bols og höfuðs á einkarekstri a.m.k. þeim, sem pólitískir andstæðingar stjórnuðu. Og allir vita hvern hug kommúnistar hafa borið til einkaframtaksins og hvaða orð þeir hafa valið þeim mönnum sem reyna að reka fyrirtæki sín með ein- hverjum hagnaði. Þessi langvinni áróður hefur haft sín áhrif. Og eins og Tíminn segir eru margir, „sem telja það líka óheil- brigt, ef fyrirtæki hafa sæmilega afkomu“. Og það er sannarlega kominn tími til, að úr þessari átt komi hvatning um að launþegar og atvinnurekendur íhugi í sátt og samlyndi hvernig tryggja megi fyrirtækjun- um heilbrigðan rekstrargrundvöll. Af slíku samstarfi mætti áreiðanlega vænta góðs árangurs, og því mætti koma til leiðar, ef pólitísk ófriðaröfl gætu setið á sér og látið málið afskiptalaust. Einkaframtakið hefur verið á undanhaldi hér á íslandi síðari árin. Flest stærstu atvinnutækin eru í eigu ríkisins, sveitarfélaga og samvinnufélaga. Það er ef til vill vegna þess sem Tíminn er að komast á þá skoðun, að fyrirtækin þurfi að eignast sjóði. Sam- vinnufélögin hafa fundið fyrir því eins og aðrir at- vinnurekendur, að rekstrarfjárskorturinn kemur sér illa. En það er alrangt hjá Tímanum, að núverandi stjórnvöld sjái enga leið til að efla atvinnureksturinn, en þá, að halda kaupgjaldinu sem lægstu. Stefna viðreisnarstjórnarinnar hefur frá upphafi verið sú, að reyna að tryggja atvinnutaékjunum ör- uggan rekstrargrundvöll. En hún hefur mætt þar svo harðsnúinni andstöðu stjórnarandstæðinga, að sá ár- angur hefur ekki náðst, sem að var stefnt. Til þess þurfti að stöðva verðbólguna. Víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags máttu ,ekki halda áfram. Kaup- hækkanir umfram það, sem aukning framleiðslunnar leyfir, eru engar kjarabætur. Tíminn vitnar í Ford gamla og segir að hann hafi stefnt að því að greiða starfsfólk’ sínu sem hæst laun. Það má rétt vera, en hann braut aldrei þetta lögmál. Hefðu stjómarandstæðingar viljað leggja viðreisn- arstefnunni lið, eða a.m.k. lofað stjórninni að fram- kvæma hana í friði, í stað þess að reka gegn henni beina skemmdarstarfsemi, hefði mátt komast hjá sumum þeim efnahagserfiðleikum, sem nú er við áð stríða. Samstaða, en ekki sundrung, er. það sem mest ') ríðurá. ' ' i & ; (. Forsetafundurinn á Midway-ey hefst á morgun • Sl. þriðjudag lagði Richard M. Nixon Bandaríkjaforseti af stað áleiðis til Midway-eyjar á Kyrrahafi en þar hefst á morgun fundur hans og Nguyen van Thieu forseta Suður-Viet- nam. Fyrir burtförina frá Washing- ton hélt forsetinn fund með stjóm sinni og öryggisnefnd Bandaríkjanna, en i henni eiga sætj helztu ráðunautar forset- ans, utanríkisráöherra, land- varnaráöherra og fleiri ráðherr- ar, æöstu menn landhers, flug- Nixon. hers og flota. Á þessum fundi Nixons og trúnaöarmanna hans' var lögð fram skýrsla Williams P. Rogers utanríkisráðherra um 18 daga ferð, er hann nýlega fór. en hann fór ailt til Saigon í Suöur-Vietnam og ræddi við van Thieu forseta. Vakti það mikla athygli, er Rogers utan- rikisráöherra sagði i gær á fundi með fréttamönnum aö Nixon og van Thieu gætu fallizt á þátt- töku kommúnista í samsteypu- stjórn aö loknum frjálsum, lýð- ræðislegum kosningum við eft- irlit. Ekki er þörf að fjölyröa um hversu ástatt er á friðarráð- stefnunni í París, þegar forset- arnir byrja viðræður sínar. Þar örlar ekki á samkomulagi, þótt alltaf sé verið að láta f það skina, að eitthvað miði á leynilegum fundum, en iöulega er gefið í skyn, að á ráðstefnunni sé ekki veruiegs árangurs að vænta, fyrr en einhver skriður fari að komast á málin i viöræöum aö tjaldabaki. Vitað er, að ágreiningur hef- ur veriö um viss atriðp milli Bandaríkjanna og Suður-Viet- nam, m. a. varðandi myndun nýrrar ríkisstjómar í Suður- Vietnam, einkum aöild þjóðfrels ishreyfingarmanna að slíkri stjórn o. fl., og vitað er, að á- tök eru um sitt af hverju og samkomulagið ekki sem bezt milli bandarísku herstjórnarinn- ar og stjórnar Suður-Vietnam, og hefir nýlega heyrzt aö Bandaríkin hafi ekki afgreitt 300 milljöna dojlara aðstoð við Suður-Vietnam, til þess að knýja stjómina^ til að vera samkomulagsliprari. Yfirlýsing Rogers kom því óvænt. Samkomulag millj S.V. og Bandaríkjanna verður vitanlega aö vera fyrir hendi til þess að tpögulegt sé, aö Bandarikin geti beitt sér í samkomulagsumleit- unum við Norður-Vietnam. Ef spurt væri um hver væri afstaöa Suður-Vietnamstjórnar til krafanna um þátttöku í sam- steypustjórn er bezt að vitna i það seinasta sem um þetta hefir borizt frá henni sjálfri. Skv. frétt frá Saigon í vikunni flutti van Thieu forseti ávarp til þjóðarinnar í útvarp og sjón- varp og lýéti yfir, að „samsteypustjóm í S.