Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 9
¥ ISIR . Laugardagur 27. september 1969. mmm □ Ánægjulegur rigningardagur Ég var á gangi hérna um mið- bæinn einn rigningardaginn, blautur og kaldur. Ég var ekkert sérstaklega sáttur við veður- guðina né lífið í heild, þegar ég skyndilega heyrði þessa in- dælu fiöluhljómlist. Að vísu stóð ég í þeirri trú, að ég væri að ganga fram hjá rakarastofu, ekki hljómleikasal. En það var ekki um að villast, þarna stóö rakarameistarinn sjálfur, hvítur eins og engill í sloppnum sín- um og lék á fiölu. Ég fann sárt til framkvæmdasemi minnar daginn áður, þá hafði ég nefni- !ega látið burstaklippa mig. — Er ekki annars skemmtilegt til þess aö vita, að á íslandi eru til menn, sem jafnt hugsa um aö fegra innra sem ytra útlit manna? Burstaklipptur. □ Hárlagning gerir mig þyrsta Ég er ein af mörgum, sem oft fer á hárlagningastofu. Þegarjj setið er í þurrkunni vill gjarnan í sækja á mann þorsti, þar sem hitinn er mikill, til að hárið þorni fljótar. Mér hefur því oft dottið í hug, hversu huggulegt það væri aö geta keypt sér svaladrykk á staðnum. Að vísu hef ég aldrei kynnzt öðru en lipurð af hárgreiðslunemum í þessu sambandi og eru þær ó- latar að hlaupa í næstu búð eft- ir hressingu handa þyrstum við- skiptavinum. En ef hressingin væri til sölu á staðnum mundi það spara þeim mikil hlaup. Ung kona. □ Eru almannavarnir sofandi? Nú er loks verið að steypa grunninn að nýja stúdentagarð- inum. Þannig háttar til, að und- ir húsiö verður að steypa djúpan sökkul. Þennan sökkul ætla þeir síðan að fylla upp, þannig að enginn „kjallari“ veröi undir húsinu. Mér fannst nú tilvalið að hafa þennan sökkul „holan“, þ. e. aö segja fylla hann ekki upp og væri þá komið þarna fyrirtaks skýli gegn geisla- virkni. Ég er reyndar alveg hissa á, að Almannavarnir skyldu ekki athuga þennan möguleika, sem virðist liggja I augum uppi. Ógeislavirkur. HRINGIÐ 1 SÍMA1-16-60 KL13-15 Tveir skákmeistarar heimsmeistarakeppni — Viðtol við Friðrik Ólafsson og Guðmund Sigurjónsson Friðrik Ólafsson. JC'g fer utan á sunnudaginn, segir Friðrik Ólafsson, stór meistari. Mótið verður I Aþenu og byrjar 1. október og stendur í mánuð. Keppendur eru tutt- ugu og einn. — Hvaöa kempur eru þar fremstar í flokki? — Ég veit um stórmeistarana Hort frá Tékkóslavakíu og Matu Ioric frá Júgóslavíu. Ef til vill verða fleiri. Kerfið er þannig, að frá sumum löndum fara lands meistararnir á mitt svæðamót og stórmeistarar, sem ekki hafa verið landsmeistarar í ár, fara á mótið, sem Guðmundur tek- ur þátt I. I öörum löndum er þessu öfugt farið. Til dæmis verður í Aþenu Búl garinn. Spiridov og Forintos frá Ungverjalandi. Þessir menn eru ekki stórmeistarar, en hins veg- ar meistarar landa sinna -1 ár. Hafa þeir þá verið fyrir ofan stórmeistara í keppni um lands meistaratitilinn. Þama verður líka Norður- landameistarinn, Daninn Jakob- sen. Ekki veit ég enn, hverjir verða þátttakendur frá sumum Norðurlandanna á svæðamótinu. — Frá hvaða löndum eru keppendurnir? — Þeir skiptast þannig: 1 Al- bani, 1 Búlgari, 1 Austurríkis- maöur, 2 Tékkar, 1 frá Austur- Þýzkalandi, 1 frá Vestur-Þýzka- landi, 1 frá