Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 6
Auglýsing
um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur:
Aðalskoðun léttra bifhjóla fer fram sem hér
segir:
Fimmtudaginn 6. nóvember n.k. R-1—400
Föstudaginn 7. nóvember n.k. R-401—700
Mánudaginn 10. nóvember n.k. R-701—900
Þriðjudaginn 11. nóvember n.k. R-901—1100
Miðvikudaginn 12. nóv. n.k. R-1101—1300
Skoðunin verður framkvæmd fyrrgreinda
daga að Borgartúni 7, kl. 9,00—16,30.
Sýna ber við skoðun að lögboðin vátrygging
sé í gildi. Tryggingariðgjald ökumanns fyrir
árið 1969 ber að greiða við skoðun, hafi það
ekki verið greitt áður.
Skoðun hjóla, sem eru í notkun í borginni, en
skrásett eru í öðrum umdæmum, fer fram
fyrrgreinda daga.
Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoð-
unar umrædda daga, verður hann látinn sæta
sektum samkvæmt umferðarlögum og hjólið
tekið úr umferð, hvar sem til þess næst.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
3. nóvember 1969.
Sigurjón Sigurðsson.
Félag áhugamanna um
sjávarútvegsmál
Almennur félags- og fræðslufundur verður
haldinn í Tjamarbúð í Reykjavík í kvöld,
þriðjudaginn 4. nóvember n.k. og hefst hann
kl. 20.30.
Fundarefni:
SKIPULAG OG UPPBYGGING
HAFRANNSÓKNA.
Frummælandi verður dr. phil. Unnsteinn
Stefánsson, haffræðingur.
Allir velkomnir.
Stjómin.
V1SIR . Þriðjudagur 4. nðvember 1969.
íA^AA/WVWWWWWNAAAA/VWWWAAA/WWWWWWWWWWVAAAAAA*
WVWVWWNAAAAAAAA/WWWWSAAAAAAAAAA/W
SAMKVÆMI
Tek veizlur og fundi.
Sendi mat og smurt brauð
Einnig fast viku- og
mánaðarfæði.
—Listir -Bækur -ívlenningarmá!-
Ólafur Jónsson skrifar um Ieiklist:
FYRIR BÖRNIN
Leikfélag Kópavogs:
LÍNA LANGSOKKUR
Barnale'krit í fjórum þátt
um eftir Astrid Lindgren
Leikstjóri: Brynja Bene-
diktsdóttir.
T eikfélag Kópavogs byrjar
vetrarstarf sitt með bama-
leik, Línu langsokk eftir hinni
vinsælu bamasögu Astrid Lind-
gren, sænsks höfundar. Lína var
vfst áður sýnd í Kópavogi fyrir
einum tíu árum síðan og varð
þá vinsæl og vel látin af hinum
yngri leikhúsgestum staðarins,
og má ætla af undirtektum á
sunnudaginn að sú saga endur-
taki sig nú. Leikhúsið var full-
setiö og leiknum og leikendum
tekið prýðilega vel.
Jaftiframt heldur Leikfélag
Kópavogs með þessum leik á-
fram sýningarstefnu sem það
hefur verið að móta undanfarin
ár, gleggst kannski með sýning-
unni á Höll í Svíþjóð eftir Fran-
coise Sagan í fyrravetur: fær til
liðs viö sig og heimamenn f félag
inu ungt leikhúsfólk utan í frá.
Gestir félagsins em tveir þessu
sinni: Brynja Benediktsd. leikstj.
sem áður hefur stjómað leiksýn
ingum í Köpavogi, síðast Höll í
Svíþjóð, og ung leikkona, Guð-
rún Guðlaugsdóttir. Guðrún lauk
námi í Leiklistarskóla Þjóðleik
hússins og lék með leikflokki
Litla sviðsins fyrir tveimur ár-
um meðan hann haföi umráö
sviðsins í Lindarbæ, og kom hún
þar geröarlega og álitlega fyrir
f einu eöa 2 litlum hlutverkum.
Önnur vemleg tækifæri mun
Guörún ekki hafa fengið á leik-
sviði fyrr en nú, en Lfna lang-
sokkur er auðvitað langstærsta
hlutverk hennar. Það er kannski
ekki þess eðlis að það gefi leik
konunni tækifæri til að sýna af-
dráttarlaust fram á hæfileika
sína, en tvímælalaust varð
Lína gerðarlegasta stúlka á sviö-
inu röskleg bæði og röggsam-
leg. Auðsæilega hefur Guðrún
nokkra skólun til að bera um-
fram meðleikendur sína, en ekki
svo að valdi neinum eðlismun á
frammistöðu hennar og þeirra-
Það er einmitt einn kostur þess
arar sýningar hve vel tekst, allt
á litiö, aö skipa saman fullorðnu
fólki og börnum sem mörg eru í
sýningunni, lítt eða alls óreynd-
um leikurum og gamalvönum á-
hugaleikurum í Kópavogi. Hinn
létti og glaði bragur sýningarinn
ar, er mætavel hæfir efninu, ber
vitni um velvirkni og útsjónar-
semi leikstjórans sem áreiðan-
lega reynist Leikfélagi Kópa-
vogs hollur leiðbeinandi. Og
móts við heildarblæ sýningar-
innar skiptir minna máli þó sum
einstök atriöi, svo sem þáttur
lögregluþjóna í fyrsta þættinum
séu vissulega í frumstæðasta
lagi.
