Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 9
V1S IR . Þriðjudagur 23. september 1969, 9 risnsm: Finnst þér rétt að blanda mjólkina til að koma í veg fyíir mjólkurskort? Ingibjörg Eyþórsdóttir, húsmóð- ir. „Mér finnst það ekki æski- legt. Ég er alveg á móti því.“ Halldór Guðmundsson, af- greiðslumaður Vatnsvirkjanum. „Ég vil hafa hana óþynnta. Þeir hljóta að geta fundið einhver önnur ráð.“ Birna Bjömsdóttir, húsmóðir. „Mér finnst það alger óþarfi. Hún mætti þá gjarnan lækka í verði í staðinn." Gunnar Einarsson, málari. Alls ekki. Ég heimta þá bara mjólkur lækkun.“ Svandís Jónsdóttir, húsmóðir. „Mér finnst nú alls ekki of mikil fitan í henni, þó aö þeir fari nú ekki að þynna hana “ FJAÐRAFOK ÚT AF „FJAÐRAFOKI“ — Spjallað við Matthias Sensasjón? — Leitast rithöfundurinn ekki alltaf við að vekja hana eins og blaðamaðurinn, þótt aðferðir þeirra séu ólíkar og markmiðið annað? Leikrit Matthiasar Johannessen, sem frumsýnt var nú fyrir helgina í Þjóðleikhúsinu sýnir vandamál, sem opinberaðist á sínum tíma meðal annars í frægri „sensasjón“ blaðanna. Og það er á mönnum að heyra, að menn hafi ýmsar skoðanir á leikriti Matthíasar og þeim vandamálum, sem um er fjállað. — jpinnst þér vera sensa- sjón í þessu? spyr Matthías á móti, þegar Vísis- maður innir hann um þessa hluti. Ég veit það ekki. Ég hef einu sinni lent í svipuðu. Það var, þegar ég skrifaði „f komp- aníi við allífið“ Fólki þótt þaö afskaplega skrítið að blaðamað- ur við Morgunblaðið skyldi skrifa þá bók. Hugsunarháttur- inn var líka svolítið öðruvísi þá. Út af þessu varð heilmikið fjaðrafok. — Þetta verður þá fjaðrafok út af „Fjaðrafoki". Þessi þrúgandi leiðsögn — Nú viröast allir óðir og uppvægir vilja setja þetta leik- rit í samband við Bjargsmáliö, svonefnda? — Leikritið snertir svipuð vandamál og þar voru fyrir hendi. En þetta er algilt vanda- mál. Auðvita er Bjargsmálið angi af þessu vandamáli. Ég fylgdist með því sem blaðamaður á sín- um tíma og það getur vel verið að það hafi haft einhver áhrif á mig í sambandi við þetta leikrit. — Eru það einhverjar sér- stakar ástæður í þjóðfélaginu, sem hvetja þig til þess að skrifa þetta verk? — Vandamál velferðarríkis- ins, — þessi, að mínu viti, þrúg- andi leiðsögn hins ósýnilega valds. Þess vegna hefðu „for- stöðukonurnar“ getað komið fram andlitslausar við uppgjör þeirra í leiknum þó að sú sena sé fullkomlega realistisk eins og allt verkið. Svo'virðist sem fólk hafi ríka þörf fyrir þessa leið- sögn. Sjáum bara stjórnarkosn- ingarnar í Svíþjóð! Ég trúi meira á einstaklinginn heldur en „þá þama uppi“. — Það segir samt ekki að ég sé á móti hug- sjónum velferðarríkisins, þvert á móti. Svo fremi sem maðurinn og konan eru eitt — Hvaö um ljóðin, ertu hættur að yrkja? — Ég hef ort talsvert frá þvi ég gaf út „Fagur er dagur“. Ég hef meira gaman af því að eiga ljóö svona í handraðanum nú orðið, heldur en koma þeim út. Maður verður svona með árunum skal ég segja þér. — Svo er nóg á menn lagt frá minni hendi í bili. — Eigum við að tala um hluti, sem em jafnhversdags- legir fyrir blaðamann, og krítík? — Ég lít á krítík sem eins manns skoðun, svo fremi sem maðurinn og konan eru eitt! Ég hef veriö agaöur við það, að verkum