Vísir - 04.11.1969, Page 2

Vísir - 04.11.1969, Page 2
VISIR . Þriðjudagur 4. nóvember 1969. Hallur Slmonarson skrifar um ensku knattspyrnuna: Þegar sá minnsti varð stærstur! • Það fer ekki á milli mála hver var sigurvegari í Derby á laugardaginn. Það var minnsti maðurinn í enskri knatt- spymu, Willie Carlin, sem er rétt um 1.60 á hæð. Hann sagði fyrir tvelmur árum, bíddu bara, Bill Shankley, og í leiknum gegn Liverpool á Basebail Ground fékk hann fyrsta tækifær- ið, að leika gegn sínu gamla félagi, Liverpooi FC, og sannaði þá betur en nokkra sinni fyrr hve fráleitt það var, að selja hann fyrir 1200 pund. Ástæðan var sú, að Shankley, þessi frægi framkvæmdastjóri, taldi Charlin of lítinn til að leika knattspymu. Þessi litli leikmaður var stærstur, þegar Derby vann Liverpool 4—0 á laugardaginn — og það er ár og dagur sfðan Liverpool hefur verið jafn grátt leikið. Markatalan gat jafnvel verið mun hærri, án þess að leikmenn Liverpool hefði ástæðu til að kvarta. Að vísu skoraði Charlin ekki — en hann var maðurinn bak vlð mörkin. GORDON BANKS ...hinn stórkostlegi markvörður Englands i HM Derby County, sem sigraði I 2. í vor, skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik. MacGovem skoraði fyrsta markið f leiknum, síðan Kevin Hector, og hann skoraði einnig þriðja markið, en Alan Hinton það fjórða, og þar með hefur Derby sigrað öll beztu lið Englands í haust, Liverpool, Ev- erton, Tottenham og Manch. Utd. Framkvæmdastjóri DC er Brian Clough og hann tók við lið inu fyrir þremur árum. Clough var mjög kunnur leikmaður með Middlesbro og Sunderland — og enskur landsliösmaður, en meidd ist illa á hátindi frægðar sinnar, og snéri sér þá að þjálfun. Hann gerðist fyrst framkvæmdastjóri Hartlepool, sem er borg á aust- urströnd Englands, skammt frá Sunderland, og náði þar strax miklum árangri. Siðan fór hann til Derby og kom liðinu á tveim- ur ámm f 1. deild. Segja má, að nær allir leikmenn liðsins séu keyptir frá öðmm félögum, — Þeir þrír, sem minnzt er á hér að framan og skoruðu mörkin gegn Liverpool em í þeim hópi. MacGovem er keyptur frá hinu gamla félagi Brian Clough, Hart lepool, Hector frá Bradford og Hinton frá Nottm. Forest og samanlagt kostuðu þeir Derby jafn mikið og litli knattspymu- maðurinn Willie Carlin — en Clough borgaði 70 þúsund pund fyrir hann til Sheffield United. Ég hef áður í þessum þáttum skrifað um Dave MacKay, fyrir liða Derbý County, og ekki éf á- stæða til að endurtaka það — en hann ásamt markverðinum Leslie Green em beztu kaup Clough. Hann kynntist Green hjá Hartlepool — seldi hann til Roch dale — og þegar hann tók við Derby var Clough fljótur að tryggja sér Green og hann kost aði ekki nema 6000 sterlings- pund. Við skulum láta þetta duga um Derby að sinni, en eft ir þvf, sem ég veit bezt mun þessi leikur verða sýndur í sjón- varpinu íslenzka á laugardaginn. Og þá eru það úrslitin. 1. deild. Burnley—Newcastle 0—1 Chelsea — Coventry 1—0 C. Palace—Arsenal 1 — 5 Derby—Liverpool 4 — 0 Everton—Nottm Forest 1—0 Ipswich—Manch. City 1 — 1 Manch. Utd.