Leikhópurinn í Kópavogi hef-
ur sjálfur „sett saman“ einfalda
leikmynd Línu langsokks, sem
hentar leiknum vel, málfar
leiks og söngtexta er hins vegar
fjarska bragðdauft. Áhöfn leiks-
ins er allfjölmenn og á ýmsu
reki en ástæðulaust er aö telja
hana upp og gefa einkunnir
þessu sinni. En vafalaust á sag-
an um hina tröllauknu útilegu-
stelpu, sem öllum siðareglum
hnekkir með náttúrukrafti sin-
um einum saman, eftir að
skemmta börnunum vel í Kópa-
vogsbíói fram eftir vetrinum.
Gylfi Gröndal skrifar um sjónvarpið:
Of lítill Svavar
[ íklega hafa flestir beðið með
eftirvæntingu við tækin síð
astliðið sunnudagskvöld, þegar
nýjum skemmtiþætti Svavars
Gests var hleypt af stokkunum.
Svavar naut mikilla vinsælda í
útvarpinu á sínum tíma. Þættir
hans byggðust aö mestu leyti á
þátttöku viðstaddra og smelln-
um samtölum við þá. Svavar
reyndist fyndinn og hugkvæm-
ur útvarpsmaður og kunni að
gera gys að sjálfum sér engu síð
ur en fómarlömbum sínum. Það
var því eðlilegt, að þessi yrði ósk
að, að hann reyndi að skemmta
landslýð í sjónvarpinu, þegar
það kom til sögunnar. Og nú hef
ur hann loksins látið tilleiöast.
Frumraun hans f sjónvarpinu
fór sæmilega af stað. Umgerð
þáttarins var með ágætum, en
leikmyndina gerði Snorri Sveinn
Fljótlega naut sín vel samtals-
hæfileiki Svavars, er hann ræddi
í léttum tón við söngkonuna
Þuríði Sigurðardóttur. Þegar
líða tók á þáttinn var hins veg-
ar eins og Svavar kynni ekki alls
kostar við sig í sjónvarpinu, og
aldrei náði hann sér á strik í lík-
ingu við það sem honum tókst
oft i útvarpinu. Hann gerði enga
tilraun til að láta viöstadda taka
þátt í glensinu, en það var ein-
mitt aðall útvarpsþátta hans. Lít
ið nýnæmi var að bítlahljóm-
sveitinni, þótt hún væri ný af
nálinni, enda hefur slíkt efni ver
ið .langtum fyrirferðarmest af
innlendum dagskrárliðum sjón-
varpsins frá upphafi. I síðasta
atriöinu brá Svavar á leik:
reyndi að draga upp skoplegar
svipmyndir af Reykjavík kreppu
áranna og lét alla þá sem fram
komu í þættinum leika hlutverk
in.. Sjálfur fór hann í gervi blað
sölustráks á stuttbuxum, lög-
regluþjóns og ráðherra með pípu
hatt. En ekki er hverjum sem er
lagiö að leika svo að vel sé, enda
varð þessi „leiksýning" lakasti
hluti þáttarins, og fyrir bragðið
losnaöi hann úr böndum og rann
út í sandinn.
Það var sem sagt of lítill Svav
ar í þessum fyrsta þætti, en vafa
laust vex hann, og vonandi fá-
um við að njóta hans næst — i
fullri stærð.
Fátt hefur verið um feita
drætti í dagskrá sjónvarpsins
síðastliðna viku. Bezti þátturinn
er tvímælalaust framhaldsleikrit
ið um Worse skipstjóra, sem
gert er eftir skáldsögu Alexand
ers Kiellands. Hann er í senn
raunsær og meinhæðinn og deil-
ir hart á sýndarmennsku og trú-
arofstæki landa sinna á þessum
tíma. Ekki veröur annað séð en
túlkun norska sjónvarpsins sé í
anda verksins og fagmannlegur
bragur á leik og uppsetningu.
Worse skipstjóri er í flokki með
Heimeyingum Strindbergs og
Sögu Forsyteættarinnar, og
væntanlega sýnir sjónvarpið
jafnan eitthvað af slíku tagi í
framtíðinni.
Vert er að minnast á fræðslu-
þáttinn um Galapagoseyjar, sem
sjálfur Filippus hertogi kynnti
vel og skilmerkilega. Ekki var
aðeins fróðlegt að kynnast þessu
griöland; fágætra dýrategunda,
heldur bráðskemmtilegt og mörg
atriöin stórkostleg. Af öllu því
mikla magni fræðandi efnis, sem
sjónvarpið hefur sýnt er þessi
mynd efst á blaði.
VAAAAAAAA/WW\AAAAAAAAAAAAAAAAA^\AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/