Vísir - 16.06.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 16.06.1969, Blaðsíða 3
VÍSIR. Mánudagur 16. júní 1969. 3 Matthías var hetja dagsins / Eyjum — skoraði 3 mörk Staðrni í 1. deild • StaBan í 1. deild í knatt- spyrnu er þessi eftir leik- inn um helgina í Vestmanna- eyjum: — og nú eru Akurnesingar einir á toppnum eftir 3:2 sigur gegn Vestmannaeyingum B Akurnesingár sigldu hraðbyri upp á tindinn í 1. deildinni í leiknum í Vest mannaeyjum á laugardag- inn. Matthías Hallgríms- son sá um þá hlið mála að skora mörkin, — hann yf- irgaf völlinn með „hat- trick", skoraði 3 mörk í einum og sama leik, og átti stórkostlegan leik og bar af öðrum liðsmönnum Skagamanna. Hins vegar má segja að Vest-i mannaeyingar hafi átt meira f leiknum, þeir sóttu mun þyngra á Akranesmarkið, bæði á móti aust- ankaldanum og ekki síður í seinni hálfleiknum þegar þeir léku undan v'indinum. Engu að síöur voru skyndisðknir Skagamanna hættu- legri, allavega árangursríkari. Á 10. mín. leiksins skoraði Matth- fas fyrsta markið sitt. Hann stóð skammt utan við vítapunktinn og sneri baki f markið. Skyndiiega reið skot af, markvörður Vest- mannaeyja, Páll Pálmason, var iangt frá því að vera viðbúinn slíku, og lenti boltinn í netinu milli hans og stangarinnar. Var þetta stór- glæsilega gert hjá Matthfasi. Enn skorar Matthías á 23. mín. — en dómarinn, Baldur Þórðarson, og línuvörðurinn Jörundur Þor- steinsson, hefðu báðir átt að sjá að hér var sótt ólöglega að Páli mark verði. Hann hafði variö fast skot, misst það inn fyrir sig, en komið báðum höndum á boltann, þegar Matthías kom aðvffandi og „krafs- aði“ boltann frá Páli og skoraði. Heföu þessir dómarar verið á helg- arráðstefnunni f Saltvík i vor vissu þeir betur, þar var þetta vandamál einmitt tekið fyrir eins og annaö. 1 seinni hálfleik skoraði Akranes fyrsta markiö, enda þótt sóknin á þá væri þung. Matthías var með boltann fyrir utan vítateig úti við kantinn, einlék þar gegnum vömina og skoraði loks eftir glæsilegt ein- staklingsframtak 3:0 fyrir lið sitt. óánægðir áhorfendur heimaliðs- ins, sem vom um 800 talsins, heimt uðu mörk, — en við þe'irri beiðni urðu Eyjamenn ekki fyrr en þegar 8 minútur vora eftir af leik, og þá var engu líkara en þeir ætluöu að jafna metin. Ólafur Sigurgeirsson bakvörður skoraði á 37. mínútu úr vítaspymu sem dæmd var á Akranesvömina, einn leikmanna hennar varð fyrir þvf að koma við boltann með hend- inni. Strax mínútu síðar heppnaðist Viktori að skora, - og þá munaði ekki um það. Þetta var sannkallaö ur þrumufleygur af 35—40 metra færi, sem Einar Guðleifsson réö ekki við. Áður hafði Viktor reynt 5 eða 6 skot af svipuðu færi, þau voru föst og hættuleg og ekki fjarri lagi. En greinilegt aö hann er einhver mesti skotmaður okkar utan af vellinum. Vestmannaeyingar sóttu nú eins og þeir framast gátu, og er flautað var af, var verið að taka hom- spymu á Akumesinga. Matthías Hallgrfmsson var sá maðurinn sem bar af Akumesing- um, en það má hrósa liðinu sem heild fyrir það hversu vel það barö ist, það vom allir með í leiknum liöið er líka vel léikandi og án efa á liðið eftir að komast langt I þessari keppni. Það sannaöist um lið Vestmanna eyinga að það er ekki nóg aö eiga leikinn. Það þarf að skora fleiri mörk en andstééðingurinn. Þetta tókst ekki, þrátt fyrir alla „press- una“. Óskar Valtýsson, hægri út- herji og Valur Andersen, tengilið- ur, voru beztu menn liðsins að þessu sinni. Mistök Baldurs Þörðarsonar voru leið og brotiö á Páli allt of áber- andi tli að nokkur geti mælt því f móti. Að öðru leyt; dæmdi Baldur alveg sæmilega. — alexander— Akranes Keflavík Vestm.eyjar Valur KR Akureyri Fram Markhæsfu meun Matthías Hallgrfmsson, ÍA 5 Baldvin Baldvinsson, KR 3 Jón Ól. Jónsson, ÍBK 3 Anton Bjamason, Fram 2 Eyleifur Hafsteinsson KR 2 Viktor Helgason, ÍBV 2 Guðjón Guömundsson ÍA 2 Næstu leikir Hlé verður í 1. deildinni um sinn vegna undirbúnings fýrir landsleikinn 23. júnf viö Ber- mudamenn. Næst hittast lið KR og Vestmannaeyja I Laugardal, laugardaginn 29. júnf en á sama tíma munu lið Akureyrar og Vals leika fyrir norðan. Daginn eftir keppa svo Fram og Kefla- vík f Laugardal. • Akurnesingar sækja f Eyj- um á laugardaginn. Páll slær ooltann burtu af hættusvæðinu, en Baldur Þórðarson dómari fylgist með fremst á myndinni. -elna lotus NÝ BYLTING I SAUMAVÉLAFRAMLEIÐSLU EINS OG ALLTAF BEZTU GREIÐSLUSKILMÁLARNIR Með því að smíða hina nýju Elna Lotus, fyrstu ferðásaumavél 1 heimi, hafa Elnaverksmiðjumar skapað nýtízkulega og lipra saumavél. Á nokkr- um augnablikum er vélin tilbúin til notkunar, hvar sem henni hefur verið komið fyrir. Elna Lotus opnast og lokast jafn auðveldlega og blóm. Hún er svo fyrirferöarlítil og elnföld í útliti, að hægt er að fara með hana hvert sem er, jafnvel í ferðalög. Þegar vélin er opnuð, mynda hlffðar- lokumar saumaborð. Fylgihlutunum er öllum komiö fyrir í innbyggðu hólfi ofan á arminum. Komið í Austurstræti 17, sem hefur Elna vélar á boðstólum og kynnizt af eigin raun, hversu margir möguleikar era við notk un Elna Lotus, hversu auöveld- lega, hún leikur sér að því að. sauma í gegnum allar fellingar í efninu, vegna þess aö spenna tvinnans og fótþrýstingurinn er hvort tveggja sjálfstillt. Og jafn- vel þótt saumaskapur hafi alls ekki freistað yöar hingað til, þá er Elna Lotus þannig úr garði gerð, að hún getur auðveldlega tekiö hug yðar allan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.