Vísir - 16.06.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1969, Blaðsíða 8
8 VISIR Dtgefandi: ReyKjaprew h.í Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri • Jón Birfcir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 * mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið prentsmiðia Vísis — Edda h.f Lýðveldið 25 ára Á morgun er mikill hátíöisdagur á íslandi. Aldar- fjórðungur er liðinn frá stofnun lýðveldisins. Margir muna enn þann dag á Þingvöllum fyrir 25 árum, en margir, sem þar voru, eru einnig horfnir af sjónar- sviðinu, og meðal þeirra ýmsir sem staðið höfðu í fylkingarbrjósti í sókninni til fulls sjálfstæðis næstu áratugina á undan. Ný kynslóð hefur vaxið upp og er nú óðum að taka við þeim arfi, sem hinar eldri skilja henni eftir til varðveizlu. Sjálfstæðið er dýrmætúr arfur, sem er vandgætt. Það er sannmæli, að sjálf- stæðisbaráttu smáþjóða lýkur aldrei. Þær þurfa sífellt að halda vöku sinni, ekki aðeins gegn beinum utan- aðkomandi áhrifum, heldur einnig og ekki síður gegn þeim upplausnaröflum, sem skjóta upp kollinum í ýmsum gervum innan þjóðfélaganna sjálfra. Þegar íslenzka þjóðin glataði sjálfstæði sínu á Sturlungaöld, var það ekki fyrst og fremst ásókn hins erlenda valds, sem úrslitum réði, heldur sundur- lyndi og andvaraleysi landsmanna sjálfra. Hefðu ís- lenzkir höfðingjar á Sturlungaöld staðið einhuga sam- an gegn hinni erlendu ásælni, í stað þess að greiða henni veg, til þess að koma hver öðrum á kné og afla sjálfum sér auðs og stundar metorða, er vandséð að Noregskonungi hefði nokkru sinni tekizt að ná land- inu undir sig. Af þeirri sögu má margt læra. Henni má þjóðin ekki gleyma. Þráðúr sögunnar má aldrei slitna. Tengslin við for- tíðina eru forsenda þess, að þjóðin geti varðveitt tungu sína og menningu, en það hvort tveggja eru hornsteinar sjálfstæoisins. Þar eru sterkustu rökin fyrir tilverurétti okkar sem frjálsrar þjóðar. Þetta var forvígismönnum þjóðfrelsisbaráttunnar Ijóst og á því byggðu þeir sókn sína og kröfur. Æskunni hætt- ir stundum við að vanineta gamlan arf og horfa um of á líðandi stund, en „án fræðslu um hið liðna sést ei hvað er nýtt“, eru sönn orð og viturleg. Framtíðin er alltaf að meira eða minna leyti rökrétt afleiðing hins liðna, bæði í lífi einstaklinga og þjóða. Aldrei mega íslendingar halda svo þjóðhátíð, að þeir minnist þess ekki jafnframt, að 17. júní er fæðingar- dagur Jóns Sigurðssonar, frelsishetjunnar góðu, sem helgaði íslandi allt sitt mikla ævistarf. Það er ekki nóg að einn maður minnist hans í ræðu og að blómsveig- ur sé lagður við styttu hans á Austúrvelli. Hann verð- ur að lifa í vitund allrar þjóðarinnar sem hið sígilda frelsistákn og fyrirmynd þeirra, sem vilja vera sann- ir íslendingar. Tímarnir eru breyttir frá dögum Jóns Sigurðsson- ar. Framfarir og velgengni þjóðarinnar hafa orðið meiri á þessari öld en jafnvel hann gat dreymt um. En hann og samherjar hans lögðu grundvöllinn, sem á hefur verið byggt og mun alltaf traustur reynast, ef frá hugsjónum þeirra yerðúr ekki hvikað. Haldi ís- lending£ir alltaf þjóðhátíð sína í þeim anda, minnugir þess, að gæta arfsins um leið og þeir horfa fram, mun þeim vel vegna í landi sínu. ★ Jjað verður að teljast sjálfsagt að Islendingar hefðu hik- laust beitt uppsagnar ákvæöum sambandslagasamningsins, ef ó- viðráðanlegar aðstæður hefðu ekki komið í veg fyrir eðlileg samskipti landanna. Svo var mælt fyrir í þessum uppsagnarákvæðum, að hægt væri frá og með 1. janúar 1941 að krefjast viðræöna um endur skoöun á samningnum. Ef ekki næöist samkomulag innan þriggja ára, mátti hvor aðili um sig ákveða einhliða með sér- stakri aöferð lagasetningu og þjóðaratkvæðagreiðslu, að sam bandi ríkjanna væri slitið. Var þó krafizt aukins meirihluta til þess að slík einhliða ákvörðun fengi gildi, % hluta þingmanna, og að % hlutar kosningabærra manna tækju þátt í þjóðarat- kvæðagreiðslu og að þar af yrðu % hlutar að greiða atkvæði með sambandsslitum. í