Vísir


Vísir - 07.06.1969, Qupperneq 9

Vísir - 07.06.1969, Qupperneq 9
V í S IR . Laugardagur 7. júní 1969. 9 Lesendur □ Kalda stríðið í sundlauginni. Það er naumast þeir halda, þessir herrar i Sundlauginni 1 Laugardal, að við séum mikil hraustmenni, sem við og við drepum þar fæti niður. Það er eins og það sé eitthvert lífs- spursmál aö halda vatninu sem næst frostmarki, að minnsta kosti í grunnu lauginni. Þetta hefur orðið til þess, að ég get ekki lengur farið meö syni mína ofan í laugina, en verð þess í stað að láta nægja að fara með þá í heita kerið! Hvernig væri- nú að stilla þessu ögn í hóf? Barnakarl. □ Við eigum heimt- ingu á því að vita um launin! í framhaldi af blaðaskrifum um óheiöarleika sýslumanna og annarra opinberra embættis- manna ríkisins langar mig til að spyrja. Hvað hafa forstjórar Sambandsins í mánaðarlaun og hvaða fríðindl hafa þeir? Emb- ættismenn ríkisins, sem kraf- izt er háskólaprófs af, hafa hæst ca. 23—25 þúsund krónur á mánuði. Meðan skattborgarinn er neyddur til að greiða hundr- uð milljóna á ári í niðurgreiðsl- ur á landbúnaðarafurðum, sem Sambandið og kaupfélögin eru söluaðilar að, eigum við hvorki meira né minna en heimtingu á þvf að fá að fylgjast með laun um þessara manna, engu siður en ríkisstarfsmanna. Það hefur mikið verið talaö um skuldir Sambandsins við bankana, og er skýringin sú, að viö greiðum ekki nægilega mikið í skatta! Hvers er krafizt af þessum mönnum? Ung húsmóðir. □ Auðvitað hækkar mjólkin! Mjólkin hefur hækkað. Það vita húsmæöurnar. Ég held jafn vel að viö getum talizt heppin meðan hún hækkar ekki enn meira. Dreifingar- og sölukerfi Samsölunnar er vægast sagt brjálæðislegt. Það vita húsmæð- urnar. Það er lítið sem ekkert að gera í mjólkurbúðunum eftir há degið. Það vitum viö húsmæö urnar. En flestar búðirnar eru alla daga yfirfullar af starfsstúlk um. Eingöngu „dýrustu" horn borgarinnar koma til greina fyr ir mjólkursölu. Ekkert annað er nógu gott. Það vita Samsölu- menn! Kaupmenn hafa boðizt til að selja mjólkina úr. matvöru- verzlunum sínum, án viðbótar- álagningar. Það vita húsmæðurn ar. Við húsmæðumar erum aldrei spurðar um eitt eða neitt. Þáð gæti ef til vill haft f för með sér einhvern „óþarfa spamað", sem Samsalan kann ekki við. Nei nei hækkum mjólk ina, aukijm kostnaðinn enn meira og drepum okkur í volæði. Ein, sem vill spara. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 ^ísir hefur gert tilraun tii að rannsaka og áætla tekj- ur þjóðarbúsins af komu er- lendu skemmtiferðaskipanna hingað til lands í sumar. Mun reynt að gera grein fyrir þeirri áætlun í stuttu máli, en taka verður vara við þvf, að slík áætlunargerð er mjög vanda- söm, og næstum útilokað, án heppni, að komast að alveg réttri niðurstöðu. Er það eink- um vegna þess, hve rannsókn- ir í þessum efnum eru Iitlar hér og því úr litlu að moða. Tökum sem dæmi eitt skemmti ferðaskip, sem hingað kemur með um 550 farþega. Gerum ráð fyrir, að skipið dvelji hér tæpan sólarhring. Aö morgni komudags eru farþegar fluttir í land, og þaðan liggur leið flestra í