Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 8
V1SIR . Þriðjudagur 23. september 1969. VISIR Utge<andi: ReyKjaprent n.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoöarritstjöri: Axel Thorsteinsoo Fréttastjon: Jón Bir^ir Péturssoo Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsia: Aðaistræti 8. Simi 11660 Ritstjórb: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 1 mánuði innanlands f lausasöJu kT. 10.00 eintakið Prentsmiðia Visis — Edda hi. ^ð vilja og geta AHir íslenzku stjómmálaflokkarnir hafa á stefnuskrá sinni að rafvæöa landið af kappi. Jafnframt bera þeir upp á Alþingi frumvörp og þingsályktunartillögur um orkumál. Allir vilja þeir eigna sér mesta áhugann á rafvæðingu landsins. En það er hlægilega auðvelt að hafa áhuga á raf- orkumálum og festa á pappír hugleiðingar um stór- virkjanir. Það eru framkvæmdirnar, sem eru erfiðar. Og það jafngildir engum framkvæmdum, þótt stjórn- málaflokkar birti hástemmdar stefnuskrár eða leggi fram sýndartillögur á Alþingi. Raunverulegur áhugi á orkumálum verður ekki mældur í slíkri tómstunda- iðju, heldur í áþreifanlegum aðgerðum. Tómstundaiðja af þessu tagi er vitanlega meinlaus, ef menn taka ekki of mikið mark á henni. En verra er, þegar stjórnmálamenn afneita því í öðru orðinu, sem þeir hafa sagt í hinu. í þá gryfju hefur stjórnar- andstaðan á íslandi fallið. Oddamenn hennar hafa ætíð gengið af göflunum, þegar rætt hefur verið um að nota erlent fjármagn til að byggja upp stóriðju á íslandi. „Það er verið að selja landið erlendum auð- hringum", segja þeir. Og með því að vera á móti er- lendri stóriðju á íslandi eru þeir í reynd á móti orku- þróun Islands, þótt þeir hafi annað á orði. Oddamenn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar tekið málið raunhæfum tökum. Þeim hefur lengi ver- ið ljóst, að ekki yrðu reistar neinar stórvirkjanir á íslandi, nema kaupendur að orkunni fengjust. Á þess- ari einföldu staðreynd byggist hið glæsilega framtak íslendinga í orkumálum, sem hófst með yirkjuninni við Búrfell. Þetta tókst, aðeins vegna þess að í farar- broddi voru raunsæir hugsjónamenn, Jóhann Hafstein í stóriðjumálunum og Ingólfur Jónsson í orkumálun- um. Með hjálp margra góðra manna hefur.þeim tekizt að tengja saman draumana um stórvirkjanir og stór- iðju og gera þá að sameinuðum veruleika. íslendingar standa nú á þröskuldi orkualdar. Búr- fellsvirkjun og Straumsvíkurverið voru prófsteinn- inn. Eftir hinn góða árangur, sem þar hefur náðst, sjáum við nú fram á hraða stækkun beggja þessara iðjuvera. Við sjáum fram á byggingu Sigölduvirkjun- ar eða annarrar hliðstæðrar virkjunar á næstu f jórum árum. Við sjáum fram á ýtarlegar orkurannsóknir næstu fimm árin, sem muni leiða til beizlunar megin- hluta vatnsorku landsihs á næstu tveimur áratugum. Og við sjáum fram á byggingu eins stærsta orkuvers í heimi, Austurlandsvirkjunar. Við sjáum fram á allt þetta, vegna þess að við vitum, hvernig á að tengja orkuþróunina við uppbyggingu stóriðju fyrir erlent f é. Við munum brosa að afturhaldsmönnunum, sem hafa verið andvígir erlendu stóriðjufé og jafnframt þótzt styðja orkuþróun landsins. Hins vegar munum vlð styðia þá menn,sem hafa fundið raunsæja leið til að -gera hugsjónir okkar að veruleika. Við munum styðja þá menn, sem hafa á undanförnum árum sýnt, að þeir bæði vilja og geta. Beinar forsetakosningar mundu styrkja lýðræðið I Bandaríkjunum Litlu munabi oð illa færi ¦ Verður fyrirkomulagi forsetakosninga