Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 4
Wð eruð þð ekki að horfa á ræturna á mér? Walter Shenson. Frá bítlunum til samfélags- vandamála. Walter Shenson, maðurinn sem staðið hefur að baki bítla- kvikmyndanna, hyggst nú gera gamanmynd, sem tekin verður í Danmörku en söguþráðurinn er í rauninni eftir japanskri skáldsögu. Myndin fjallar um þá kynþáttafordóma, sem Shenson, segir að sé aö finna jafnvel hjá hinni sanngjörnustu manneskju. Allar konur gangi I sokkabux- um, er kjörorð tízkukónga og sokkabuxur í milljóna tali fljóta inn í búðimar. Þaer eru í öllum hugsanlegum litum og munstrum og eiga við öll tækifæri. Á hlut- verk þeirra einkum að vera að end urspegla enn betur hina fögru fætur þeirra kvenna, sem í þær klæðast. Það vantar fleiri hippía Það er greinilegt, að hinir síö- hærðu hippíar eiga erfitt uppdrátt ar í Þýzkalandi, í það minnsta virðist ekki mjög mikið af þeim þar. Þess vegna lenti þýzki leik- •tjórinn Werner Schmidt í rafkl- um vandræðum, þegar hann ætl- aði að fara aö æfa leikritið, sem --------------< Hún var undra- barn Allt það sem gamalt er og kom- ið til ára sinna, er í miklum met- um hjá unga fólkinu. Þetta vissi 23 ára stúlka frá Bretlandi, sem hét og heitir raunar enn hinu franska og rómantíska nafni Jacqueline du Pre. Þegar hún var lítil stúlka var hún undrabam í sellóleik, en var of feimin til að koma opinberlega fram. Nú er feimnin farin af henni og hún leikur nú á sellóið sitt fyrir fullu húsi áheyrenda, kvöld eftir kvöld, gömul og góð verk eftir meistarana. Jacqueline leikur ekki á þennan sígilda og klassíska hátt, nei hún notar sina eigin aðferö, sem er alveg ný. hann nefnir „Hár". Hann varð því að fara til Danmerkur og Svíþjóöar til að ná í hippía, þar sem þeir áttu að vera í öllum hlutverkum.. Hann hvetur því alla hippía, sem áhuga hafa á að koma sér á framfæri að grípa tækifærið. Leik hæfileikamir skipti ekki svo miklu máli, þeir þurfi aðeins að syngja og dansa dálítið. Og eftir því sem hann og aðrir hafa heyrt af sönggleði hippíanna ætti það atriöi ekki að valda vonbrigðum. leiknum „Hár“, og eins og sjá má hefur hann fengið hlutverkið með réttu. Hún er ekki feimin lengur, enda orðin fræg. Spáin gildir fyrir sunnudaginn 28. september. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Þú ættir að nota daginn öðrum þræði til hvildar, hinum til að gera áætlanir fyrir vikuna fram undan og skipuleggja störf þín með tilliti til aukinna afkasta. Nautið, 21. apríl—21. maí. Þú virðist hafa fyllstu þörf fyrir að hvíla þig og skaltu ekki van- rækja það. Vafasamt er þó að þú fáir tíma til þess, hætt viö að óvænt atvik komi að einhverju leyti í veg fyrir það. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní Það lítur út fyrir að þú hafir í yfrið nógu aö snúast, einkum þegar á líður, og verði þetta þér því lítill hvíldardagur. — Reyndu að sjá svo um að þú get ir tekið kvöldið til hvíldar. Krabbinn, 22. júnf—23. júlí. Það lítur út fyrir að þér veröi skemmtilega launaður gamall greiði í dag, og að dagurinn verði þér yfirleitt ánægjulegur. Þú ættir aö koma þér hjá að vera í margmenni þegar kvöld- ar. Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. Sýndu fyllstu varúð í dag, eink- um í umferðinni, hvort sem þú stjórnar farartæki eða ekki. Þú ættir ekki að hyggja á ferðalög í dag, en hvíla þig eftir því sem aðstæður leyfa. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þetta getur orðiö skemmtilegur dagur í fámenni en hætt er við að fjölmennar samkomur eða samkvæmi valdi nokkrum von- brigðum. Kunningjar þínir munu gera þér kvöldið ánægjulegt. Vogin, 24. sept.—23. okt. Hafðu þig ekki mjög í frammi, og haltu þig sem mest heima við og f fámenni í dag. Þú ættir að sjá svo um að þér gefist tóm „til að athuga verkefnin, sem bíða í vikunni fram undan. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Þú hefur í mörg horn að líta, að því er virðist, þótt hvíldar- dagur sé. Einhver mannfagnaður hefur umsvif og áhyggjur í för með sér, en mun þó að líkind- um takast vel. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Farðu gætilega í umferðinni, einkum ef þú situr undir stýri, og komdu þér hjá feröalögum, jafnvel þótt skemmri séu. Kvöld ið viröist geta orðið einkar ánægjulegt. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Óvænt heimsókn virðist geta orðið þér til vafasamrar ánægju, og yfirleitt er eins og dagurinn geti markazt af henni að veru- legu leyti. Kvöldið ættirðu að nota til að slaka á. Vatnsberinn, 21. jan. —19. febr. Þetta er ekki heppilegur dagur til ferðalaga, og ættirðu að halda þig sem mest heima við. Framan af virðist dagurinn verða heldur dauflegur en létt- ara yfir með kvöldinu. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Dagurinn virðist ekki verða þér beinlínis hvíldardagur, enda þótt þú hafir fyllstu þörf fyrir að slaka nokkuð á. Sennilegt aö þínir nánustu, eöa fjölskyldan komi í veg fyrir það. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.