-Viet- nam kæmi ekki til greina“, og hafnaði hann samtímis ó- sanngjömum kröfum þjóð- frelsishreyfingamnar (NLF- National Liberation Front). Þegar forsetinn flutti þessa ræðu var hann nýkominn heim úr heimsóknum í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, og frá Tai- wan (Formósu). í ferðum þess- um ræddi hann við forseta Suður-Kóreu Park Chung og forseta kínverskra þjóöemis- sinna á Formósu, Chiang Kai- shek marskálk. Kvaö van Thieu þá hafa lýst yfir stuðning; við stefnu Suöur- Vietnam-stjórnar, og þeir væm mótfallnir einhliða brottflutn- ingi bandarísks herliðs frá Suð- ur-Vietnam, frestun á fram- kvæmd stjómarskrárinnar og þingrofl. Hann kvað þá einhuga í stuðn- ingi við Suður-Vietnam að leita ábyrgöar, sem að gagni kæmi, til varnar Suðaustur- Asíu gegn kommúnismanum. Van Thieu nefndi ekki hern- aðarlegt samstarf, en hann kvað um einingu að ræöa um land- búnaðar-, efnahags- og tæknileg mál. Van Thieu ræddi ekki sér- staklega fund þann, sem nú stendur fyrir dyrum á Midway- ey. Hann kvaöst mundu reyna að fá loforö um, -að bandarískt herlið yrði ekki flutt burt, nema Norður-Vietnam geröi samtímis hliðstæðar ráöstafanir til brott- flutnings á sínu liði, en Banda- ríkjastjórn mun vílja flytja heim 100.000—150.000 banda- ríska hermenn á þessu ári. Eins og sjá má af því, sem hér hefir veriö tekið fram, virð- ist það að minnsta kosti vafa- mál, aö náöst hafi „pottþétt" samkomulag um samsteypu- stjórn f S.V., sem „kommúnist- ar“ (þjóðfrelsishreyfingin) fái sæti í. Rogers. LESENDUR M HAFA ORÐIÐ □ Stórir bílar byrgja útsýnið. Ég er nú bara ósköp venju- legur miðaldra kvenmaður og hef eins og flestir tvö augu! Þau hef ég reynt að nýta mér til hins ýtrasta, og þarf ég ekki að kvarta yfir ófögru umhverfi hér f henni blessaðri Reykjavík. Ég bý við fremur fáfama götu, Ás- vallagötu og hvorki er hún breið né stór. En nú hefur ánægjan skyndilega minnkaö við það aö búa við þessa götu. Stórir bílar hafa aukið komur sínar til okk- ar og er þeim jafnvel lagt þar svo sólarhringum skiptir. Eru þe.tta fiskbílar, tankbílar og mikiö af alls kyns vörubílum. Veit ég þess dæmi, að menn sem búsettir eru við aðra götu, leggi bílum sfnum við götuna, því auð vitað vilja þeir ekki sjá þá nærri heimilum sínum. Þessir bflar skemma svo fyrir okkur þaö litla útsýni, sem við höfum, auk þess sem þeir hafa vakið upp alveg óþolandi hávaða. Við íbú- amir verðum aö reyna aö hrópa á hjálp. ( L. s. V. □ Sendið trúnaðar- lækna heim til þeirra. Þessa dagana er mikíð rætt um atvinnuleysi. Ósjálfrátt vakn ar sú spuming hjá mörgum, hvort menn sem fulla atvinnu .hafa, ræki störf sín samvizku- samlega. Ég hef nokkra hug- mynd um þetta hjá þeirri stofnun, sem ég vinn hjá. Starfs liðið er mikið og allir þiggjum við laun hjá rfkinu. Veikinda- frí eru nokkur, enda er varla mik iö við þvf að gera. En það sem kom mér tij að leggja orð í belg er það hve inargir menn hjá þess ari stofnun misnota sér veikinda fríin. Nokkrir eru þeir, sem bein Ifnis hverfa í 2—3 vikur vegna óreglu og tilkynna að þeir liggi „fársjúkir" heima. Ég vildi koma því á framfæri, hvort ekki væri unnt aö senda trúnaðar- lækna heim til þeirra, sem „veik ir“ liggja. Einn þeirra manna, sem ég vinn með, „lá þungt hald inn“ heima hjá sér í tvær vikur fyrir skömmu, að þvf er sagt var og á meðan var annarri hæðinni slegið upp f einbýlishúsi sem hann er að reisa. Þar starfaði hann sem verkstjóri fyrir heil- um vinnuflokki og þáöi full laun hjá ríkinu! Betra eftirlit. G.P.Ð.Á. □ Hver er þróunin? Alltaf eru einhverjir að reyna að verja unglingana f orðum og gjörðum. Heimilunum er kennt um hvernig ástandiö er og ungl- ingarnir sýknaöir með öllu. Þetta gengur ekki lengur. Unglingam- ir fá heilt hús á góöum stað í borginni til að skemmta sér. — Áhugi enginn. Unglingamir fá stórkostlegan útivistarstað í Salt vík. Énginn áhugi. Þeir vilja að- eins gera það, sem þeim er ó- heimilt. Lftið dæmi. Þingvellir um hvítasunnuna. Lengra og lengra niður færist áfengislöng- unin og er það spá mín, að inn; an fárra á,ra vilji nýfædd böm fá áfengi á pelann, ef ekkl verður gripið til einhverra ráöstafana. Ábyrgðartilfinning unglinga í dag er engin, eða hefur e.t.v. aldrei verið. Spakur. a

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.