Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 8
8 V i S1 R . Þriójudagur 4. - ii/d9i VISIR Ctgefandi: Reykjaprent h.t. Framkva mdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjów: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjðri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610. 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm; Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Jafnrétti sparifjár j£kki er langt síðan skattamál voru í slíkum ólestri hér á landi, að fyrirtæki hefðu almennt orðið gjald- þrota, ef þau hefðu talið rétt fram til skatts. Nú hefur reglum verið breytt þannig, að skattbyrði fyrirtækja er léttari og í betra samræmi við afkomu þeirra. Um leið hefur eftirlit með skattframtölum verið hert veru- lega, eins og öllum er kunnugt. Hvort tveggja er mik- il framför. En það vantar enn töluvert á. Skattareglur á ís- landi eru enn að ýmsu leyti frumstæðari en í ná- grannalöndunum. Það kemur fram í tveimur mikil- vægum atriðum. Annars vegar letja skattareglurnar menn til að leggja fé í atvinnurekstur. Hins vegar get- um við að óbreyttu ekki tekið þátt í Fríverzlunar- bandalaginu, vegna þess að íslenzkur atvinnurekstur er ofskattaður miðað við erlendan. Samkeppni fyrirtækjanna við bankana um fé er mjög erfið. Sparifé í bönkum er yfirleitt skattfrjálst sem eign og vaxtatekjurnar eru sömuleiðis skattfrjáls- ar. Hins vegar .eru hlutabréf skattskyld eign og sömu- leiðis verða rtienn að borga skatt af arði þeirra. Að vísu er það venja um allan heim að skattleggja bæði hlutafjáreign og hlutafjárarð, en það er hins vegar sjaldgæft, að sparifé sé skattfrjálst. Og þetta misræmi veldur því, að engum dettur í hug að leggja fé í fyrir- tæki, arðsins og eignarinnar vegna. Verzlunarráð lagði til á nýafstöðnum aðalfundi sínum, að hlutabréf og skuldabréf hljóti sömu skatt- meðferð og sparifé eða spariskírteini ríkissjóðs og að sama gildi um vexti og arð af þessum eignum. Enn- fremur, að skattfrjáls arðgreiðsluheimild félaga verði hækkuð úr 10% í 20% og að 10% arðgreiðsla verði skattfrjáls hjá hluthöfum, en það jafngildir nokkurn veginn vöxtum á sparifé. Virðast þessar tillögur sanngjarnar, þar sem afar ósennilegt er, að sú stefna verði tekin upp að gera sparifé skattskylt. Það væri mjög fróðlegt að láta rannsaka, hve mikio tekjur hins opinbera mundu rýrna af þessum sökum, því að það þarf að sjálfsögðu að bæta sér það upp með öðrum hætti. Það er erfitt að standa gegn því, að sparifé verði jafnrétthátt, hvort sem það liggur í sparisjóðsbókum eða hlutabréfum. Magnús Jónsson fjármálaráðherra sagði í fjár- lagaræðu sinni, að nú væri unnið að því að kanna þessi mál með tilliti til þess, að stuðlað verði að aukn- ingu eigin fjármagns fy'rirtsékja með því að örva al- menning til þátttöku í atvinnurekstri, og ennfremur að kanna, hver sé skattaleg aðstaða fyrirtækja hér á landi miðað við fyrirtæki í öðrum löndum Fríverzl- unarbandalagsins. Sagði Magnús það vitanlega vera forsendu þess, að íslenzk fyrirtæki hafi samkeppnis- grundvöll á hinum sameiginlega markaði, að skatta- lega sé ekki verr að þeim búið en í samkeppnislönd- unum. Niðurstöður athugunarinnar eiga að koma fyrir áramót, og rtiá vænta endurbóta í framhaldi af því. Andrés hjá líkani af bílageymslubrautinni. Færikeðjumar sjást í láréttu