Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 13
vf SI IL^álMwA^^vemher 1969- n+mmm* 13 BRÉF FRÁ DANÍEL wM&iGöút Neskaupstað 25. okt 1969 Hr. ritstjóri. Mér hefur nýverið borizt í hend- ur dagbl, Vísir frá 30. sept. sl. I blaði þessu birtist forystugr. und- ir fyrirsögninni: „Hópsefjun á Húsa vík“. Ég mun að sjálfsögðu eftirláta Þingeyingum að meðhöndla þær „sneiðar1- sem aó þeim eru sérstak- lega réttar í .grein þessari. Hins vegar tel ég, að í greininni sé aö mér vegið persónulega á þann hátt, að ég geti ekki látið kyrrt liggja, enda staðreyndum augijós- lega hagrætt á þann veg, að grein- arhöfundur fái fram þær niðurstöð- ur, er æskt var, sem sé að gera tilraun til að bjarga vonlausum mál- stað sjúkrahússtjórnarinnar og með reiðarsveina hennar. Með tillitj til þessa, sem nú er fram tekið, vænti ég þess, að þér framfylgið þeim drengskaparregl- um blaðamanns, að birta bréf þetta hið fyrsta á áberandi stað í blaði yðar. í ofannefndri grein, er því haldiö fram, að mér hafi verið sagt upp starfi vegna „samstarfserfiðleika"! Þar sem niðurstaða greinarhöf- undar er sú, aö hið eina rétta hafi verið að segja mér upp starfi, virð- ist augljóst, að hann telur mig ó- samstarfshæfan. Hér er að sjálf- sögðu um mjög alvarlega ásökun að ræða, sem spillt getur verulega at- vinnumöguleikum þess, er fyrir verður. Mætti því ætla, að hver heið arlegur blaðamaður teldi þörf ó- yggjandi forsenda fyrir svo þung- um dómi. En hvar eru forsendur greinarhöfundar? Hvar eru hans ó- yggjandi sannanir fyrir því, að það hafi einmitt verið ég, sem átti sök á því að samstarf lækna á Húsavík varð ekki svo sem skyldi? Þá segir í'greininni, að blaðadeil- ur milli mín og sjúkrahússtjómar- innar hafi ekki verið svo fróðlegar o.s.frv. Greinar mínar samanstóðu nær eingöngu af orðréttum, skjalfestum gögnum, þ.e. bréfum og bókunum á fundum. Telji greinarhöfundur slík gögn einskisverð til fróðleiks um mál þetta, er slíkt að sjálfsögðu algjör nýlunda f sambandi við heim- ildaöflun, og vaknar þá sú spurn- ing: Hvert sótti greinarhöfundur þær upplýsingar, er hann reisir á sín- ar niðurstöður? Að því, er ég bezt veit, birti Vísir ekki síðari grein mína til sjúkrahús- stjórnarinnar. Var ástæðan ekki fremur sú, að greinin væri óþægilega fróðleg með tilliti til málstaðar sjúkrahússtjórn- arinnar á Húsavík og aðstandenda hennar, heldur en hitt, að hún hefði engan fróðleik að geyma? Þá ræðir höfundur um hið marg- nefnda ,,píramídakerfi“, sem honum þóknast að kalla „alræði yfir- lækna“. Vel ætti höf. að vera kunn- ugt að hér er um að ræða stjórn- arform, er hér ríkir yfirl. hjá öllum stofnunum í voru þjóðfélagi, hvort sem þær eru í opinberri eða einka- eign, og gildir raunar sama um flest önnur menningarþjóðfélög. Þess má því trúlega vænta, að greinarhöfundur láti fljótlega frá sér fara opinbera gagnrýni á al- ræði skólastjóra, forstöðumanna opinberra stofnana, skipstjóra, verk stjóra, ritstjóra o.s.frv. Greinarhöf. telur sérlega athygl- isvert, að fundur í Læknafélaginu skyldi ekkj fordæma uppsögnina. 