samn- ingnum var ekkert tekiö fram beinum orðum um uppsögn kon ungdæmisins, en það var öllum ljóst, að þegar öllu ööru ríkis- sambandi landanna væri slitið, var útilokað, að löndin gætu haft sama konung. Tvisvar sinnum, eða árin 1928 og 1937 höfðu foringjar allra stjórnmálaflokka lýst því yfir einróma, að þegar þar að kæmi, yrði sambandinu slitið en sam- kvæmt því sem hér segir, gat það ekki orðið fyrr en á árinu 1944. Þurfti þá m.a. að gera ráð fyrir nokkrum tíma frá ársbyrj- un til þess að Alþingi gæfist færi á að samþykkja skilnaðar- lög og hægt yröi aö koma í framkvæmd þjóöaratkvæða- greiðslu. Þetta var tvímælalaust sú leið, sem Islendingar höfðu valiö og það fyrir löngu. Þrátt fyrir það bar svo undar- lega við, að Stauning forsætis- ráðherra Dana kom hingað til lands sumarið 1939 til þess aö ræða sambandsmálin og það er víst, að hann gerði sér af ein- hverjum ástæðum von um, að íslendingar slitu ekki samband- inu. Það er ekki vitað til, að íslendingar hafi gefið honum til- efni til þessa, en jafnvel þegar hann sneri heim til Hafnar, þótt ist hann enn vera bjartsýnn um að sambandið yrði framlengt. Verður heldur ekki sagt með neinni vissu á hverju sú bjart- sýni byggöist, hvort hann bjóst Viö að erfitt yrði að ná til- skildu atkvæðamagni. Svo mik- ið er víst, að íslendingar hefðu aldrei sætt sig við annað en að taka utanrikismálin í sínar hend ur og landhelgisgæzla Dana var sáralítils virði, þar sem varöskip þeirra voru lítt fengsæl á land- helgisbrjóta. Og um hvað átti ríkjasambandið þá að vera? ipn allar frekari bollaleggingar um þaö urðu þýðingarlaus- ar, þegar Þjóöverjar hemámu Danmörku 9. aprfl 1940. Þar með var í skyndi svipt burt öll möguleikum til sambands og við ræðna milli landanna. Það var að vísu hægt að koma skeytum á milli eftir krókaleiöum um hlutlaus riki og með enn meiri erfiðismunum gátu stjórnarfull- trúar komizt á milli landanna. En þó þessar smugur fyndust var auövitað fjarstæðukennt, að Danir gætu með nokkru móti annazt skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum. Svo aö íslendingar ttu einskis annars úrkosta daginn sem frétt imar bárust um hemám Dan- merku. an að taka í skyndi á- V1 SIR . Mánudagur 16. júnl 1969. kvöröun um aö vald konungs væri flutt hingað heim og Is- land tæki sjálft að öllu í sínar hendur utanríkismál og land- helgisgæzlu. Þar með var orðinn aðskiln- aður „de facto“ og þegar Bretar skömmu síðar hernámu ísland, Varö það Ijóst, að þessar á- kvarðanir myndu ekki aðeins gilda til bráðabirgða, heldur til loka styrjaldarinnar, sem reynd- in varð svo á, að stóö langt fram yfir alla uppsagnartíma samningsins. Um sama tíma virtist þó sem Þjóðverjar ætluðu að verða sig- ursælli í styrjöldinni, og ef svo færi, og þeir kannski innlim- uðu Danmörku í veldi sitt, þá báru menn kvíðboga fyrir þvl, aö Þjóöverjar kynnu að nota sambandstengslin milli land- anna til að seilast til yfirráða á Islandi er þeir kæmu á fram- tíðarskipulagi sínu í heiminum. Þannig sátu íslendingar eins og milli vonar og ótta og margs konar hugbrigði og ímyndanir ótta og hættu toguöust á í þeim. egar leið fram á seinni hluta ársins 1940 og það var far- ið að koma í ljós, að hið brezka hernámslið ætlaði lítið að hlut- ast til um innanríkismál og vináttuböndum, menn sem höfðu verið viö nám þar eða höfðu tekið þátt í menningar- samstarfi við Danmörku eða í Norræna félaginu og loks marg ir í forustuliði Alþýðuflokksins. sem höfðu áít mikil og naíti sam skipti við danska Jafnaðarmenn og höfðu stundum verið sakaðir um að þiggja pólitískan fjár- stuðning þeirra. Þessir höpar, sem lengst gengu í tfllitssemi sinni til Dana voru oft sakaðir um að láta annarleg sjönarmið ganga fyrir þjóöarhagsmunum., Þeir voru kallaðir undansláttar- menn og sumir kommúnistar kölluðu þá landráðamenn, en það markaðist aftur af öörum sjónarmiðum, því kommúnistar voru þá aö berjast við Alþýðu flokkinn um yfirráðin yfir verka lýðsfélögunum. aö varð að lokum