Vísir - 23.09.1969, Side 8

Vísir - 23.09.1969, Side 8
s V í S IR . Þriðjudagur 23. september 1969. VÍSIR Utgeíandi ReyKjaprent n.t. \ Framkværndastjón Sveinn R. Eyjólfsson / Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \ Aðstoðarritstjóri : Axei Tborsteinsou í Fréttastjon: Jón Birgir Pétursson \ Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ( Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 ) Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Síml 11660 (í Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5- línur) ) Áskriftargjald kr. 145.00 4 mánuði innanlands ( I lausasölu kr. 10.00 eintakið f Prentsmiðia Visis — Edda h.f. \ aflMHMI■Bs'f'" j Að vilja og geta AKir íslenzku stjórnmálaflokkarnir hafa á stefnuskrá / sinni að rafvæða landið af kappi. Jafnframt bera þeir ) upp á Alþingi frumvörp og þingsályktunartillögur ) um orkumál. Allir vilja þeir eigna sér mesta áhugann ) á rafvæðingu landsins. y En það er hlægilega auðvelt að hafa áhuga á raf- ( orkumálum og festa á pappír hugleiðingar um stór- / virkjanir. Þaö eru framkvæmdirnar, sem eru erfiðar. ) Og það jafngildir engum framkvæmdum, þótt stjórn- J málaflokkar birti hástemmdar stefnuskrár eða leggi ( fram sýndartillögur á Alþingi. Raunverulegur áhugi / á orkumálum verður ekki mældur í slíkri tómstunda- ) iðju, heldur í áþreifanlegum aðgerðum. ) Tómstundaiðja af þessu tagi er vitanlega meinlaus, ) ef menn taka ekki of mikið mark á henni. En verra (( er, þegar stjórnmálamenn afneita því í öðru orðinu, /( sem þeir hafa sagt í hinu. í þá gryfju hefur stjórnar- )) andstaðan á íslandi fallið. Oddamenn hennar hafa ) ætíð gengið af göflunum, þegar rætt hefur verið um ) að nota erlent fjármagn til að byggja upp stóriðju ) á íslandi. „Það er verið að selja landið erlendum auð- ( hringum“, segja þeir. Og með því að vera á móti er- / lendri stóriðju á íslandi eru þeir í reynd á móti orku- / þróun íslands, þótt þeir hafi annað á orði. ) Oddamenn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar ) tekið málið raunhæfum tökum. Þeim hefur lengi ver- ) ið Ijóst, að ekki yrðu reistar neinar stórvirkjanir á (' íslandi, nema kaupendur að orkunni fengjust. Á þess- / ari einföldu staðreynd byggist hið glæsilega framtak / íslendinga í orkumálum, sem hófst með virkjuninni ) við Búrfell. Þetta tókst, aðeins vegna þess að í farar- ) broddi voru raunsæir hugsjónamenn, Jóhann Hafstein ) í stóriðjumálunum og Ingólfur Jónsson í orkumálun- Í! um. Með hjálp margra góðra manna hefur þeim tekizt ) að tengja saman draumana um stórvirkjanir og stór- ) iðju og gera þá að sameinuðum veruleika. 1 íslendingar standa nú á þröskuldi orkualdar. Búr- ( fellsvirkjun og Straumsvíkurverið voru prófsteinn- | inn. Eftir hinn góða árangur, sem þar hefur náðst, ) sjáum við nú fram á hraða stækkun beggja þessara ) iðjuvera. Við sjáum fram á byggingu Sigölduvirkjun- ) ar eða annarrar hliðstæðrar virkjunar á næstu fjórum ) árum. Við sjáum fram á ýtarlegar orkurannsóknir / næstu fimm árin, sem muni leiða til beizlunar megin- / hluta vatnsorku landsihs á næstu tveimur áratugum. J Og við sjáum fram á byggingu eins stærsta orkuvers í ) heimi, Austurlandsvirkjunar. Við sjáum fram á allt ) þetta, vegna þess að við vitum, hvernig á að tengja \ orkuþróunina við uppbyggingu stóriðju fyrir erlent fé. i Við munum brosa að afturhaldsmönnunum, sem : hafa verið andvígir erlendu stóriðjufé og jafnframt þótzt styðja orkuþróun landsins. Hins vegar munum ): við styðia þá menn, sem hafa fundið raunsæja leið til ) að gera hugsjónir okkar að vpruleika. Við munum styðja þá menn, sem hafa á undanförnum árum sýnt, ’ að þeir bæði vilja og geta. '/ Beinar forsetakosningar mundu styrkja lýðræðið í Bandaríkjunum Litlu munabi oð illa færi ■ Verður fyrirkomulagi forsetakosninga í Bandaríkjunum breytt? Á því eru nú taldar allmiklar líkur. Kerfið hefur hingað til verið með þeim hætti, að i sérhverju ríki innan Bandaríkjanna hafa verið kosnir kjörmenn, ákveðinn fjöldi I hverju ríki. Samkunda þessara kjörmanna kýs svo forsetann. Þetta hefur nærri leitt til vandræða. 