Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 4
Reyndi að breyta verki •/ skaparans EINS OG EVA SJÁLF. Þessi hárprúða stúlka, sem við sjáum á myndinni fékk skyndi- lega ómótstæðilega löngun til að líkjast formóður kvenkynsins, Evu. Auðvitað vantaði hana höfuð prýöina, hið skósíða hár. Hún var ekki lengi að bæta úr því þar sem einn framtakssamur i heima- borg hennar, London, selur ein- mitt Evuhárkollur. Þær kosta aö vísu einar litlar 60 þúsund, en hver setur það fyrir sig, þegar áhuginn er fyrir hendi. Það er dýrt að vekja athygli. Þessi horgaði bara 60 þús. í þeim tilgangi, enda árangurinn eftir því. Takið bara eftir virðulega manninum í bakgrunninum. Saunders er leikari. Hann er svertingi. I örvæntingarfullri til- raun til að fá kvikmyndahlutverk notaði hann litarefni á andlit sitt og hendur til að verða „hvítur“. Kremiö brenndi húð hans svo Hér er Saunders orðinn „svart- ur“ aftur. Með honum er dóttir hans, Justine. illa, að einungis snör og skynsam leg viöbrögð konu hans, sem kom honum strax á sjúkrahús, björg- uðu honum frá varanlegum lýt- um. Ray Saunders var orðinn vel þekktur sem leikari 1 negrahlut- verkum Ameríku og stjarna hans fór síhækkandi. Svo var það, að hann giftist hvítu stúlkunni, Jocelyn, eftir það lokuðust dym ar að upptökuherbergjum kvik- myndanna. Jafnvel hinn góði vin- ur Saunders, Oscars-verðlaunahaf inn, Sidney Poiter, gat ekki hjálp aö honum. Hann flutti til Ítalíu og fékk þar titilhlutverk, en eftir það, ekki neitt. Hann var atvinnulaus £ nokkra mánuði. Að lokum þoldu taugar hans þetta ekki lengur og þá gerði hann þessa örlagaríku tilraun til að breyta því, sem skaparinn hafði gert. „Mig. langaði til að verða leik- ari, en ekki aðeins negri“, út- skýrði hann seinna. „Mig langaði til að tjá mannlegt líf og tilfinn- ingar burtséð frá því hvernig það væri á litinn. Kóngafólkið alltaf í fréttunum Að vera konungborinn er það sama og vera almenningseign. Það er ekkert það, sem þú gerir, sem öllum kemur ekki við. Þú getur ekki heimsótt þína eigin systur án þess að ljósmyndari sé þar einnig viðstaddur. Á þess- ari mynd sjáum við einmitt slík- an atburö það er Margrét ríkis- erfingi Danmerkur, sem þarna er að heimsækja Önnu systur sína, sem er drottning Grikklands, en er nú sem stendur I útlegð í Róm. — Anna María á bráðlega von á þriðja barni sínu. Kona Saunders sést hér veita manni sínum aðstoð, þegar hann i kom út af sjúkrahúsinu. Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 24. september. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Þú færð að öllum líkindum þær fréttir í dag, sem verða til þess aö þú breytir að einhverju leyti um stefnu, eða ef til vill við- fangsefni, ef ekki strax, þá áð- ur en langt um liöur. Nautið, 21. apríl—21. maí. Hugsun þín virðist frjó í dag, gefðu gaum aö því, sem þér dett ur £ hug og þá með það fyrir augum að vinna betur úr þv£, sem þér Iízt þess virði að fram- kvæma þaö. Tviburamir, 22. mai—21. júni Þú virðist eiga i nokkrum erfið- leikum, að öllum líkindum að einhverju leyti í sambandi við peningamálin. Það getur farið svo, að þér gangi erfiðlega að komast að samningum. Krabbinn, 22. júní—23. júlí. Enn áttu í miklu annríki, en þótt það kunni að vera þess eðlis, að þér sé það ekki óljúft, skaltu gæta þess að ofþreyta þig ekki. Peningamálin kunna að valda nokkrum áhyggjum. Ljóniö, 24. júlí—23. ágúst. Þú átt skammt £ einhvern mann fagnað, þar sem líklegt er að þú vekir mjög jákvæða athygli, eða kynnist einhverjum, sem þér er fengur að. Dagurinn verð- ur vafalítið notadrjúgur i heild. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Það lítur út fyrir að þú þurfir að jafna nokkurn meiningarmun heima fyrir, eða koma á sáttum milli nákominna aðila. Sennilegt að það veitist auöveldara en þú heldur. Vogin, 24. sept.—23. okt. Dagurinn veröur dálítið tvískipt ur, fyrir hádegið mim margt ganga öðruvísi en þú kýst, en þegar á líöur er ekki ólíklegt að margt gangi betur en þú þorð ir að gera ráö fyrir Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Þú þyrftir að taka þér nokkra stund til að átta þig rólega á hlutunum og athuga hvemig hyggilegast muni verða að snú- ast við þeim verkefnum, sem þú átt fram undan. Bogtpaöurinn, 23. nóv.—21. des. Varastu ósanngimi í garð þinna nánustu í dag, jafnvel þótt þér finnist að þú komist ekki hjá að gagnrýna vissa hluti í fari þeirra, skaltu gæta þar allrar hófsemi Steingeitin, 22. des.—20. jan. Það lítur út fyrir að þú verðir fyrir einhverjum vonbrigðum £ sambandi við áhugamál þín. Ekki skaltu samt láta það draga úr þér kjark, heldur taka betur á framvegis. Vatnsberinn, 21. jan. —19. febr. Þótt þú eigir annríkt, skaltu grípa hvert tækifæri sem gefst til að slaka á og hvíla þig, eink- um þegar líður á daginn Taktu leiðbeiningar vina þinna til greina. Fiskamir, 20. febr.—20. marz. Gættu skapsmuna þinna vel í dag, það kann að hafa langvar- andi afleiðingar ef þú segir eitt- hvað, sem særir kunningja þína eða samstarfsmenn, og sem i rauninni er ekki sannfæring þín.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.