niðurstað- ' an, að farin var millileið, sem þjóðarsómi heimtaði svo að allir sameinuðust um, þótt allir væru ekki ánægðir. Auövitað er tómt mál að tala um það, að einhver önnur leiö hefði verið affarasælli. Það má að vísu segjá að síöari þróun sýni, að óhætt heföi verið að fresta málinu fram yfir stríðslok. Frelsið hefði sigrað í styrjöldinni og Danir I Riftun — leyfa íslendingum að mestu að lifa sínu lífi áfram, fóru menn að stinga saman nefjum um, til hvaða ráða skyldi grípa í sam- bandsmálinu, þegar styrjöldin hindraði eölilegan framgang upp sagnargerða í ársbyrjun 1941. Hér eins og endranær kom það í ljós, aö menn voru ekki á eitt sáttir. Svo að segja allir voru að vísu sammála um, að það bæri aö stefna aö sambands slitum og stofnun íslenzks lýð- veldis, en um hitt skiptust menn í marga flokka, hvemig og hvenær ætti að koma þvl í fram kvæmd. Sumir vildu hfaða því sem mest, gera þaö tafarlaust og uxu þeim í augum hættur þær sem steðjuðu að úr öllum áttum og skelfdust óheillavæn- legar afleiðingar frestunar. I þessum hópi voru líkr. margir úr þeim fylkingum, sem áður höföu veriö harðastir í frelsis- baráttunni og fengið andúö á Dönum. Logaði sjálfsagt enn í fomum minningum og gömlum glæðum. En gæta verður þó vel að því, að þessir gömlu Dana- hatarar hlökkuðu hvergi yfir óförum hinnar gömlu herra- þjóðar, heldur hörmuöu þeir ein læglega þá ógæfu, sem hún hafði ratað í, og náði samúðin eigi grynnra í þeim en öömm íslendingum, þegar menn fylgd- ust af ofvæni og skelfingu með atburðum hins dimma aprílmán- aðar. Sú ásökun var heldur aldrei borin fram, að Danahat- ur stjórnaði gerðum þeirra, en andstæöingamir sökuðu þá frem ur um ódrengskap og skort á háttvísi í garö Dana. Á hinn bóginn komu flokkar, sem gerðu minna úr hættunum, en einblíndu á tillitiö til Dana, töldu það kurteisisskyldu að fresta öllum aðgerðum í sam- bandsmálinu þar til styrjöldinni væri lokið og þessar tvær bræðraþjóðir gætu setzt saman við samningaborð. En þessir hópar voru jafn staðráðnir í að einungis ein endanleg lausn væri til, — að ísland yrði sjálf stætt lýðveldi. J þennan hóp skipuðu sér margir sem vom tengdir Danmörku sérstökum aldrei staðiö gegn vflja Islend- inga. En þó er ekki gott að segja nema þeir hefðu reynt að þvæla málið áfram f þriggja ára umræðum og hefði það ekki verið dægilegt ef málið hefði svo aö lokum blandazt inn í defl urnar um Atlantshafsbandalag- ið. Að því verður að gæta, að reglumar um aukinn meirihluta I lagasetningu og þjóöaratkvæða greiðslu hefðu til dæmis getað gefið kommúnistum einum nokk urs konar neitunarvald f málinu, ef þeim hefði sýnzt svo ,og var ekki óeölilegt að menn væm á- hyggjufullir um að einhver þröskuldur eða sundmng kynni að koma í veginn. En aðalatrið ið er þó, aö slíkt er ekki hægt að meta einungis út frá síðari tíma vitneskju, heldur verður að taka tillit til aðstæðna, þegar ákvarðanir vom teknar, ótta og vona gagnvart óræðri framtíð og margs konar þjóðfélags- flækju, flokkadrátta, persónu- legra árekstra og lýöskmms. í lýöræðisríki er aldrei hægt að framkvæma skyndilegar stefnubreytingar í mikilvægum málum eins og að brjóta eld- spýtu, og þegar allsherjarsam- komulagi er loksins náð, þá er oft ekki þorandi að víkja hænu fet út af þeim grundvelli, af ótta við, að hver höndin verði upp á móti annarri út af ýmis konar annarlegum deilum öör- um.‘ TTér veröur nú reynt að gera stuttlega grein fyrir helztu stefnum og hræringum i þessum málum, auðvitað aöeins hægt að stikla á því stærsta. Þaö veröur að teljast alveg vafalaust, að fremsti foringi rift unarmanna eða hraðskilnaðar- manna, eins og andstæðingarnir kölluöu þá, var Bjarni Bene- diktsson. Hann var þá rúmlega þrítugur að aldri, orðinn borg- arstjóri í Reykjavík, en sat ekki á þingi. Hann var þá talinn fremstí og lærðasti stjórnlagafræð'ngur landsíns og fól Sjálfstæðisflokkurinn honum sem sérfræðingi að skrifa álitsgerð um það, hvort

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.