'Þetta er vissulega rétt, og mundi slíkt trauðla hafa getað gerzt hjá öðru stéttarfélagi. En er höf. kunnugt um, hve fund- ur þessi túlkaði skoðanir mikils hluta læknastéttarinnar? Er honum kunnugt um það fyrir- komulag og málsmeðferð, er við- höfð var á fundi þessum? Þá segir f greininni orðrétt: „Til skamms tíma leit svo út sem ungu læknarnir á Húsavík mundu gef- ast upp í baráttunni...“ og síðar í greininni segir: „Ef sjúkrahúslækn- irinn á Húsavík hefði sigrað í deil- unni, hefði hann um síðir orðið eini læknirinn á svæðinu frá Akureyri að Egilsstöðum." Hér lýsir greinarhöf. því skorin- ort yfir fyrir alþjóð, að ungu lækn- arnir hafi háð baráttu fyrir því að koma mér burt frá Húsavík. Má það furðu sæta, ef þeir láta slíkum á- buröi ómótmælt! Ekkj fæ ég undan þvi kvartaö, að lítið sé gert út minni persónu, þar sem fullyrt er, að tilvera mín á Húsavík hefði orsakað læknisleysi, allt frá Akureyri til Egilsstaða. En hvar eru rökin? Sú fullyrðing höf., að Breiðumýr- arlæknir hafi gegnt Þórshafnar- og Vopnafjarðarhéruðum, hefur að sjálfsögöu við engin rök að styðj- ast og er að þv£ leyti í góðu sam- ræmi viö flest annað í þessari ein- stæðu forystugrein. Þá ber það og raunsæi höf. glöggt vitni, að svo virðist sem hann telji að vegna aðgeröa sjúkra- hússtjórnarinnar á Húsavfk, geti f- búar í Þórshafnar- og Vopnafjarðar- læknishéruðum nú sofið áhyggju- laust vegna sinna læknamála. Loks fullyrðir höf., að sjúkrahús- stjómin á Húsavik hafi vissu fyrir því, að hægt sé aö fá þangað sjúkrahúslækni. Heidur þykir mér ólfklegt, að nokkur sómakær læknir ráði sig í stöðu þessa a.m.k. á meöan enn er ekkj úr því skorið, hvort brottvikn- ing mín hafi verið lögmæt. En hvaðan hefur höf. vitneskju um þetta atriði? Hann skyldi þó ekki hafa orðið fyrir sefjun af hálfu sjúkrahús- stjómar og húsbænda hennar? Virðingarfyllst, Daníel Daníelsson, Iæknir. ATHUGASEMD Það er misskilningur, að Vísir hafi í leiðaranum vegiö að Daníel lækni. Blaðið sagði. „Þar var lækni sagt upp ekki vegna vanrækslu í starfi, heldur vegna samstarfserf- iðleika". Blaðið leggur engan dóm á það, hverjum þessir erfiðleikar séu að kenna, enda gildir sjálfsagt í þessu deilumáli sem öðmm, að sjaldan veldur einn, þá tveir deila. Hins vegar vom samstarfserfiðleik- amir staðreynd og blaðið var að skýra það út, að þeir hefðu verið upphaf málsins. Þegar blaðiö sagði:....er deilan angi af baráttu milli eldri og yngri lækna. Hinir ungu vilja afnema svo nefnt „píramídakerfi“ á sjúkrahús- unum, þ.e.a.s. alræði yfirlæknanna" er það aðeins að lýsa staðreyndum en ekki að leggja sjálft neinn dóm á, hvort ungir eða eldri læknar hafi rétt fyrir sér. Blaðið birti ekki síðustu greinargerð Daníels, né heldur síðustu greinargerðir sjúkrahús- stjómarinnar, enda voru þessar greinar upptuggur úr fyrri greinum sömu aðila. Blaðið gafst fljótlega upp á að birta greinaflóðið í Húsa- víkurdeilunni, en sagð; aðeins frá gangi mála í hlutlausum fréttum. Þarf Daníel ekki að kvarta um, að hans hlut hafi verið hallað f þeim skrifum. Ef Daníel getur lesið það út úr leiðaranum, að Vísir telji íbúa Þórs- hafnar og Vopnafjarðar geta sofið áhyggjulaust vegna