Vísir - 21.08.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 21.08.1969, Blaðsíða 9
9 VÍSIR . Fimmtudagur 21. ágúst 1969. ■ Stelpa eða strákur? Það er slæmur grikkur sem mörg fyrirtæki gera fólki er þau senda ungt fólk í hús með reikn inga. Það er sök sér með reikn ingana, þeim er maöur orðinn vanur, en það er verra með fólk ið sem með þá kemur. Maður yeit hreint ekki, hvort þarna er a ferðinni stúlka eöa piltur. — Það kemur sér ærið óþægilega að geta engan greinarmun gert á hvort maður er að tala við lubba eða trússu. Húsmóðir. ■ Leið mistök. Á síðast liðnum vetri, lét Þjóð leikhúsið þau bA út ganga, að á þessu yfirstandandi sumri, væri fyrirhuguð l«ikfö.r til Ame- ríku og meðal annars til íslend- ingabyggða, en sýna átti verk eftir Laxness. Þegar Vestur-íslendingum bár ust þessar gleðifregnir, byrjuðu þeir aö undirbúa sem bezt þeir gátu móttöku gestanna, og ætl- uðu að fjölmenna f leikhúsin, þar sem íslenzki leikflokkurinn sýndi. Þá er leiö að því að ferðin yrði farin, og tilhlökkun væntanlegra hlustenda og gestgjafa var aö ná hámarki, kom orðsendingin frá Þjóðleikhúsinu, að leikförin yrði ekki farin af óviðráðanlegum or sökum. Þessar fréttir urðu Vestur-ís- lendingum stórkostleg vonbrigði þess hef ég orðið var, af þeim mikla fjölda bréfa sem mér hafa borizt, frá frændfólki og vinum sem ég er í bréfaskiptum við. Sárust hafa vonbrigði full- orðna fólksins orðið. Helgi Vigfússon. ■ Fögur vinarkveðja. Dr. Richard Beck, prófessor, fiutti í Ríkisútvarpið hinn 1. þ.m. einstaklega hugljúfa kveðju eða hugvekju þá er hann ásamt konu sinni frú Margréti, var aö f*ra aftur eftir nokkurra vikna dvöl til sinna heimkynna vestur I Vancouvereyju í Kyrrahafi. Orð hans gætu ef til vill orðið efinhverjum er í fljótfærni hugs sr að allt bezt sé f framandi lönd um, leiðbeining um að svo er ekki, þrátt fyrir tímabundið á- stand hér heima núna. Sjaldan hefi ég hlustað á, eða lesið jafn tilfinningamikið mál, um ísland og það sem íslenzkt er. Útvarpshlustandi. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Skrifar doktorsritgerð með húsverkunum □ „Þegar ég kom til íslands, hafði ég þær hug- myndir um landið, að það væri svipað Alaska, og að líferni fólks hér væri líkt og það var í Alaska hér áður fyrr. En ég fékk sannarlega að skipta um skoðun. Þessi þrjú ár, sem við hjónin höfum dval- izt hér, hef ég aldrei hætt að undrast þann ótrú- lega háa „standard“ á sviði menningar, menntun- ar og almennra lífskjara hér á landi. Og ekki bara miðað vio fólksfjölda." Dorothy Sampas: Skrifar um frönsk utanríkismál fyrir stríð. að er frú Dorothy Sampas, bandarísk kona, gift George Sampas sendiráðsritara í bandaríska sendiráðinu, sem segir þetta um Island. Við heimsóttum hana að heimili þeirra hjóna við Mímis- veg, einn sólskinsdag (raunar þann fyrsta, sem kom í meira en viku) og spjölluðum við hana yfir tebolla úti á svölum. Frú Sampas er um það bil að yfir- gefa ísland eftir þriggja ára dvöl á íslandi. En hún hefur ekki setið aðgeröarlaus á með- an. Nú heldur hún til Washing- ton, þar sem hún mun verja