Vísir - 16.06.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 16.06.1969, Blaðsíða 9
VlSIR. Mánudagur 16. júní 1969. 9 veldis. Talið frá vinstri: Gunnar Thoroddsen, Stefán Jóh. Stefánsson, Bjarni Benediktsson, Hermann Jónasson, Magnus Jóns- son, Gísli Sveinsson sem var formaður, Bernharð Stefánsson, Eysteinn Jónsson, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjamason, Svein- bjöm Högnason oB Ólafur Thors. ' riftun samnings væri lögleg. Komst hann að þeirri niöur- stöðu með tilvísun í mörg al- þjóðleg fræðirit, að riftun væri tvímælalaust heimil, þar sem Danir hefðu reynzt ófærir um að efna skyldur sínar eftir samn ingum. En hann gerði miklu meira en að skila þessari vís- indalegu rannsókn. Hann hóf þegar harðskeytta pólitíska baráttu fyrir því að rifta samn ingnum þegar í stað og lýsa yf- ir stofnun lýðveldis, haustið 1940 og fram eftir 1941. Auk þeirra lögfræðiraka, sem hann taldi fram, má ætla að gamlar tilfinningar og pólitískar skoðan ir hafi ráðið miklu hjá honum, en faðir hans hafði verið ein á- kafasta hetjan i fslenzkri sjálf- stæðisbaráttu og verið annar af tveimur þingmönnum sem börö ust á sínum tíma gegn samþykkt sambandslagasamningsins 1918. Auk þess má benda á, að þessi barátta Bjama varð honum stökkpallur tfl aukinna póli- tískra áhrifa og safnaðist um hann í Sjálfstæðisflokknum sem foringja í þessu máli harðskeytt baráttusveit. Helzti mótstöðumaður hans í þessu máli í flokknum var þá Jóhann Þ. Jósefsson, sem flutti sína frægu Vestmannaeyjaræðu safnaði um sig menntamanna hópi Alþýöuflokksins, mönnum eins og Gylfa í>. Gíslasyni. Hann var e.t.V. valdamesti maður Al- þýðuflokksins, en kaus oftast aö vinna á bak viö tjöldin og þó birti hann nú opinberlega grein, þar sem hann bar brigður á, að Tfn nú þegar kom fram á árið 1942 og vonir um víðtækt samkomulag á þingi um lög- skilnað fóru aö glæðast, gerðust aörir undarlegir hlutir. Hópur manna reis upp, sem fór að berjast fyrir frekari frestun máls ins. Þeir vildu að sambandsslit / þegar komið var að því að taka endanlegar ákvarðanir i málinu og milliþinganefnd hafði skilað áliti um að stofna bæri lýðveldi 1944. Þá birtist áskorun um aö fresta sambandsslitum til stríðs loka og var hún undirrituð af hvorki meira né minna en 270 Þar voru líka margir mennta skólakennarar að sunnan Bogi Ólafson, Kristinn Ármannsson, Ólafur Hansson, Einar Magnús son og Sigurkarl Stefánsson. Þar var Guðmundur Thorodd- sen, Símon Jóh. Ágústsson, Matthías Þórðarson þjóöminja- lögskilnaður — frestun 3. febrúar 1941, þar sem hann hélt því fram, að öll réttar- staða sambandslagasamningsins væri óbreytt og benti hann á hina svokölluðu lögskilnaðar- leið, aö íslendingar yrðu að fram fylgja nákvæmlega uppsagnar- tíma samningsins og gætu því ekki gripið til einhliöa aðgerða fyrr en 1944. Voru talsverðar væringar með mönnum innan flokksins út af þessu. A nnar maður var einnig mjög haröskeyttur hraðskilnaðar maður. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu, en hann var þá aö verða algerlega einangraður i Framsóknarflokknum, þótt hann væri enn formaður hans. Hann hafði byrjað skilnaðarbaráttu fyrir stríð og var heiftúðugur i garð Dana, heimtaði þá t.d. að rauði krossinn yrði tekinn úr íslenzka fánanum til aö „þurrka allt danskt út úr honum.