skoðunarferðir, austur á Þingvöll, ef um lengri dvöl er að ræða, með viðkomu i Hveragerði. Ef til vill og í lang flestum tilfellum fær ferðafólk- iö sér hressingu á leiðinni og komið er til Reykjavíkur um eftirmiðdaginn. Þá er tekið til við að fara í minjagripaverzlanir, og margir eyða þar hundruöum króna. Hér er að langmestu leyti eða öllu leyti um íslenzkar vörur að ræða. □ Misjafnlega eyðslusamir. Þess er hér að geta að ferða- menn eyöa hér mjög misjafn- lega háum upphæðum. Fer þaö nokkuð eftir þjóðernum að sjálfsögðu, skipin sem hingaö koma eru með farþega, sem hafa misjafnar tekjur. Sumir farþeganna kaupa lítið sem ekk- ert, þó í land fari, skoða sig aðeins um, og af þeim eru eins og gefur að skilja litlar tekjur. Samkvæmt því sem næst verð ur komizt má ætla að beinar gjaldeyristekjur af 'hverjum ferðalang nemi 1200—1500 kr. Meðaltalið dregst verulega nið- ur vegna þess hluta farþeganna, sem litlu eða engu eyöa. Þeir sem í land koma og fara í skoðunarferðir og verzla í minja gripaverzlunum eyða aö því er áætla má allt að 2000 krón- um að meðaltali. En á hverju er þessi áætlun byggð? Jú, f henni er matur, kaffi, laun bifreiðastjóra (f lang ferðabifreið eða leigubifreið), Iaun le-ösögumanns, og eyðsla ferðamanns til minjagripakaupa. Ef við tökum lægri töluna, 1200 krónur, verða beinar tekjur af komu 9500 íerðamanna 11,4 milljónir króna. Við þetta má svo bæta hafnargjöldum skip- anna 20, sem nema lauslega á- ætlað um 2 milljónum króna, þannig að þarna eru komnar 13,4 millj. króna. Skemmtiferöaskip hafa mjög fjölmennar áhafnir og á skip- unum er áhöfnin yfirleitt fjölmennari en farþegamir. Langmestur hluti áhafnar- innar kemur í land hér, dvel- ur skamman tíma, en eyðir yf- irleitt miklu. Ef við gerum ráð fyrir 100 króna eyðslu á hvern skipverja, verða tekur af verzlun áhafnarinnar um 1 millj. Nýtum við öll • ' f tækifærin ? . : - t ‘ ‘ □ Innan skamms er von á fyrsta skemmtiferða- skipinu hingað til lands. Gert er ráð fyrir því, að í ár komi hingað til lands um 20 erlend skemmti- ferðaskip, og má gera ráð fyrir því að farþegar með þeim séu um 9500 talsins. Þá má reikná með að samtals séu áhafnarmeðlimirnir á þessum skipum liðlega 10 þús. talsins. En hver eru áhrif af komu þessara skemmtiferðaskipa á þjóðlífið? Erum við þess meðvitandi, að hvert skip færi okkur kannski milljón krónur í beinar gjaldeyristekjur í 1. lið, þ.e. án beinna margföldunaráhrifa af þessurti tekjum, er þæi fara út í þjóðfélagið og hafa þar margföld áhrif? Eða erum við þess meðvitandi, að árlega missum við ef til vill af milljónum króna vegna framtaksleysis okkar sjálfra vegna þess hve hug- myndasnauðir við erum yfirleitt og Vegna þess hve lítið við hagnýtum okkur vilja férðamanna til að kaupa eitthvað sniðugt, eitthvað frumlegt, eitt- hvað, sem ekki er alls staðar á boðstólum? ' -r - —<:/■■ ■■<■' ■ ■ m rm . mm,, •*- ,i 1 ’&m Skemmtlferðasklpið Griþsholm í Reykjavíkurhöfn. króna, ef viö reiknum með aö fjöldi þe rra sé 10 þús. Samtals eru því beinar gjaldeyristekjur um 14,4 millj. króna. Tala þessi er sízt of há, að öllum