Danmörku, 1 Eng- lendingur, 2 Ungverjar, 2 Grikk ir, 1 Pólverji, 1 Hollendingur, 1 íslendingur, 1 Rúmeni, 2 Júgó- slavar, 1 Tyrki og 1 Svisslend ingur. — Svo aö umferðimar veröa tuttugu. — Hvað fara margir upp í millisvæðamótið? — Þrlr efstu fara úr þessu móti. Yfirleitt eru 22—23 kepp- endur I millisvæðamótunum, og þaðan fara sex upp og tefla um, hver heyja skuli einvígiö við heimsmeistarann, Spassky. Larsen fer beint I millisvæöa mótið og þarf ekki að keppa á svæöamótunum, vegna góðrar frammistöðu hans síðast. — Og hvernig eru horfumar, Friðrik? — Það má kannski segja, að þetta líti illa út. Ég reyni auð- vitað að gera mitt bezta. Þetta er mikið „puð“, og reynir á út- haldið I svo löngu og ströngu móti. Ég hef verið I leyfi til þess að beina huganum að þessu nýja verkefni. „Nógu sterkt fyrir meist- aiatiliJ*' — segir Guðmundur Sigurjónsson uðmundur Sigurjónsson seg- ist fara utan annan október. Mótið er frá 4. október til 5. nóvember I Austurríki, rétt sunnan við Vín. Keppendur eru 22. Einhver býsn af stórmeistur- um? — Það eru sjö stórmeistarar og fjórir, sem ég held að hafi alþjóölegan meistaratitil og 10 eða 11 ekki með titla. — Hverjir eru frægastir? -i- Þarna verður stórmeist- arinn Portisch, Ungverjalandi, sennilega þekktastur og beztur. Frá Júgóslavíu em Ivkov og Matanovic, Georgiju frá Rúm- eníu. Hinn frægi Filip frá Tékkó slóvakíu. Barscky frá Ungverja landi og Uhlmann frá Austur- Þýzkalandi. Þetta em allt stór- meistarar. Hinir eru flestir ungir menn, sem eru á uppleið. — Þetta er nógu sterkt mót fyrir þig til að fá seinni helm- inginn af alþjóðlegum meistara- titli. — Já, það nægir. Ég veit ekki alveg, hversu marga vinninga ég þyrfti að fá til þess að hreppa titilinn, því aö reglurnar eru mjög flóknar á þessum mót- um. — Hvaða Noröurlandabúar verða þarna? — Ég veit ekki hvaða skák- menn verða frá Norðurlöndun- um, en þarna veröa tveir Svíar, tveir Finnar og einn Norðmaður og ég. — Hvað komast margir upp I millisvæðamótið? — Þrír efstu fara áfram í millisvæðamótið, sex komast þaöan að viðbættum Petrosjan og Korstnoj frá Sovétríkjunum I úrslitakeppnina. Já, þetta á sér langan aðdrag- anda og þessi fyrsti hluti heims- meistarakeppninnar er rétt að byrja. Líklegt er, að ísland verði sem fyrr stolt af skákmeistur- um sínum á alþjóðlegum vett- vangi. Guðmundur Sigurjónsson. >_\»É 9 msm- Haldið þér, að sýningar á glæpamyndum í sjón- varpinu örvi fólk til af- brota? Sigurður Haukur Guðjónsson, sóknarprestur: „Þær geta bæði orðið sem viðvörun og æst líka.“ Eiríkur Guðjón Ragnarsson, skrifstofumaður: „Já, ég held það, og þá sér- staklega ungt fólk.“ Sigrún Eyjólfsdóttir, bankastarfsmær: „Ég álít það. Sérstaklega fólk, sem hefur einhverjar slík- ar hneigðir.“ Eyjólfur Brynjólfsson, verkamaður: „Ég býst frekar við því, að slíkt hafi örvandi áhrif.“ Ásta ísberg, skrifstofumær: „Ég horfi bara alls ekki á svoleiöis myndir. Ég hreint og beint bara nenni þvi ekki.“ Þórdís Jónsdóttir, skrifstofumær: „Það hlýtur að vera mismun- andi. Ég gæti trúað, að það hefði örvandi áhrif á fólk, sem þegar hefði ákveðið að fremja glæp.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.