2á frambjóðandi, sem fær flest atkvæði í einhverju rík gerist í forsetakosningum hér á íslandi til dæmis.- sterki í þessu máli, fyrrverandi Suðurríkjademókrati, en póli- tískt hægra megin við republik- ana. Wallace hefði getað fyr- irskipað kjörmönnum sínum að styðja hvom sem var og því ráðið því, hver varð forseti Bandaríkjanna, þótt hann hefði miklu minna fylgi en Nixon og Humphrey, og auðvitað hlotið nokkra umbun fyrir hjá sigur- vegaranum. Til þess að hindra þetta höfðu nokkrir kjörmanna, strax áður en tölur voru kunnar, íhug D->- á 10. síðu. Wallace hafði nærri skapað vandræði inu, fær alla kjörmenn þess ríkis en aðrir frambjóðendur engan. Jafnan er leitazt við, að fjöldi kjörmanna, sem einstök ríki fá sé í réttu hlutfalli við hlutfalls legan fólksfjölda þeirra. Þó er augljóst, að atkvæöaflesti fram- bjóðandinn í landinu öllu þarf ekki nauðsynlega að vera sá, sem flesta kjörmenn fær sam- ánlagt. Frambjóöandi gæti til dæmis unnið sigur i stærstu ríkjunum, svo sem Kalifomíu og New York, meö aðeins ör- fáum atkvæöum umfram keppi naut sinn. Keppinauturinn gæti hins vegar sigrað með yfirburð um í fjölda smærri ríkja. Sá atkvæðaflesti í Kaliforníu og New York fengi alla kjörmenn þessara fjölmennu rikja, en keppinauturinn engan kjör- mann. Með því aö vinna örfá önnur ríki, fengi sigurvegarinn í stóru ríkjunum fleiri kjörmenn samanlagt en andstæðingurinn og yrði kjörinn forseti, en and- stæðingurinn kynni vel að hafa samanlagt fleiri atkvæði á land- inu öllu. Þannig yrði sá ekki kjörinn, sem flest atkvæði fengi. Fulltrúadeildin samþykkti Meðmælendur breytts fyrir- komulags segja, að úr þessu hugsanlega misrétti verði að- eins bætt með því, að forseta- kosningarnar veröi beinar þann- ig að samanlögð atkvæöi á land inu öllu ráði úrslitum, svo sem Þetta mál er mjög á döfinni í Bandaríkjunum um þessar mund ir. Fulltrúadeild þingsins hefur þegar samþykkt það, og kemur þá til kasta öldungadeildarinnar og síðan þinga einstakra ríkja. Þessar samkundur verða að sam þykkja málið með 2/3 og 3/4 atkvæða, eigi stjómarskrárbreyt ingin að ganga fram. Orsaka þessa skyndilega á- huga er skammt að leita. í kosn ingunum í fyrra mxmaði mjóu, að Nixon, sem flest atkvæði fékk, næði ekki hreinum meiri- hluta kjörmanna. Aðrir kjör- menn skiptust milli Hubert Humphrey, frambjóðanda demó- krata, og George Wallace, fram bjóðanda óháða flokksins. Fram á síðustu stundu talningarinnar ræddu menn um möguleikann á því, að enginn fengi hreinan meirihluta. Þá hefði hinn íhalds samasti frambjóðendanna, Suð- urríkjamaðurinn Wallace, getað skapaö vandræði. Wallace hefði ráðið Hvað hefði gerzt? Málið er ekki svo einfalt, að kjörmenn hefðu á fundi sínum greitt at- kvæöi hver með sínum fram- bjóðanda og sá unnið er flest fékk Enginn er kjörinn forseti nema hann fái hreinan meiri- hluta atkvæða kjörmanna. Hefði þessi meirihluti ekki verið til staðar, var leiðin opin til sam- ingamakks Það lætur að líkum að Wallace hefði verið hinn ... og Nixon fékk nærri jafn mörg atkvæði og Kennedy, þótt miklu munaði á kjör- mönnum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.