Vísir


Vísir - 28.06.1969, Qupperneq 9

Vísir - 28.06.1969, Qupperneq 9
V1SIR . Laugardagur 28. júní 1969. 9 Endurreisn Skálholts: ÞAR DUGAR ENGIN RÓMANTÍK Rætt við séra Heimi Steinsson, verðandi skólastjóra lýðháskólans / Skálholti, um endurreisn staðarins, starf lýðháskóla og almennt safnaðarstarf á Islandi □ „Það er ekki um að ræða endurreisn Skálholts- staðar, nema það, sem þar fer fram sé lifandi í sinni samtíð. Hvað sem líður biskupsstól síðar í Skál- holti, er það algjör forsenda fyrir reisn staðarins að þar sé komið lifandi líf, t. d. skólahald, sem gerir staðinn að meiri stað en prestssetri.“ □ Þetta voru m. a. orð séra Heimis Steinssonar, en hann hefur verið ráðinn til að veita væntanleg- um lýðháskóla í Skálholti forstöðu. Vísir hitti séra Heimi að máli og spurði hann nokkurra spurninga um fyrirhugað skólahald þar, uppbyggingu staðar- ins, og almennt um starf kirkjunnar hér á landi. Séra Heimir Steinsson m i wmmm TXver er ástæða þess, að á- kveðið hefur verið að reisa lýðháskóla á Skálholtsstað, séra Heimir? — Ástæðurnar eru margþætt- ar, og ég vil segja allar jafnmik- ilvægar. í fyrsta lagi er þess að geta, aö kirkjan telur málstað sínum því betur borgið sem vettvangarnir eru fleiri, sem sá málstaður er boöaöur á. Skóla- hald er ákjósanlegur vettvang- ur til slíks. I öðru lagi er þess að geta, að stofnun lýðháskóla í Skálholti helzt í hendur við uppbyggingu Skálholtsstaðar, sem Við höfum mikinn áhuga á, einkum vegna sögu staðarins og helgi. Þá er ef til vill komið að veigamestu ástæðunni en hún er sú, að æskulýöur þessa lands á fyrir einhverra hluta sakir í vök að verjast, og sérhver stofnun, sem gæti haft þar á- hrif til góðs, er að l'iöi. í ráði er, að á lýðháskólanum fái ungt fólk þjálfun f menningar- og fé- lagsmálum, með forystuhlutverk í byggðum landsins í huga. Virð- ist ekki vera vanþörf á slíku, einkum þó í þéttbýli. TTvernig er ráðgert að haga starfinu í hinum nýja lýð- háskóla? — Ráðgert er að námið verði einn vetur fyrir hvern námshóp. Lágmarkstími er sex mánuöir. Námið verður fólgið í kristinni fræðslu í víðustu merkingu þess orðs. Þá má ekki gleyma því, aö þama verður kennsla í hag- nýtum fræðum meöfram, sem ætti að gera það að verkum, að skólinn afli sér viðurkenning- ar einnig á því sviði og sótzt verði eftir því fólki, sem þar hefur dvaliö, til leikja og starfa. Á sumrin hafa veriö haldin nám- skeið á vegum þjóðkirkjunnar. Þvf starfi verður haldið áfram á Skálholtsstað eftir að lýðhá- skólinn hefur tekið til starfa, og það jafnvel aukið. Þessi starf semi er ekki síður mikilvæg, þar sem aðstaöa skapast til nám- skeiðahalda fyrir söfnuði, organ leikara, presta, og stendur op- ið öllum, sem stuðla vilja að eflingu menningar í þessu landi. Á hvaða aldri geriö þið ráð fyr- ir, að væntanlegir nemend ur verði, er þennan skóla sækja. — í sambærilegum skólum er lendis eru nemendur á öllum aldri, ef svo má segja. Ég gæti hugsað mér, að nemendahópur inn skiptist einkum í tvo hópa: 1. Þá unglinga, sem lokiö hafa Skálholt — hér rís lýðháskóli innan 3ja ára. skyldunámi, eða gagnfræðaprófi, 2. Stúdenta, sem nýlokið hafa pröfi, en eru ekki vissir um, hvaða námsbraut þeir ætla að leggja á. Er líklegt að skólinn verði einhverjum þeirra athvarf, því þar er m.a. þegar komið allgott bókasafn og þar því a. m.k. allgóð námsaðstaða. Þá vil ég sérstaklega geta þess, að gera veröur ráð fyrir einhverri lágmarkskunnáttu þeirra, sem í þennan skóla sækja, því kennsl an verður á það háu stigi, að gagnfræðapróf eða hliðstæö menntun er æskileg. TTvaða hugmiyndir hafið þið um aðsókn að skólanum? — Það kom fram á fundi, sem haldinn var um stofnun skólans í Hallgrímskirkju fyrr í vikunni, að skólamenn fullyrða ðtvírætt, að skólinn fyllist, þeg ar eftir að hann er kominn af stað. Það er vissulega ánægju- legt til þess að vita, og skóla- menn hafa jú þekkingu í þess- um efnum. Þess er að geta, að verulegur hópur íslenzks æsku fólks hefur þegar sótt lýðhá- skóla á Norðurlöndum og látið mjög vel af dvöl sinni þar. Hluti þessa fólks leggur í slíkar náms ferðir, næstum eingöngu til að fara út, það vitum við, en ég geri ráð fyrir, að verulegur hluti þess fólks, sem hyggur á lýð- háskóladvöl erlendis í náinni framtíð skili sér í væntanlegan lýðháskóla hér. J?rlendis tíðkast, að stofnað sé t’l félagsskapar til stuðn ings skólum þessum.. Verður um slíkt aö ræða hér? — Formið er nokkuð ólíkt hér, þar sem þjóðkirkjan