Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 7
V í S I R . Þriðjudagur 4. nóvemoer 196‘j. / Hcandabnnd í ApoElo 16 þrótt fyrir geimknpphlaup Ýmsir þykjast nú sjá hilla undir, aði sá draumur rætist að Bandaríkjamenn og Rússar hefja sam- vinnu í geimnum. Sovézkir geimfarar hafa verið í heimsókn í Bandaríkjunum að undanförnu og hefur hnífurinn varla gengið á milli þeirra og bandarískra starfsbræðra. Ýmsir hafa undrazt hve Bandaríkjamenn fara óvarlega með Ieyndarmál sín í geimrannsóknum, en ekki virðist hafa staðið á því að Rússarnir fengju að skoða hvað sem er. Þannig var Beregovoj, sem fór með Sojusi 3 1968, boðið að fara um borð í Apollo 16 í verksmiðjunni, þar sem Apollo geimförin eru smíðuð, Rock- well. Gene Cernan, bandarískur geimfari fylgdi honum um borð og það stóð ekki á brosinu fyrir Ijósmyndara og handabandi. Nýju símanúmerin okkar eru: 25210 og 25211 LITHOPRENT HF. Lindargötu 48. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn- um úrskurði verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingi^ þessarar auglýsing- ar, fyrir eftirtöldum gjöldúm: Söluskatti 3. ársfjórðungs 1969, svo og nýálögðum viðbótum viö söluskatt eldri tímabila, áföllnum og ó- greiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og sölu- skatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum toll- vörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóös fatlaðra, eftirlitsgjald af fóóurblöndum, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, almennum og sér- stökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöld- um, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráninga rgjöldum. Borgarfógetaembættið í Reykjavik, 3. nóv. 1969, Báðar leiðir tíl glötunar! • Hvít menning í S-Afríku yrði gerð að engu á minna en fimm ár- um, ef farið væri eftir gagnrýnend- um kynþáttaaðskilnaðarins, sagði utanrikisráðherra S-Afríku, Coetze, í ræðu í gær, þar sem hann deildi á prófessor Christian Barnard, hjartaskurðlækninn fræga. Ræða, sem Barnard hélt um helg- ina, þar sen? hann réðist á aðskiln- aöarstefnu stjórnarinnar, hefur vak iö sterk viðbrögð í heimalandi hans og hafa bæði þingmenn stjórnarinn ar og stjórnarandstöðunnar gagn- rýnt orð Barnards, sem sagði að S- .Vfríka aetti enga framtíð, nema stjOram 'oreytti sxefnu sinni. Það virðist því erfitt að rata meðalveg- inn í þessu efni sem fleirum. Báð- ar leiðir liggja til glötunar, en milli leið virðist engin vera. Ræðo Nixons 1 ræðu sinni til bandarisku þjóðar- innar í gær hafnaði Nixon að setja ákveðin tfmamörk fyrir heimflutn- ingum hersveita frá S-Víetnam. Móttökur þar, sem ræöan fékk í Washington. voru blandnar. Á þingi voru flestir Repúblikanar ánægðir með ræðuna og töldu að Nixon hefði tekið heiðarlega og hugrakka stefnu í Víetnam-málinu, en „dúf- urnar“ meðal Demokrata héldu þvi fram, að f.á'tt' eitt réttlætti það, aö svo margir ungir menn væru skild- ir eftir í valnum í þessu fjarlæga landi. Sokkabuxur 30 DENIER meÖ skrefbót VANDADAR - STERKAR LJtsöIuverð aðeius kr. 139,00 Kr. Þorvaldsson & Go. heildv. Grettisgötu 6 Símar 24730 — 24478 í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Innganga íslands í EFTA á 10 ára afmæli Ákv'órðun tekin á fimmtudag og föstudag i Genf FRÍVERZLUNARBANDALAG- Ð heldur upp á 10 ára afmæli dtt á næsta ári sennilega með þvf. að ísland gangi í banda- agið, segir í fréttaskeyti frá íorsku fréttastofunni NTB. ís- land verður þá níunda Iandið í bandalaginu, en fyrir eru öll Norðurlöndin, Danmörk, Sví- þjóð, Noregur og Finnland auk Bretlands, Sviss, Austurríkis og Portúgals. Búizt er við því, aö Islandi veröi formlega boðin þátttaka, í Fríverzi- unarbandalaginu, EFTA, þegar ráð- herrafundur EFTA kemur saman í Genf á fimmtudag og föstudag á því samkomulagi, að í staö inn- flutningshafta eða tolis á brezka markaðnum verði tekið upp lág- marksverökerfi. haustfund sinn í nýju höfuðstöðv- unum í Genf. Aðalforsenda þess, að ísland gíti gengið í EFTA er, að sjávarí-f- uröir hafi frjálsan aðgang að brezka markaðnum, en það mál hefur þeg- ar verið leyst með Osló-fundinum, þar sem embættismenn frá Bret- landi og Norðurlöndum komust að Fréttastofan viröist ekki sjá því neitt til fyrirstöðu, að ísland gangi í EFTA og lýsir þar með almenn- um viðhorfum þar vtra. Bandalagið getur nú litið tii baka til enn eins góðs árs i sögu þess, segir frétta- stofan, en ýmislegt bendif- nú til þess, aö ýrnsar breytingar séu í nánd, þó að gengið verði hægt um dyrnar í öllum breytingum. Ikki ókærður fyrir flugvélarránið? • Itölsk yfirvöld hafa nú tilkynnt, að flugvélaræninginn, Rafael Minichiello, sem um tímá virtist að gera okkur Islendingum þann heiður að hei-msækja okfiur, verði leiddur fyrir rétt á ítaliu, en Banua ríkjamenn hafa æskt. þess að hann verði þeim framseldur. Ræninginn verði'r leiddur fyrir rétt vegna brota hans við itölsk lög, en ekki liggur ljóst fyrir, hvort hann veröur ákæröur fyrir sjálft flugvélarániö. LÍBANON SEMUR VIÐ SKÆRULIÐANA • Við munum berjast þar til yfir lýkur, en við erum sann- færðir um, að sigurinn verðúr okkar, sagði Yasser Arafat leiðtogi Palestínu skæruliða I viðtali við fréttamenn, eftir að endanleg lausn fannst á deilumálum skæruíiðanna og stjórn- ar Líbanon. Eins og skýrt var frá í gær, sömdu þessir aðilar um vopnahlé á sunnudag. Skæruliðarnir fá nú frjálsari hend- ur til hernaðaraðgerða móti ísrael, en þeir fengu leyfi til að halda til suðurhluta landsins, en reikna má með að styrk- ur þeirra aukist verulega við þessa samninga við stjórn Líbanon. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.