í Bandaríkjunum breytt? Á því eru nú taldar allmiklar líkur. Kerfið hefur hingað til verið með þeim hætti, að í sérhverju riki innan Bandaríkjanna hafa verið kosnir kjörmenn, ákveðinn fjöldi í hverju ríki. Samkunda þessara kjörmanna kýs svo forsetann. Þetta hefur nærri leitt til vandræða. Já frambjóðandi, sem fær flest atkvæði í einhverju rlk gerist í forsetakosningum hér á Islandi til dæmis. sterki í þessu máli, fyrrverandi Suðurríkjademókrati, en póli- tískt hægra megin við republik- ana. Wallace hefði getað fyr- irskipað kjörmönnum sínum að • styðja hvorn sem var og því ráðið því, hver varð forseti Bandaríkjanna, þótt hann hefði miklu minna fylgi en Nixon og : Humphrey, og auðvitað hlotið i nokkra umbun fyrir hjá sigur- vegaramun. Til þess að hindra þetta höfðu nokkrir kjörmanna, strax áður en tölur voru kunnar, fliug ' P-V á 10. síðu. Nixon. Wallace hafði nærri • skapað vandræði inu, fær alla kjörmenn þess ríkis en aðrir frambjóðendur engan. Jafnan er leitazt við, að fjöldi kjörmanna, sem einstök ríki fá sé i réttu hlutfalli við hlutfalls legan fólksfjölda þeirra.' Þð er augljóst, að atkvæðaflesti fram- bjóðandinn í landinu öllu þarf ekki nauðsynlega að vera sá, sem flesta kjörmenn fær sam- ánlagt. Frambjóðandi gæti til dæmis unnið sigur í stærstu ríkjunum, svo sem Kaliforníu a% New York, með aðeins ör- fáum atkvæöum umfram keppi naut sinn. Keppinauturinn gæti hins vegar sigrað með yfirburð um i fjölda smærri rikja. Sá atkvæðaflesti í Kaliforníu og New York fengi alla kjörmenn þessara fjölmennu ríkja, en keppinauturinn engan kjör- mann. Með því að vinna örfá önnur ríki, fengi sigurvegarinn í stóru ríkjunum fleiri kjörmenn samanlagt en andstæðingurinn og yrði kjörinn forseti, en and- stæðingurinn kynni vel að hafa samanlagt fleiri atkvæöi á land- inu öllu. Þannig yrði sá ekki kjörinn, sem flest atkvæði fengi. Fulltrúadeildin samþykkti Meðmælendur breytts fyrir- komulags segja, að úr þessu hugsanlega misrétti veröi að- eins bætt með því, að forseta- kosningarnar verði beinar þann- ig að samanlögð atkvæöi á land inu öllu ráöi úrslitum, svo sem Þetta mál er mjög á döfinni í Bandaríkjunum um þessar mund ir. Fulltrúadeild þingsins hefur þegar samþykkt það, og kemur þá til kasta öldungadeildarinnar og síðan þinga einstakra rikja. Þessar samkundur verða að sam þykkja málið með 2/3 og 3/4 atkvæða, eigi stjðrnarskrárbreyt ingin aö ganga fram. Orsaka þéssa skyndilega &- huga er skammt að leita. í kosn ingunum í fyrra munaði mjóu, að Nixon, sem flest atkvæði fékk, næði ekki hreinum meiri- hluta kjörmanna. Aðrir kjör- menn skiptust milli Hubert Humphrey, frambjóðanda demó- krata, og George Wallace, fram bjóðanda óháða flokksins. Fram á síöustu stundu talningarinnar ræddu menn um möguleikann á því, að enginn fengi hreinan meirihluta. Þá hefði hinn Ihalds samasti frambjóðendanna, Suð- urríkjamaðurinn Wallace, getað skapaö vandræði. Wallace hefði ráðið Hvað hefði gerzt? Máliö er ekki svo einfalt, að kjörmenn hefðu á fundi sinum greitt at- kvæöi hver með sinum fram- bjóöanda og sá unnið er flest fékk Enginn er kjörinn forseti nema hann fái hreinan meiri- hluta atkvæða kjörmanna. Hefði þessi meirihluti ekki verið til staðar, var leiðin opin til sam- ingamakks Það lætur að líkum að Wallace hefði verið hinn ... og Nixon fékk nærri jafn mörg atkvæði og Kennedy, þótt miklu munaði á kjör- mönnum. LfJta',jm.L rr"..'."^''.-'?"^!'.^":

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.