hefur fyrirfram forráð staðarins (Skál holts), og hefur sem slík því nokkra sérstöðu varöandi aðild að skólanum. Félagiö sem hér hefur veriö stofnað styður skól ann, sem rekinn er af þjóðkirkj unni. Hvað vilt þú segja um safn- aðarstarf í landinu? Er þátttaka í því almenn? — Ég get talað fyrir mig per sónulega um þetta mál, og reynsla mín er fremur stutt, að eins tvö ár f prestsstarfi. En ég verð að segja að þær raddir, sepi hér tala um almenna deyfð um starf kirkjunnar, fara meö helber ósannindi. Maöur finn- ur ævinlega, að fólkið er með í því, sem gert er í kirkjulegu starfi. Ég geri mér grein fyrir því, að þetta byggist á hefð, og sú hefð er rík og sterkasta stoð- in, sem kirkjulegt starf byggir á f dag. Áhugi fólks á nýj- ungum í safnaöarstarfi er ó- hemjumikill, og það eru helber ósannindi, að almenn deyfð og áhugaleysi ríki í söfnuðum lands ins, þannig að kirkjan ætti að pakka niður og hypja sig á brott. Otbre:ðsla þessarar skoð- unar er ef til vill okkur prest- um sjálfum að kenna, við of daufir við að notfæra okkur þau tækifæri, sem bjóðast í frétta- miðlum landsins. Gæta verður þess þó, að stór hluti prests- starfsins er ekki til að básúna út og stæra sig af, þar sem um einkamál og almennt sálusorg- arastarf er aö ræða. Tj’rtu bjartsýnn á framtíö Skál holts? — Mér finnst í þeim efnum, að við verðum að vera raunsæir. Endurreisn vegna fornrar helgi og menningar staðarins einnar saman er rómantík, sem ekki verður byggt á, og því held ég að prestar og aðrir velunnarar staöarins geri sér fyllilega grein fyrir. Okkur er ljóst, að ekki verður um endurpeisn að ræða, nema þar skapist eitthvaö gagn legt, eitthvað, sem þjónar núlif andi kynslóð. Skálholt er vel í sveit sett. Staðurinn er nógu ná lægt höfuöborginni til aö auðvelt sé að halda uppi samgöngum þar á milli, og einnig nægilega langt frá henni fyrir þá, sem vilja losna viö skarkala hennar. Þá er staðurinn miðsvæðis í þéttbýlu og gjöfulu héraöi. Ef ekki reynist unnt að koma þar á fót raunverulegu lífi, held ég 'áð það sé hvergi hægt. LESENDUR JkHAFA am ORÐIÐ □ Misskilningur á þýðingu orðsins. Hið ágæta orð hönnun er þýð- ing á enska orðinu „projecter- ing“ og þýðir verkfræðilegur undirbúningur framkvæmda, teikningar og útreikningar og hef ur árum saman verið notað í því sambandi. Nú eru „húsgagnaarki tektar" þ.e.a.s. mublusmiðir farnir að nota hönnun sem þýö- ingu á orðunum „design“ og „formgivning“. Sá misskilningur hefur m.a. komizt í þáttinn „dag legt mál“ í útvarpinu. Væri mjög æskilegt, að þessum leiða mis- skilningi yrði útrýmt sem fyrst. Hönnuöur. □ Lítil hækkun örorkustyrkja. Mér þykir hart aö í sjálfum desember þegar hækka átti ör- yrkjastyrkinn, skyldi hann ekki vera hækkaður um meira en 6 krónur sem ekki er fyrir molakaffi. Öryrkjarnir þurfa að lifa eins og annað fólk. Þeir verða að greiða sína húsaleigu eins og aðrir sem það þurfa að gera. En 3000 krónur! Þær duga ekki fyrir húsaleigu, hvað þá meira. Ætli hinir geti lifað á því sem öryrkjum er boðið? Þaö er mi -.l ábyrgð sem hví! ir á heröum þeirra manna sem ákveða öryrkjastyrkinn. Og skyldu þeir hafa ánægju af því að vita af sjúklingi svelta, með an borð þeirra svignar, eða þeir þurfa að henda jólamatnum á sjálft jólakvöldið í ruslatunnuna? öryrkjarnir eru sennilega þeir einu sem ekki upplifa gleðileg jól, heldur sult, skort og neyð! Óánægður örvrki. □ Furðuleg framkoma í Laugardal Fyrir nokkrum dögum léku ís- lendingar landsleik í knatt- spyrnu við þeldökka menn frá Bermuda. Um sex þúsund manns lagði leið sína í Laugardal inn til að sjá viöureignina, því nú var von um sigur og haföi leikurinn verið rækilega auglýst ur af fjölmiðlunartækjum. í aug lýsingunum voru menn beðnir um að hvetja íslenzka liðið ó- spart og veifa jafnvel hvítum vasaklútum. Þeir sáust aldrei á lofti fyrr en íslendingarnir höfðu skorað sigurmarkið. Þeg ar liðinu gekk miður vel, datt engum í hug að veifa. Þegar ís- lenzku Ieikmönnunum mistókst eitthvað, þá heyröi ég fjölda manna láta frá sér þau viðbjóðs- legustu lýsingarorð sem ég hef heyrt. Álíta þessir menn, aö þannig hvetji þeir liöið? Nei, eng inn er gallalaus og þeir sem haga sér svona á vellinum ættu fremur að sitja heima og líta í eigin barm. Drengirnir okkar eru algjörir áhugamenn og eyöa öJlum sínum frítíma í það að æfa. Þeir eiga fremur lof skilið en hrakyrði ofstækisfullra á- horfenda Andrés L. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.