doktorsritgerð í stjórnmálafræð um og fjallar hún um frönsk utanríkismálefni á árunum 1936 -1939. „Það var raunar ekki tilvilj- un, að ég valdi þetta efni. Eftir háskólanám í Bandarikjunum í stjómmálafræðum (political science) réðst ég til starfa hjá utanríkisþjónustunni og dvald- ist bæði í Þýzkalandi og í Frakk landi, þar sem ég stundaði nám í þessum fræöum. Þetta er géysi lega skemmtilegt viðfangsefni og þó að ég hafi stytt ritgerð- ina mikið er hún samt um 3 — 400 blaösíður. Þaö er sannar- lega af nógu aö taka, og ég hef fengið leyfi prófessoranna við háskólann í Washington, „Georgetown“ háskólann, aö hafa ritgerðina svona langa", sagði frú Sampas er við spurð- um hana um ritgerðina og nú víkjum við að veru hennar á ís- landi. Frú Sampas er mikill tón listarunnandi, og kveðst alltaf fara á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Meðan við drekk- um teið, heyrum við óm af tón- list, sem blandast saman við hjal yngri sonar1 þeirra hjóna. „Sá eldri er nu orðinn 5 og hálfs árs, og talar íslenzku reip rennandi. Ég vil fyrir allan mun reyna að halda fslenzkunni við hjá honum. Það er annars ótrú- legt hvað Islendingar eiga gott með að læra tungumál, maður áttar sig ekki á því, að fólk „talar“ ensku, eins og innfætt, löngu áöur en það hefur raun- verulega lært málið. Þið virð- ist eiga svo ótrúlega gott með framburöinn". Og nú er kominn tími til að sonúrinn fái sér eftirmiðdags- blund og meðan frú Sampas kemur honum í ró, litumst við um í hinum fallega garði við húsið þeirra á Mímisveginum. Að vörmu spori kemur frú Sampas aftur, sonurinn stein- sofnaður og við höldum áfram að spjalla um íslendinga, því frú Sampas skilur vel, aö Islend ingar hafa alltaf mikinn áhuga á því hvað útlendingum finnst um landiö. „Þetta hafa verið stórkostleg ár héma á fslandi. Og þó að ég dáist að mörgu, t. d. ykkar velbyggðu húsum og góðu lffs- kjörum, þá eru framlög ykkar á sviði Iista og menningarmála, það sem hefur undrað mig mest. I ekki stærri borg en Reykja- vík, hafa fleiri hundruð manna atvinnu af t. d. tónlist og leik- list. Og Sinfóníuhljómsveitin ykkar er ekki bara góð miðað við fólksfjölda. Hún er góð á almennan mælikvarða, og við höfum fengið að heyra hér tón- list sem við fáum ekki að heyra í Bandarikjunum nærri strax t.d. ýmsa nýja tónlist frá Norður- löndunum og ýmsum Evrópu- löndum. Það er ótrúleg fjöl- breytni sem þessi hljómsveit hef ur í verkefnavali, og þó að ég hafi ekki fylgzt eins vel með öðrum menningarmálum, þá þarf ekki annað en vitna til hinna fjölmörgu málverka og leiksýninga, sem hér er boðið upp á“. . — „En hvað með íslendinga, sjálfa — hvernig kanntu við fólkið?" „Einangrunin hér er að vissu leyti til mikilla bóta, t. d. get- ið þið fylgizt með öllum nýjum stefnum í þjóðfélagsmálum og öðru, utan frá, áður en þær ná hingað. Það frelsi sem fylgir þv£ landi, sem ekki þarf aö berjast við eiturlyfjavandamál- ið, verður seint metið til fulls. — Allir þessir hlutir eru mjög þýðingarmiklir i mlnum augum, og þá svo auövitað hinn almenni menningar „standard" — þjóð- arinnar. Fólkið er opið á sinn hátt, en í rauninni er erfitt að dæma „persónu" þjóðarinnar, þegar maður skilur ekki tungu- málið. Þær konur sem ég hef kannski hvað mestan áhuga á að kynnast, og sem ég held að séu sönnustu Islendingarnir, tala yf irleitt ekki ensku. Það eru rosknu konurnar, sem ganga um göturnar f peysufötum, með fléttur niður á bak. Ég vildi aö ég hefði getað kynnzt þeim.