brautarhlutunum, einnig bílabakkarnir, sem fara í gegnum op, niður í neðanjarðarrás t. d. og upp aftur eftir hringfæribrautinni, sem sést innan á brautarhlutanum til vinstri. — ný uppfinning til aö leysa bilastæðavandamálið ^kuþórar borgarinnar kannast vel viö þaö vandamál aö finna stæöi fyrir bílinn sinn á mesta umferðartímanum, í miö- hiuta borgarinnar. Einnig getur það reynzt eins erfitt að koma bílnum út af stæöinu aftur, meö aðra bíla þvers og kruss í kring. Þó er bílastæöavandamálið hreinustu smámunir hér ennþá miöað við aðstöðuna erlendis. Meö þeirri óskapa framleiðslu varanlegra hluta, sem fram fer í heiminum fer geýmsla þeirra. um lengri eöa skemmri tíma að veröa æ meira vandamál. Geymsla bíla er þar engin und- antekning. Andrés Gunnarsson, vélstjóri hefur fyrir Iöngu komið auga á þessi vandræöi að finna hentugt bílastæði og hefur komið með sína lausn á þessú vandarníi;. Var skýrt stuttlega frá bíla- geymslubraut hans f blaðinu, í gær. Hefur Andrés unnið aö þess- ari uppfinningu sinni, í átta ár, og nú sótt um einkaleyfi á henni. — Með vaxandi bílafiölda og auknu þéttbýli, segir Andrés, hefur þörfin fyrir bílastæöi far- iö vaxandi að sama skapi. Þar sem landrými er of lítiö, hefur oröiö að gera sérstakar bygging- ar til aö geyma bíla, ofan jarð- ar eða neöan. Er þá bílunum venjulega ekið um bílageymsl- una á venjulegan hátt að bíla- stæðinu, en við það nýtist gólf- rými bílagevmslunnar tiltölu- lega mjög illa, þar sem aðeins um_ y3 hluti þess er undir bíln- um en % hlutar fara í akbrautir og annaö. Aðaltilgangur uppfinningar- innar er bílageymsla af nýrri gerö þar sem aðkeyrslubrautum að bílastæðunum er sleppt, en bí’astæðin sjálf færast til líkt og á færibandi. Þannig fæst betri nýting gólfrýmis. Annar tilgang- ur upofinningarinnar er bíla- fíevmsia, sem er svo fyrirferöar- lítil, að henni má með auðveldu móti koma fyrir, þar sem ekki væri hægt aö koma fyrir venju- legri biiageymslu, t. d. í húsa sundum og á baklóöum, þar sem rými er takmarkað. Uppfinningin er hringfæri- braut í lóðréttum fleti og hefur þann eiginleika að færa hlutina allan hringinn, þar sem venju- leg færibcnd flytja hlutina aö- eins í eina stefnu. Tækiö samanstendur af tveim ur samhliða færikeöjum, og milli þeirra hvila bílamir á bökk um, sem hengdir eru upp með stöngum, sem pendúlar í keðj- umar. Má líkja bílageymslu- brautinni við parísarhjól og koma bílabakkarnir í stað sæt- anna. Svo að samlíkingunni sé hald- ið áfram, þá er parísarhjólið í lofti eingöngu en bílageymslu- brautin verður að hluta í lofti og að hluta í jörðu niðri, en í götuhæö fara bílarnir inn í bíla- bakkana og úr þeim aftur. Uppfinninguna má hagnýta á margan annan hátt en til geymslu bíla, þar sem hún er hringfæribraut. Hringfæribraut- ina má nota til ýmiss konar gevmslu, t. d. bókageymslu, efn- isgeymslu ýmiss konar og auk þess til venjulegs flutnings. Þegar talið berst aö fram- leiðslukostnaðinum segir Andr- és, að framleiðsla á bílageymslu brautinni komi varla til greina nema sem fjöldaframleiðsla. — Bílageymslubrautin getur oröið það ódýrasta tæki sem völ er á til þessara nota, í fram tíðinni. Það veröur ekki pláss fyrir annað. Þetta er alveg for- takslaust framtíðarspursmál og ekki margar aðrar lausnir fyrir hendi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.