líkind- um of lág, en vel má við hana notast, a. m. k. til viðmiöunar. Það verður ekki of ítrekað. að hér er um beinar gjaldeyris- tekjur að ræða, sem síðar. gefa p'-iklu meira af sér, er þær kornast út í hringiðu efnahags- lífsins og verka örvandi meó margföldum áhrifum á éfnahag fjölda manna. □ öplægður akur. En höfúm við fullnýtt okkar möguleika til að afla okkur tekna af komu erlendra ferða- manna hingað? Þeir sem til þekkja, telja að hér sé að veru- legu leyti um óplægðan akur að ræða. Okkur vantar fyrst og fremst frumlegheit í vörum okkar, svo og mun meiri sölu- mannshæfileika. Það eru margar sögurnar um það, hvemig út- lendingum hefur til tekizt í þessum efnum. Fræg er sagan um írska kaffið (Irish coffee), sem margir kannast e. t. v. við frar selja það sem það hafi verið þjóðardrykkur þeirra um aldaraðir, og langflestir ferða- menn, sem til írlands koma kaupa þar einn bolla af írsku kaffi, á 1 dollar. Færri vita ef til vill að hugmyndin’ er aðeins um 20 ára gömul og einhver hugvitssamur náungi í írlandi fékk þessa hugdettu. Talið er að írar fái um 2 milljónir Banda- rtkjadala á ári (um 176 millj. króna) f béinar gjaldeyrlstekjur af sölu „írska þjóðardrykksins“. Gætum við ekki dottið niður á ámóta hugmynd? Við vitum að íslenzk frímerki, eru víðfræg fyrir fegurð. Væri kannski möguleiki á að prenta sýnis- hom af ísl. frímerkjum á vand- aðan pappír, og selja t.d. í frí- höfninni í Keflavík á t.d. 1 doll- ar? Ef vel tækist til gætum við kannski selt 300 þús. slík kort á ári og allir geta reiknað tekj- urnar af slíku. Sumir hafa bent á sölu á hveravatni í strýtu- mynduðum dósum. Vatnið væri sagt vera úr Geysi, og helzt mætti ekki opna dósina! Fróðir telja, að hluturinn megi ekki vera of dýr, en heldur ekki ó- merkilegur og óvandaður, held- ur frumlegur og tákni eitthvað sérstakt, íslenzkt. Það væri verðugt verkefni að efna til hug- myndasamkeppni um þessi efni, efalaust kæmi margt nýtilegt út úr slíkri samkeppni. sem myndi veita landsmönnum ómælanleg- ar tekjur. □ Vantar fríhöfn? Bent hefur verið á að tilfinn- anlega vanti fríhöfn fyrir feröa- langa á erlendum skemmti- ferðaskipum. Ef til vill myndi fríhöfn auka söluna og eyðslu ' ferðamanna hér, en þar sem gera má ráð fyrir, að hluti var- anna, sem þar eru seldar, séu erlendar, og jafnvel mikill hluti þeirra, er vandasamt að segja til um bein tekjuaukandi áhrif fríhafnar. Þá mætti ef til vill gera ráð fyrir, pð salan í fri- höfninni myndi draga úr sölu í minjagripaverzlunum, en erf- itt er að segja til um þaö á þessu stigi málsins, þar sem rann- sóknir eru ekki fyrir her.di, nema mjög takmarkaðar. En hvaö um það, komið hefur f ljós, að beinar gjaldeyristekjur Islendinga af komu erlendra skemmtiferöaskipa hingað til lands má áætla rúmlega 14 milljónir króna, og ef til viU liggja tækifæri, sem myndu gefa af sér milljónir til viðbótar ónotuö. Gera þarf skipulega at- hugun á.þessum málum, og á- ætlanir. urn aðgerðir, ef raun- hæfar þykja, en málin mega ekki dragast, það er of dýrt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.