“ „Hvað með íslenzkar konur yfirleitt. Finnst þér þær of háð- ar „sterka kyninu“ eins og margar útlendar konur, sem hér hafa dvaliö, ál£ta?“ „Það er auðvitað erfitt að átta sig á „áhrifum“ kvenna, bæði innan heimilis og utan. Þær hafa oft undirtökin f ýms- um málum þó að valdabaráttan fari leynt;. Én að einu leyti eru þær þó mjög sjálfstæðar, og sýna, að mfnu viti, mikla hæfi- leika og dugnað. Þær gera svo geysilega mikið sjálfar, sem bandarískar konur myndu ekki láta sig dreyma um, t. d. rya, hekla, prjóna og búa til alls kon ar fallega hluti í tómstundum sínum. Þetta ber vott um visst sjálfstæöi í hugsun, og er ef til vill afleiðing af ykkar löngu vetrarkvöldum. Vonandi verður sjónvarpið ekki til að eyðileggja þann góða sið.“ „Þú segir að þér viröist lífs kjör hér mjög góð — jafnvel í samanburði við Bandarfkin, eða hvað?“ „Ég veit að hagskýrslur sam þykkja ekki þessa skoðun mfna, en þegar við lítum á, að þið hafið enga raunverulega fá- tækt f landinu, eins og viö höf- um þá horfir málið öðruvísi við. Jafnvel fólk með meðaltekj ur, hugsar sig tvisvar um áður en það fer til læknis f Banda- ríkjunum, svo dýrt er það. Og það eru óteljandi aðrir hlutir, sem þið hafið, en við ekki. Borg- ir ykkar stækka, f samræmi við skipulag, en ekki algerlega ó- stjórnað eins og víða f Banda- rfkjunum“. Nú er tekið að kula dálftið á svölunum, enda þótt sólin sé ennþá örlát á geisla sfna, og við ljúkum úr tebollanum og um leið og viö óskum frú Sampas góðrar ferðar og geng- is vestur um haf með ritgerð- ina sína, segir hún: „Gott að ég fékk ekki áhuga á fs lenzkum stjómmálum. Ég hefði áreiðanlega orðið til að túlka allt of margar skoðanir. — En ég hef sannarlega hug á að heim sækja ísland aftur, þó að ég eigi tæplega eftir að búa hér, þar sem maðurinn minn fer til starfa hjá Norðurlandadeild ut- anrfkisþjónustunnar f Washing ton. En ég á eftir að segja mörgum frá íslandi, og þessum stórkostlegu þremur árum okk ar hér“. nísiasm Er sumarið loksins komið? Viö leggjum spurninguna að þessu sinni aðeins fyrir brosmild ar stúlkur eins og myndimar bera með sér. Sólveig Þorsteinsdóttir: Jú, ég vona það svo sannarlega og það er víst ekki seinna vænna. Edda Ólafsdóttir: Ég veit svei mér ekki. Það mætti halda það. Við erum víst nógu lengi búin aö bera regnkápur og þykkar úlp- ur. . , Sigrún Davíðsdóttir: Æi jú, ég vona þaö. En þaö kemur reynd- ar full seint. Alma Guömundsdóttir: Ósköp á ég bágt meö að trúa því. Manni er farið að lærast að vera svo- lítið svartsýnn f þeim efnum. Halldóra Helgadóttir: Hann gæti svo sem allt eins byrjað að rigna á morgun. — Nei annars það er bezt að vera bjartsýnn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.