mínum hefur verið mis- jafnlega tekið. — En enginn skírist nema í eldi. Mér hefur of oft fundizt vera skrifað um ritstjóra Morgunblaðsins frekar en skáldið. — En krítík er sem sagt í mínum augum skoðun einstaklings og skemmtilegast er að fá fram margar skoðanir og ólíkar. — Hvað gladdi þig svo mest þegar þú sást árangur erfiðis- ins á frumsýningunni? — Það sem yljaöi mér mest á sýningunni, var að gaman- semi verksins kom til skila, þótt slíkt sé erfitt í svona efni. Og ég geri mér grein' fyrir því að hvorki hún né annað bítur á sumt fólk. Harmleikur Sólborgar í handriti — Og framhaldið? Ertu ekki að vinna að einhverju, sem þú mátt ségja frá? — Það er bezt ég segi þér þaö þá, úr því þú spyrð. Ég á svo til fullbúið í handriti, leikrit um Sólborgu og hennar harmleik. Sólborg var stúlka, sem var dæmd fyrir norðan. Það var út af sifjaspelli, syst- kin, sem áttu í hlut. Og Einar Ben. var dómari í þessu máli. Þetta er ekki sögulegt verk i sjálfu sér, og þar er ekki verið að lýsa Einari Ben. Þetta er efni, sem mér hefur verið hug- leikið lengi: Hvað er sekt? og: Hvað er synd? Og þar er ekki launungarmál, að frábær skrif Tómasar Guðmundssonar skálds um þetta mál, voru mér mikil hvatning til þess að skrifa þetta leikrit. Með það er Matthías farinn úr bænum og hvort þetta nýja leikrit hans veröur fjaðrafok, Nveröur að liggja milli hluta, f bili. Sviðsmynd úr „Fjaðrafoki“: Valgerður Dan, Rúrik Haraldsson, Valur Gíslason og Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverkum sínum. □ Minnka bara mjólk- urpottinn Ég skil bara ekkert i úrræða- leysinu í þessum Mjólkursam- sölumönnum. Nú þegar mjólkur- skortur vofir yfir þá dettur þeim ekkert annaö í hug en að blanda mjólkina til að drýgja hana. Hvers vegna minnka þeir bara ekki mjólkurpottinn? Við hérna á Islandi drekkum, hvort eð er allt of mikiö af mjólk. Einn hjartveikur af mjólkurþambi. □ Hvort eigum við að hjálpa okkar eigin vesalingum eða þeim í Bíafra? Ég skil bara ekki hvernig sú manneskja er innréttuð, sem get ur verið aö fetta fingur út í þaö, þó að hún fái heim happdrættis- miða og sé spurð, hvort hún hafi áhuga að kaupa. Það er þó enginn skyldaður til þess heldur er þetta gert fólki til hægðarauka, sem gjarnan vill styrkja bágstatt fólk, t. d. eins og lamaða og fatlaða eða van- gefna, en veit kannski ekki hvert það á að snúa sér, til að koma aðstoð sinni á framfæri. H. J. □ Kverúlantar Kæru Vísismenn. Mikið óskaplega hljóta íslend- ingar að vera miklir „kverúlant- ar“, eftir því sem stendur í þess um lesendadálki ykkar. Þar birt- ist lítið annað en nöldur út af smámunum. Geta íslendingar ó- mögulega' séð björtu hliðamar á málunum? Þessir nöldrarar hljóta að missa andlega og lík-. amlega heilsu af svartsýni sinni. Mætti ég heldur biðja um jákvæð lífsviðhorf. Skveri. □ Lungnabólga og sund 1 sundlaugunum í Laugardal fá árrisulir sundgestir að bíöa innandyra eftir því, aö laugin sé, opnuð. Gott væri í væntanlegúm' vetrarkuldum að fá sömu þjón- ustu f Sundlaug Vesturbæjar., Starfsfólkið þar gæti hleypt sundlaugargestum inn í anddyr- ið, svo að þeir fái ekki lungna-, bólgu af því að norpa úti. Kvefaður. --------- -| HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.