—Stoke 1—1 Southampton—West Ham 1—1 Sunderland—Leeds 0—0 Tottenham —Sheff. Wed 1—0 Wolves—WBA 1-0 Everton hefur nú tryggt sér átta stiga forustu í 1. deild — ,Molbúaháttur" i stefnu i byggingu ibróttahúsa • Molbúahugsunarháttur var orðið, sem notað var yfir ráðandi stefnu f byggingu íþróttahúsa á árs þingi körfuknattleiksmanna um síð ustu helgi. Þar kom það fram m.a. hjá fþróttafulltrúa ríkisins, að hið opinbera vill aftur fara út f bygg- ingu dvergíþróttahúsanna af 7x14 metra gerð, sem er nær ónothæf fyrir annað en hina dauðleiðu skóla- leikfimi. Námskeið í sjóvinnubrögðum fyrir pilta 12 ára og eldri hefst um miðjan nóvember. Innritun fer fram á skrifstofu Æskulýðsráðs Fríkirkju- vegi 11, kl. 2—8 virka daga. Sími 15937. Æskulýðsráð Reykjavíkur. Lýsti þingið yfir undrun sinni á framkvæmdum sem þessum og sam þykkti mótmæli gegn áframhaldi á slíku. Þá var ákveðið að fjölga lið- um i 1. deild í 8 á 2 næstu árum, en næsta ár eiga þau að vera 7. Þá var og ákveðið að koma á svokölluðu „pIay-off“ kerfi f 1. deild, en með því getur hvert sem er af fjórum efstu liðunum borið sigur af hólmi leika innbyrðis úrslitaleiki eftir að venjulegri keppni lýkur, Hóimsteinn Sigurðsson, kunnur Iandsliðsmaður úr ÍR fyrir nokkrum árum var kjörinn formaður i stað Boga Þorsteinssonar, sem baðst ein dregið undan endurkosningu. — Stjórnin að öðru leyti endurnýjaðist fyllilega og sitia með Hólmsteini i stjó.m þeir Einar Bollason, Þor- steinn Hallgrímsson, Ingvar Sigur- björnsson og Þórir Guðmundsson. —jbp— en sigurinn gegn Nottm. Forest kann að verða dýr. Fyrirliðinn Brian Labone og Allan Ball meiddust báöir í leiknum og koma vart til greina í landsleikn um á miðvikudaginn, en Eng- land leikur þá við Hollánd. Nottingham Forest lék varn- arleik allan tímann gegn Ever- ton og oftast mátti sjá 10 leik- menn í rauðum skyrtum og hvít um buxum (búningur Notting- ham) innan vítateigsins — og svo virtist lengi, sem Everton mundi ekki taakst að brjóta þennan vegg, en að lokum fór þaö þannig aö bakvöröurinn Tommy Wright skoraði eina mark leiksins, og það er kannski táknrænt fyrir leikinn að það skyldi vera bakvörðurinn sem skoraði. Ensku meistararnir Leeds Ltd. eru nú komnir í annað sæti á töflunni og eru raunverulega eina liðið, sem ógnað gæti ógnað Everton á þessu keppnistímabili. Liðið geröi reyndar aðeins jafn- tefii við Sunderland á laugardag inn og tókst ekki að skora, en markvarzla George Montgomerv hjá Sunderland var í einu orði sagt — stórkostleg. Margir, enskir blaðamenn segja hann sjálfsagðan í enska landsliðið, þar sem Gordon Banks er frá Ieik vegna meiðsla, en Mont- gomery fann þó ekki náð hjá Sir Alf Ramsey, þegar hann valdi í liðið gegn Hollandi. Markverðir bar eru Peter Bonetti hjá Chels- ea og Alec Stephney hjá Manch. Utd. Af öörum leikmönnum enska landsliösins má nefna Bobby Charlton — hann skoraði gegn Stoke á laugardaginn — Francis Lee og Colin Bell Manch City og Moore, Peters og Hurst frá West Ham. Við skulum nú aðeins lfta á stöðuna í 1. deild. Everton 18 15 2 1 40:15 32 Leeds 16 8 8 1 33:17 24 Liverp. 18 9 6 3 34:22 24 Derby 18 9 5 4 28:13 23 C.Palace Ipswich South’pton Sheff Wed. Sunderl. 17 17 18 18 18 2 8 7 17:29 12 3 6 8 16:24 12 2 7 9 24:36 11 3 5 1017:31 11 2 7 9 13:30 11 1-1 3—1 6—0 3- 3 0—2 0—0 2—1 0-1 4- 0 2—0 2-3 1 2. deild urðu úrslit þessi: Aston Villa—QPR Bolton—Bristol City Cardiff—Hull City Carlisle — Portsmouth Charlton—Blackpool Huddersfield—Millvall Leicester—Oxf ord Preston—Middlesbro Sheff. Utd.—Blackbum Swindon—Norwich Watford—Birmingham Blackburn, sem var efst fyrir leikina á laugardaginn, fékk slæma útreið í Sheffield og í efsta sæti í deildinni er nú hið gamalkunna lið, Huddersfield Town, sem vann það afrek hér á árum áöur að sigra í deildinni þrjú ár í röð. Staðan er þannig: Huddersf. 17 9 5 3 27:16 23 Sheff. Utd 18 10 2 6 35:16 22 Blackburn 17 9 4 4 22:13 22 QPR 17 9 4 4 33:19 22 Leicester 17 9 4 4 28:19 22 Swinrlnn Q R A 97

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.