Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 7
V í S I R . Þriðjudagur 23. september 1969. 7 I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGiJN UTLÖND 40000 Norður Víetnmar hernema svæði í Laos Fullfrúi Laos ræðst á kommúnista FULLRÚI hins hlutlausa ríkis Laos réöst í gær á Norður-Víetnam í ræðu á Allsherjarþinginu. Kvað hann 40.000 hermenn frá Norður-Víetnam komna inn í land sitt og halda stór um hlutum þess hernumd- um. — Þessir útlendingar stjórnuðu uppreisnarsveit- um kommúnista í Laos, svo nefndum Pathet Lao sveitum. Khamphan Panya gerði hörðustu hríð, sem nokkurt ríki hefur enn orðið fyrir á þessu allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Minnti hann á hið „gleymda stríð“ í landi sínu, sem staðið hefur í 20 ár. Norður-Víetnam hefði með of- beldi komið sér upp aöflutningsleiö- um gegnum Laos, þar sem hermenn og hergögn væru flutt til Suður- Víetnam. Þetta er hin svonefnda „Ho Chi Minh ieið“. „Stríðið í Laos er tvímælalaust óréttlætanlegt, siðlaust og tilefnis- laust,“ sagði fulltrúinn. „Það er siðlaust að tengja styrjöldina í Ví- etnam deilum í Laos. Líf fólks má ekki vera komið undir átökum, sem það ber ekki ábyrgð á.“ // Bandaríkin eru stríði í Laos' — segir Washington Post £ „Bandaríkjamenn eiga í al- gerri styrjöld í Laos, hversu mjöj! sem ráðamenn neita því.“ Svo segir hið virta blað Washing- ton Post í morgun. Blaðið fagnar framkomnum tillögum í utanríkis- nefnd öldungadeildarinnar, að skuld bindingar Bandaríkjanna í Laos skuli rannsakaðar. „Það eru ósannindi,“ segir hið bandaríska blað, „að ekki séu aðr- ir hermenn bandarískir í Laos en nítján flugliðar. Fiugvélar Banda- ríkjamanna fljúga fleiri árásarferðir yfir La-os en þær fóru í Norður-Ví- etnam í hámarki sprengjuárásanna þar. Flugmenn Bandaríkjánna veita innfæddum stjórnarhermönnum vernd, og í fyrri viku var upplýst í Thailandi, að hermenn Thailend- inga, klæddir einkennisbúningum Laos-manna, sæktu fram á sléttun- um. Bandarískar flugvélar studdu þessa hermenn," segir blaðiö. „Ríkisstjómin veröur að segja sannieikann í þessu máii, og hvað er í húfi.“ Frá Námsflokkum Reykjavíkur Námsflokkar Reykjavíkur taka til starfa um n. k. mánaðamót. Innritun hefst 26. september n. k., og verður nánar auglýst þann dag. Upplýsingar eru veittar í fræðsluskrifstofu Reykja- víkur, Tjarnargötu 12, sími 21430. Námshjúkrunarkonur Námsstöður við skurðdeild Borgarspítalans eru lausar frá 1. nóvember. Upplýsingar gefur forstöðukona spít- alans. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgarspít- alanum fyrir 10. október n. k. Reykjavík, 18. 9. 1969. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Sknfstofustúlka étekast við bókhald. Verzlunarskóla- eða Sam- vinnuskólamenntun æskileg. Laun skv. launa- kerfi opinberra starfsmanna. IJmsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf send- ist fyrir 30. þ. m. Skrifstofa Rannsóknastofnana atvinnuveg- anna Skúlagötu 4. Souvanna Phuma, leiðtogi Laos- nianna. — Ósamlyndi við kommún- ista færist í vöxL 13 farast í óveðri í Skandinavíu 13 fórust í stórviðri, sem gekk í gær yfir mikinn hluta Suður- Sviþjóðar, Kattegat og Norður- Dainmörku. Mörg hundruð manna munu hafa slasazt og er tjónið metið á tugi milljóna íslenzkra króna. Pueblo- njósnaskip lögð niðyr # Bandaríkin hafa hætt að sigla njósnaskipum af sömu gerð og Pu- eblo við Kóreustrendur, að sögn hermálaráðuneytisins í Washing- ton i morgun. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að tvö systurskip Pueblo muni lögð niður Pueblo var mjög í fréttum er það var hertekið og því siglt til Norður-Kóreu í janúar árið 1968. Segja menn nú, aö fjármálaástæður valdi þessari breytingu, og sé hún þáttur í sparnaðarviðleitni Nixons forseta. Skip annarrar tegundar og flug- vélar munu taka við þessu starfi, og er sagt, að kafbátar geti leyst verk- efniö, án þess að verða í sömu hættu og skip af Pueblogerð hafa verið. Er jafnvel HUSAK of frjálslyndur? • Áhlaup heittrúarkommúnista í Tékkóslóvakiu gæti hæglega orðið Gustaf Husak, formanni flokksins, að falli. Husak hefur þó reynt að óhlýönast ekki sovézkum yfirboö- urmn. Nú herma fregnir, að ósamlyndi sé komiö upp milli Husaks og Vasil Bilaks, sem stýrir fylkingu ein- drægra Moskvusinna í flokknum. Ágreiningur er um örlög Dubceks og Smrkovskys. Fundi miðstjömar var frestað á dögunum vegna deiln- anna. Sagt er, aö helztu stuðningsmenn Husaks I mildari afstöðu til „svik aranna“ séu Cernik, forsætisráð- herra, og Svoboda, forseti. Með Bil- ak standa þeir Drahomir Holder, fyrrum meðlimur forsætisnefndar, og Oldrich Svetska, sem nú ritstýrir málgagni flokksins, Tribuna.. „v>PASb *'*£:+* Tilboð óskast í lögun lóðar Á.T.V.R. við Dragháls. Um er að ræða jöfnun lóðar, girð- ingu, malbika vegi, grasfleti, gróðurreiti og framræslu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn kr. 1.000,— skilatryggingu. Tilboð verða opnuð mánudaginn 29. septem- ber n. k. H A U S T T í 2 K A N 1969 Alltaf fjöl- breitt úrval, en þó aldrei meira en í haust. Okkar fag er: Tízkan Vönduð vinna í Vönduð snið Þegar þér leitið að haustfatnað- inum í ár, spyrjið þá um Slimma DÚKUR hf. BUXUR PILS & DRAGTIR FRÁ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.