læknamála sinna, er það hans böl. í heild má segja, að leiðari Vísis gefi Daníel ekkert tilefni til að telja að sér vegið. Hin lagalega hlið máls ins var flóknari en svo, aö blaöið hafi treyst sér til að meta hana í leiðaranum. Það mat, sem blaðiö lagði á málið var einungis það, að útkoma þess, þ.e.a.s. sigur sjónar- miða yngri læknanna, sé hagkvæm fyrir Húsvfkinga og aðra Þingey- inga. — Ritstj- Titlar virðingar eða verka í okkar daglega vafstri er oft getið manna að einu eða öðru, og eru þá gjarnan notaðir titl- arnir framkvæmdastjóri eða forstjóri. Sumir virðast nota báða titlana jöfnum höndum, en enn aðrir gera stóran grein- armum á þessum titlum, því hjá einu og sama fyrirtækinu eru i cinstaka tilfelli bæði forstjóri og framkvæmdastjóri. I gaman- sömum umræðum heyrði ég eitt sinn þá skilgreiningu á þessu, að það væri forstjórinn sem héldj til á golfvellinum á með- an framkvæmdastjórinn stjórn- aði hinum daglega rekstri, en í því lægi reginmunurinn. Þetta eru nú gamansamar ýkjur, en f öllu góðu gamni er fólginn ein- hver alvöruþráður. Hitt er annað mál, að fram- kvæmdastjóra-titillinn virðist vera notaður í tíma og ótíma. Jafnvel er maður sem hefur sjálfstæðan rekstur, þó hann hafi ekki stjóm á öðrum vinnukrafti en sínum eigin ekki lengur kallaður sínu fagheiti, heldur framkvæmda- stjóri. Það er því IJóst að sá hópur manna, sem kallaðir eru því ógnarvirðulega heiti, framkvæmdastjórar, eiga fæst sameiginlega nema titil- inn. í rauninni er þetta í flest uni tiiíellum vegna einhvers konar hégómaskapar, ef menn kalla sjálfa sig þessum titli, eða vegna kurteisi, að aðrir vilja klína þessum titli á annan hvem náunga, sem þeir hafa samskipti við. Hégómaskapurinn stendur oft dýpri rótum en maður ímyndar sér. Það hefur oft verið draum- ur ungra manna að hafa sjálf- stæðan atvinnurekstur, og mörgum hefur' heppnazt það á- gætlega, að setja udd verkstæöi á einu eða öðru sviði. Hitt hef- ur einnig mörgum orðið hált á að vera of fljótir að tileinka sér hætti framkvæmdastjórans eða forstjórans að því leyti, að vera ekki vinnuklæddir á sinni skrifstofu eða við framleiðsluna. Við höfum úr daglega lífinu mý mörg dæmi um fínt klædda menn, sem ganga um kaffihús miðborgarinnar, og í biðsölum bankanna, eða öðrum stöðum mikilla mannamóta. Þessir menn hafa of oft aðeins eins til þriggja manna vinnukraft að baki. Sá hópur manna er geysistór, sem skartar með hinum virðu- lega og teygjanlega titli fram- kvæmdastjórans, en fram- kvæmdirnar sem að baki eru, eru fólgnar í að halda ýmsum ágætum smáiðnaði eða öðrum skyldum rekstri gangandi. Starf ið liggur í innheimtustörfum og öflun lána, en í allt of mörg um tilfellum eru þessir hópar manna ótrúlega fjarri sínum eigin rekstri sem f rauninni er þó ætlað að afla viðkomandi mönnum sómasamleg lífsviður- væris. Þrándur í Götu. JÖN LOFTSSON h/f hringbraut 121, sími 10600 FISH & CHIPS DJÚPST. KJÚKLINGAR SILDARRÉTTIR KAFFI, KAKÓ, SMURT BRAUÐ, YFIR 75 TEG. HEIMABAKAÐAR KÖKUR HÖFUM FAST VIKU- FÆÐI - SENDUM PANTIÐ 1 SIMA 34780 SMARAKAFFI LAUGAVEGI 178

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.