“ Meö- an Jónas var mestur áhrifamað ur i kringum 1930 hafði hann verið mjög vinveittur Dönum og er margt sem bendir til þess að persónulegar deilur hafi vald ið umskiptunum hjá honum, sér staklega það, að honum fannst fjandmaður sinn Hermann Jón- asson njóta virðingar og frægð ar af samskiptum sínum við danskt kóngafólk og ráðherra er hann var forsætisráðherra, en Jónas hvildi í skugganum á meðan. Um þessar mundir, var byrjað að ritskoöa og síðan að skrúfa fyrir greinar Jónasar í Tímanum og skömmu síðar var hann jafnvel gerður útrækur frá Degi á Akureyri. T> iftunarstefna Bjarna Bene- diktssonar mætti strax sterkastri andstöðu í Alþýðu- flokknum, þar sem utanríkisráð herrann Stefán Jóh. Stefánsson var andvígur henni. En hér fór l.vka strax að bera á því að einn fremsti foringi Alþýðuflokksins varð narösKeyttur á móti riftun, Jón Blöndal hagfræðingur og forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Hann var skarpvitur maöur og mjög skapríkur. Hann hin fræðilega greinargerð Bjarna Benediktssonar fyrir riftunar- rétti væri byggð á vísmdaleg- um grundvelli. ^llt tal og bollaleggingar um skjóta riftun sambandslaga samningsins hjaðnaöi hinsvegar skyndilega niður vorið 1941, þegar Bretar afhentu sín harö- orðu skilaboð um að riftun samninga væri „unfair" gagn- vart hinum hernumdu Dönum. Þingmenn urðu sem höggdofa yf ir þessari útlendu íhlutun og á- kvað nú/þingiö ekkert annað í fátinu en að gefa út viljayfir- lýsingu um að ísland yrði ein- hvemtíma lýðveldi og mátti skilja á þeirri yfirlýsingu að ekkert yrði aðhafzt frekar í mál inu meöan styrjöldin stæði. Þó var ákveðið að lýsa yfir upp- sögn samninga og miðað við þann þriggja ára uppsagnar- frest, sem tilgreindur var í samn ingnum. Þegar leið frá efldist nú stefna þeirra sem höföu viljað fara rólega í sakimar og kallað- ir voru lögskilnaðarmenn. Þeir vildu fylgja í öllu tímaákvörð- unum sambandslagasamnings- ins, svo aö öruggt væri að ekki skyldi lagt út í neina óvissu um gildi uppsagnarinnar og miðuðu þeir við það frá byrjun, að ísland yrði einhliða lýst sjálf stætt lýðveldi á árinu 1944. Þeg ar kom fram á árið 1942 var orðið fullt samkomulag um þessa málsmeðferö milli þriggja þingflokka, Sjálfstæðismanna, Framsóknar og Kommúnista og að minnsta kosti nokkur hluti Alþýðuflokksins undir forustu Haraldar Guðmundssonar var hlynntur þessu. Lögskilnaöarleiðin virtist því eiga vísan sigur og styrktist hún auðvitað viö það, að hinir gömlu riftunarmenn gengu nú einhuga í þá fylkingu og voru nú auövitað harðastir í, að eng inn óþarfa dráttur yrði á lýð- veldisstofnun. Hún yrði fram- kvæmd eins fljótt og mögulegt væri á árinu 1944. um yrði frestað þar til styrjöld væri lokið og hægt væri að mæta Dönum eins og bræðrum viö samningaboröið. Töldu þeir ódrengilegt og jafnvel sviksam legt að misnota sér þannig neyð og erfiðleika Dana til að segja samningum einhliða upp. Sum- arið 1942 gengu þeir á fund Ól- afs Thors, sem þá var orðinn forsætisráðherra meö áskorun um að fresta sambandsslitum og var hún undirrituð af 61 manni. Þessi áskorun eða hverj ir undirrituðu hana hefur aldrei verið birt opinberlega, þar sem Ólafur Thors tilkynnti þeim, að birting áskorunarinnar gæti haft „þjóðhættulegar afleiðingar.“ Hins vegar var áskorunin rædd á lokuöum fundi á Alþingi. Ástæöan til þe$s að Ólafur varaöi við þjóðhættulegum >af- leiöingum var sú, aö um þessar mundir haföi komið hingaö til lands Mr. Hopkins sérlegur sendimaöur Roosevelts forseta og hafði hann þau ströngu skila boð aö færa að Bandaríkjastjórn væri yfirhöfuð andvíg einhliöa samningsuppsögn íslendinga. í frekari bréfaskiptum kom það hins vegar í Ijós, aö Bandaríkja stjórn var illa upplýst í málinu og hafði ekki vitað, að sam- bandssamningurinn heimilaði einmitt einhliða uppsögn. Þegar henni hafði verið gerð grein fyr ir þessum staðreyndum málsins, lýsti hún því yfir, að hún hefði ekki á móti því að framfylgt væri ákvæðum samningsins og myndi ekki standa f vegi fyrir lýðveldisstofnun úr því komið væri fram á árið 1044. Varð þessi afstaða hennar Ijós í sept- erber 1942 og héldu lögskilnað armenn þá áfram aögerðum sín- um, en jafnframt risu frestunar menn á ný upp til að krefjast