Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 1
59. árg. — Laugardagur 27. september 1969. — 212. tbl. Haínfirðingar láta til ! skarar skríða á morgunj • • Á morgun ganga Hafn- veitingaleyfið margnefnda og um til handa veitingastaðn- J firðingar til kosninga um vín- títtumrædda, sem sótt var Um Skiphóli í Hafnarfirði. 2 Þessir ungu menn, sem voru að veiðum niðri á höfn í Firðinum í gær, höfðu ekki miklar áhyggjur af kosningunum, end^ annað, sem dreifði huganum í góða veðrinu. • Báðir aðilar, meðmæltir J og andvígir, hafa nú unnið að J því sleitulaust um nokkurt • skeið, að snúa kjósendum til • fylgis við sínar skoðanir og * stappað stálinu I hina, sem J fyigdu þeim fyrir. • Andvinsmenn hafa efnt til • borgarafunda og gefið út kosn- 2 ingablað og meðvínsmenn hafa • heldur ekki setið auðum hönd- • um og í gær kom út af þeirra J hendi kosningablað, „Hafnar- • fjörður fyrir Hafnfirðinga". 2 Báðir hafa því hamrað jámið, • en eftir er þó aðalkosningahríð- 2 in, nefnilega kjördagur, sem ' rennur — sem sé — upp á 2 morgun. • Nokkur viðbúnaður mun vera • af beggja hálfu til þess að hvetja 2 fylgjendur sína að fara á kjör- • stað og ganga til atkvæðis, og • bíða nú Hafnfirðingar þess eft- 2 irvæntingarfullir, hvernig úrslit • munu falla, þegar talningu lýk- 2 ur aðra nótt. J • Hdskélanefnd skilar skýrslu um eflingu Húskóluns: Stefnt verði að tvenns konar nýskipan fram- haldsnáms — Byggtverði bæði fyrir Háskóla- bókasafn og Landsbókasafn og samvinna tekin upp þeirra á milli ■ „Til þess að mennta- kerfið geti lagað sig að nýjum þörfum þjóðfélags- ins og stóraukinni aðsókn að æðri menntun, þurfa víðtækar breytingar að eiga sér stað bæði í háskóla náminu sjálfu og á öðr- um námsstigum,“ segir í skýrslu Háskólanefndar- innar svokölluðu, sem birt var í gær. Nefndin var skip uð 24. september 1966 að ósk háskólaráðs „til þess að semja áætlun um þróun Háskóla íslands á næstu tuttugu árum.“ Nefndin leggur til, að stefnt verði að tvenns konar nýskipan framhaldsnáms að loknu stúdents- prófi: 1 fyrsta lagi þurfi að leggja aukna áherzlu á stutt sérnám af margvíslegu tagi, sem beindist að tilteknum starfssviðum og væri að mestu stundað utan Háskólans í öðru iagi þurfi háskólanámið í að- alatriðum að miðast við tiltölulega stutta almenna grunnmenntun. Að henni lokinni lægi leiðin ýmist beint í atvinnulífið, þar sem starfs- þjálfun ætti sér stað, til stutts sér- náms á tilteknu sviði, eöa fyrir nokkurn hluta nemenda, til langs sérnáms líks því, sem hingað til hefur. tíökazt. Nefndin gerir ráð fyrir, að tala nýstúdenta verði um eða yfir 1000 árið 1980 eða tvöfalt hærri en hún er nú og fimm sinnum hærri en hún var fyrir nokkrum árum. Tala stúdenta, sem sæktist eftir námi við Háskólann myndi því væntan- lega vera um 2500 árið 1975, en talsvert á fjórða þúsund um eða upp úr 1980, þ.e. þrisvar sinnum meiri en nú er. Nefndin telur sýnt, aö þörfin fyrir mannafla við þau störf, sem háskólamenntaðir menn hafa hing- aö til stundað, muni ekki vaxa eins ört og þessari vætanlegu fjöigun nemur, og verði því háskólamennt- aðir menn í sívaxandi mæli að leita í önnur störf. 1 skýrslunni leggur nefndin til, að stefnt verði að því að byggja á vegum Háskólans um 24.000 ferm. flatarrými nettó á næstu 10 árum, en þetta myr.di fimmfalda húsnæð- iskost skólans, úr 6000 ferm. í 30.000 ferm. Kostnaöur við þessar ráðgerðu byggingar miðað við nú- verandi verðiag er áætlaður um 750 milljónir króna. — Er ráðgert að tiltölulega minna yrði byggt á ' fyrstu fimm áfunum, eða fyrir 55 | milljónir aö meðaltali á ári, en fyrir 95 milljónir á síðari fimm árum tímabilsins. Áætlað er að kennaralið Háskól- ans vaxi úr 154 nú í rúml. 400 kennara 1980, en sérstakra ráð- stafana er þörf til að tryggja nægi- legan kost hæfra háskólakennara á næstu árum. Gert er ráð fyrir verulegri aukn- ingu Háskólabókasafnsins ng nýrra bygginga i þágu þess og Lands- bókasafns og sörnuleiðis samvinnu þeirra á miili. Nefndui teiur mikiivægt, aó starf- semi Háskólans myndi lífrænaheild fræðslu og rannsókna, er standi í nánum tengslum við atvinnu- og menningarlíf þjóðarinnar. Skipulag rannsóknarstarfseminnar þarf jafn framt að vera með þeim hætti, að það stuðli að eðlilegu vali verk- efna miðað við íslenzkar aöstæö- ur. Ný námsskipan eins og hér er gert ráð fyrir, mun gera það mikil vægara en áður, að stúdentar helgi náminu starfskrafta sína að mestu. • Rjúpnaskyttur búa sig nú sem óðast undir haustveiðarnar, sem senn fara í hönd. Velta því margir fyrir sér, hvernig takist Þess vegna og vegna breyttra at- vinnuhátta er mikilsvert, að gera ráðstafanir með námslán og öflun leiguhúsnæðis fyrir stúdenta, seg- ir nefndin. Til þess að koma fram þeirri stefnu í háskólamálum, sem nefnd- in leggur drög að, telur hún auk þess, sem að framan er getiö, að stórefla veröi stjórnsýslu innan Há- skólans og styrkja samstarf hans við yfirstjórn menntamála og fjár- mála. nú til í ár, en í fyrra var veiðin meö minnsta móti. • Rjúpan er líka báð þvf dul- Farbeganum í langferða- bifreiðinni sleppt Rannsóknarlögreglan hefur að undanförnu unnið að öflun gagna og frekari upplýsinga um Leirvogsárslysið, þegar 21 árs gamall maður lét lifið, er stolnum áætlunarbíl var ekið of- an í árgilið. > Framburður mannsins, sem var í bílnum með hinum látna þessa örlagaríku nótt, hefur ver- ið rannsakaður og sannprófaður, eftir þvi sem möguleikar hafa verið á, en hann hefur sjálfur í engu hvikað frá frásögn, hvað viðvék því, hver ekið hefði bif- reiðinni, sem hann fullyrðir, að hinn látni hafi gert. Gæzluvarðhaldstíminn, sem maðurinn var úrskurðaður í, rann út í gær, og var honum þá sleppt úr haldi, en ýmis atriði málsins þurfa enn athugunar við áður en til ákvörðunar kemur, hvaða lyktir það fær. m->- 10. síða. RJUPUNNI FJÖLGAR HÆGT — en kannski meiri veiðivon / haust en i fyrra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.