Vísir - 21.08.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1969, Blaðsíða 3
VlSIR . Kmmtudagur 21. ágúst 1969. 3 ■ % • • :s mm m , s * <t, 'Vi ■ ■ { '* wm ■mm Og húsmæðurnar notuðu tækifærið, brugðu sér með bömin út í garð og lögðust í sólbað í skjóli trjánna. t SÓLÞYRSTIR VANGAR Cólþyrstir vangar teygðu sig hvarvetna fram móti þess- ari síðbúnu sumarbirtu. Föl og MYNDSJÁ > VISIS J regngrá andlit drukku í sig hvern sólargeisla. — Kvenfólkið trítlaði léttklætt um strætin og þungstígir kyrrsetumenn urðu meira að segja furöu léttir í spori á heitu malbikinu. Gærdagurinn varð kærkominn undantekning frá þessum vætu sömu hundadögum. Etnn þeirra daga, þegar allt tal um rigningu og kulda gengur guðlasti næst. Þetta kunnu þær líka,að meta stúlkurnar í Vinuskóla borgar- innar. Þær skeyttu engu for- vitni vegfarandanna, vöfðu yfir höfnunum um mittið og stóöu léttklæddar við að snyrta blóma beöin, sem virtust furðufljót að taka við sér aftur eftir miö- sumarshretin. Þær brostu þegar við spuröum hvort sumarið væri loksins kom iö og sögðust vona það. — Hver bekkur á Austurvelli var setinn og víöa mátti í grenndinni sjá fölleitt verzlunarfólk skáskjóta sér fram fyrir búðarborðið og teygja sig rétt sem snöggvast út um gættina. Sama var uppi á teningnum uppi á Klambratúni (sem nú heit • ir víst Miklatún). Þar voru hús mæður úr Hlíðunum og sjálfsagt víðar að komnar með bama- vagnana og létu sólina sleikja sig í skjóli við runnana. Úti á svölum fjölbýlishúsanna í kring blasti alls staðar við sama sjónin. Enginn var svo önnum kafinn að hann gæfi sér ekki stundarkorn til þess aö gá til veðurs þó ekki væri annað. Hins vegar gerast víst fáir veðurglöggir þessa misviðra- sömu daga, og við hér á Vísi vogum okkur ekki að spá áfram haldandi sólskini. Ég þori varla aö vona að sumarið sé komið segir einn hinna föngulegu flokksstjóra hjá Vinnuskólanum og hallar sér fram *á hrífuna. Þær voru að flýta sér í Hlíðavagninn, rétt gáfu sér tíma til þess að brosa framan í myndavél- ina og voru síðan roknar. Ljósmyndarar notuðu tækifærið og munduðu vélar sfnar f góða veðrinu. Hlér sést einn þeirra ræða við tvær ungar blóma rósir á Austurvelli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.