frpstunar fram yfir stríðslok og berjast á móti „ódrengskap" hraðskilnaöarmanna, en svo kölluðu þeir nú lögskilnaðar- menn eins og þeir höfðu nefnt riftunarmenn áður. H ámarki náði barátta frestunar manna í september 1943, þjóðkunnum mönnum. Hefur sjaldan eða aldrei orðið svo sterk hreyfing hinna fremstu menntamanna til að reyna utan þings að hafa áhrif á mikil væg ustu þjóðmál. Hér er auðvitað ómögulegt aö telja upp öll þessi 270 nöfn, en þar voru yfirhöfuð margir fremstu og beztu menntamenn landsins, prófessorar, mennta- skólakennarar, skáld og mynd- listarmenn, prestar, læknar og lögfræöingar. í stórum dráttum má segja að þau öfl sem þama sameinuöust væru Alþýðuflokks menn, forustumenn Norræna fé- lagsins, skólamenn og einkan- lega stór hópur andpólitískra skálda og listamanna, sem safn- azt höfðu f kringum tímaritið Helgafell, sem þá var mikill völlur á. Þannig innihélt þessi áskorun nokkurs konar upp- reisn gegn flokkavaldinu og blandaðist saman við það ó- ánægja yfir því hvemig fylking Bjama Benediktssonar notaði stærsta blað landsins Morgun- blaðið til mjög einhliða pólitískr ar baráttu, þar sem raddir and- stæðinganna voru yfirhöfuð aldrei túlkaðar og fengu ekki að koma fram, en sá var þá einnig siöur annarra pólitískra blaða á þessum tíma. Á þessum lista má sjá nöfn ^ margra manna sem þjóð- kunnir eru enn í dag. I forustu hreyfingarinnar voru menn eins og Árni Pálsson prófessor, Sig urður Nordal, Pálmi Hannesson rektor, Tómas Guömundsson skáld, Magnús Ásgeirsson skáld, Jóhann Sæmundsson læknir, Ól- afur Björnsson prófessor, Þor- jteinn Þorsteinsson hagstofu- stjóri, Lúðvík Guðmundsson skólastjóri og á hinum langa lista mátti sjá menn eins og Kristján Eldjárn, Sigurð Guð- mundsson skólameistara, menntaskólakennarana Þórarin Bjömsson, Brynleif Tobíasson og Halldór Halldórsson og Snorra Sigfússon og Friðjón Skarphéðinsson á Akureyri. vörður, Magnús Már Lárusson, Einar Ól. Sveinsson, Broddi Jó- hannesson síðar kennaraskóla stjóri Jón Jóhannsson prófessor, Ingimar Jónsson skólastjóri, ísak Jónsson skólastjóri, Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri, Pét- ur Sigurösson regluboði, Svein- bjöm Jónsson í Ofnasmiðjunni. Þar var sr. Bjarni og sr. Ámi Fríkirkjuprestur, sr. Garðar Þor steinsson í Hafnarfirði. Og þar var Ásgrfmur Jónsson málari, Þorvaldur Skúlason pg Ásmund ur Sveinsson myndhöggvarar. Þar var Vilmundur Jónsson landlæknir, Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir, Matthías Ein arsson læknir, Jóhannes Bjöms son læknir, Björgúlfur Ólafsson læknir, Bjarni Jónsson læknir á ' Landakoti, Alfreð Gíslason lækn ir, Úlfar Þóröarson læknir og fjölmargir aðrir læknar, sem stundað höfðu framhaldsnám f Danmörku. Þar var líka Steinn Steinarr skáld og ótal fleiri sem of langt yrði upp aö telja, en yf irhöfuö var þetta mesta upp- reisn menntamanna gegn stjóm málamönnum, sem nokkum tíma hefur orðið hér á landi, en þrátt fyrir það fór það svo, að þeim varð ekkert ágengt. að er í samræmi við annan uppreisnaranda gegn stjórn málamönnunum að nú hafði'ver ið skipuö uian þings ríkisstjóm og brá svo einkennilega við, aö Sveinn Björnsson ríkisstjóri valdi í forsætisráðherrasessinn mann sem hafði skrifaö nafn sitt á lista hinna 61 fyrstu frest unarmanna og síðan hafði látið í Ijósi í ræðu sterkan tillitsvilja og frestunar viö Dani. En þegar hann var kominn f hina ábyrgu stööu, tók hann að sér hlutverk sáttasemjarans, en hann haföi um langt árabil veriö sáttasemj- ari í vinnudéilum. Hann vann nú að því að ná samkomulagi og sá varð endirinn á, eins og kunnugt er, að allir þingflokk- ar sameinuðust um.þá lausn að lýsa yfir stofnun lýðveldis á ís- landí 17. júní 1944.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.