Vísir - 21.08.1969, Side 2

Vísir - 21.08.1969, Side 2
r 2 V í SIR • Fimmtudagur 21. ágúst 1969. . | Nýtt íslandsmet í ; spiótkasti kvenna ! Amdís Björnsdóttir úr KOpavogi setti í gærdag nýtt íslandsmet í spjótkasti, kastaði spjótinu lengst 38.53 metra, en átti tvö önnur köst betri en fyrra íslandsmet, sem var aðeins nokkurra vikna gamalt og átti Alda Helgadóttir úr Garða- hreppi það, 36.76. Arndts byrjaði með 38.01 m, síð- an 38.53 og loks kast, sem mældist 37.44 m. Alda Helgadóttir keppti á móti henni í gær, en náði „aðeins“ 35.75 metra kasti. Eflaust hyggur Alda þó á „hefndir" og er ekki ólíklegt að þessar tvær stúlkur muni eiga eftir að heyja harðvítuga keppni f framtíðinni í þessari fallegu grein. Erlenáur setfi nýtt met í kringlukasti Erlendur Valdimarsson bætti f gærdag Islandsmetið í kringlukasti, sem sett var í október 1964 í Vest- mannaeyjum af Hallgrími Jóns- syni. Var metið 56.06 en það nýja er 56.25. Erlendur átti tvö önnur köst, svipuð, fyrsta kastiö var '■ 55.62 og þá 55.59. ■ Afrek þetta mun vera 6. eða 7. bezta afrekið á Norðurlöndum, en samkvæmt nýjasta Leichtatletik munu 10—15 kringukastarar f heiminum hafa kastað yfir 60 metra markið, — en ekki er ósenni- legt að Erlendur bætist þeim hópi áður, en mjög langt um líður. Eitt er Víst, og þáð er að Er- lendur sómir sér orðið vel á hvaða móti sem er í kringlukastinu. Norð- urlandamet Ricky Bruch er 64.68 en næsti maður á Norðurlöndum er Pentii Khama frá Finnlandi með tæpa 60 metra, eða 59.80 metra. Veðrið f gær var ekki það sem kringlukastarar hér hafa kallað „hagstætt", — veðrið var eðlilegt, vindur aðeins um 3 vindstig, sól- skin og hlýtt, en ofsarokið hefur undanfarin ár verið þaö „hag- stæða“ fyrir kringlukast hér. Þess skal getið að Erlendur er ekki lag- inn „rokkastari", en hins vegar má búast við að hann muni geta keppt á innanfélagsmótum eitthvað fram eftir haustinu og þá jafnvel bætt árangur sinn. Evrópumeistaramótið upp úr miðjum september er hins vegar það sem Erlendur keppir að um þessar mundir. Sigurvegarar Víkings í II. deild ásamt formanni félagsins og þjálfara. Víkingur aftur í 7. deild eftir fjértán ára fjarveru Urslifin / 2. deild vici Breiðablik buðu upp á stór- kostleg atvik, spenning, og furðulega atburðarás LÍKLEGA á vítaspyrnan, sem færir Víking upp í 1. deild, eftir að verða þrætu- epli lengi. Vítaspyrna á síð ustu mínútu færði Víking- um sigurinn. Ekki aðeins að deilt sé um hvort hér hafi nokkuð gerzt, heldur einnig hvort boltinn hafi verið inni, þegar spyrnan var framkvæmd. Hvort tveggja var augljóst að mati dómará og línuvarða, Logi markvörður Kópa- vogs greip í sóknarmann Víkings innan teigs, og boltinn sem skall í þver- slá og innan á stöng VAR INNI, sögðu laganna verð- ir, sem voru í góðri að- stöðu. „Ég gerði ekki neitt af mér", sagði Logi Kristjánsson, markvörð- ur Breiðabliks viss í sinni sök og í svipaðan streng tóku félagar hans í þessum vftaspyrnuleik. Ekki treystir undirritaður sér til að dæma um réttmæti þessarar vitaspymu, en alls urðu þær þrjár í þessum leik, en hins vegar var dómur Hannesar Þ. Sigurðssonar, þegar Víkingar fengu vítaspym- una á 26. mín. í seinni hálfleik, fjarstæðukenndur, þar áttust tveir menn við um boltann yzt í víta- teignum, Breiöabliksmaðurinn sótti að Vfkingnum, sem þegar í stað lét sig detta faglega og fékk víta- spyrnu. Hafliði Pétursson skoraði þar örugglega 2:2 i stöng og inn. Breiðabliksmenn skomðu annars fyrst sín mörk og höfðu yfir i hálfleik 2:0, tala 'sem ekki gaf rétta mynd af leiknum, þvi Vík- ingar höfðu verið betri aðilinn. Fyrra markið skoraði Helgi Snorra- son úr vítaspyrnu, sem var dæmd réttilega eftir að einn yamarmanna Vfkings kom í loftköstum á Guð- mund Þórðarson, sem átti gott tækifæri fyrir framan markið. I Dömur! v ? "w, « Mest selda sólgleraugnalag Evrópu í dag ■l ^ eru kringlóttu tizkugleraugun Eru alltaf fáanleg i verzlunum P Umboðsm.: H. A. Tulinius Þetta gerðist á 27. mín. og á 40. mfn. slapp hinn fljóti miðherji Jón Ingi Ragnarsson, alltof lítið notað- ur f leiknum, inn fyrir og var ekki að sökum að spyrja, að hann skor- aði 2:0. Á 12. mín. leiksins skoraði lang- bezti maður vallarins, Jóhannes Tryggvason, glæsilega með skalla upp úr homspymu. Var þetta vel gert og nú fyrst fóm Víkingar að láta að sér kveða. Hins vegar duttu Breiðabliksmenn niður og vom einna líkastir því að vera frosnir. Varnarmenn gátu jafnvel ekki hreinsað frá markinu nema 5 — 10 metra, en framlínan stóð stjörf, ef boltinn barst til hennar. Markið lá í loftinu og á 26. mín. kom það sem sé, — en var nokkuð hæpið. Hins vegar hefðu Víkingar getað skorað með smáheppni f öðrum tilvikum, enda þótt fram- lfnuspilið væri ekki beitt. Framlengt var um 2x 15 mfnútur og þá var eins og Kópavogsmenn vöknuðu til lífsins og áttu tvö eða þrjú dágóð tækifæri. Úrslitin komu þvf eins og reiðarslag á síðustu mínútunni, þegar Hannes benti f þriðja sinn á vítapunktinn í þess- um leik. Víkingar eru sem sé f 1. deild og leika þar með 7 liðum öðrum næsta ár. En Breiðablik fær annað tækifæri og auðvitað verður það ekki gefið, þegar þeir mæta botn- liði 1. deildar í úrslitum um 8. sætið í 1. deild að ári. Breiðabliks- menn eru til alls líklegri, ungir og lifandi leikmenn með nokkra eldri menn sér til trausts og halds. Vík- 1 ingar hafa nú verið f 2. deild f 14 leikár, voru f 1. deild 1955, þegar deildaskiptingin hófst, en féllu það ár. Hefur saga Víkings verið rósum og þymum stráð á vfxl, yngri flokkar „lofað góðu“ ár eftir ár, en síðan hefur ekki tekizt að byggja neitt úr efniviðnum f eldri flokk- unum fyrr en nú að ungir og efni- 'egir leikmenn skipa liöið. Er ó- hætt að óska Víkingi til hamingju með 1. deildina, og jafnfram að hvetja þá til dáða á komandi •sumr- um, því vonandi verða þau ileiri árin en eitt í 1. deildinni að þessu sinni. — jbp —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.