Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 7
Jí V I S I R . Laugardagur 29. nóvember 1969. Til að lýsa þeim Lúkas 1 78.—79. Skammdegi, — dimman færist i aukana með hverjum sólar- hring, sem líður. Veldi myrkurs ins nær lengra fram á morgun- inn og það ryöur deginum burt svo að skuggar kvöldsins koma fyrr í dag en i gær. Svona geng- ur þetta fram aö vetrarsólstöð- um og þeirra er, lof sé Guði ekki langt að bíða. Og þá vitum líka að jólin blessuö eru að næstu grösum. Fyrsti dagur jólaföstunnar er á morgun og með henni gengur í garð aðdragandj og undirbún ingstími hinnar miklu hátíðar Ijóssins og lífsins. Ekkert er eins einkennandi fyrir hátíðahald okkar mann- anna, og þó jólahald okkar sér- staklega, heldur en ljósið, þessi einbeitta og ákveðna viðleitni okkar til að útiloka myrkrið úr umhverfi okkar með öllu mögu- légu móVi og láta Ijósjð og birt una rikjaj lýsa upp hvern krók og kima hvað sem það kostar. Öt'al sagnir eigum við um það, livað fólkið lagði sig fram um það að bregða upp sem skær- ust.u ljósi í skammdegisins mikla hafi sem umíukti iandið og fólk t>ega£.jólin runnu upp. „Kveikt'ér l.iós við'ljós, bui*Té#' • sortans sviö‘‘, kveður Stefán frá Mvítadal og talar þar 'fyrir munn ■margra I’slandsbarna. En það þarf vart að minna á, að öll þessi ljósadýrð jólanna, hún er raunar ekki takmark í sjálfu sér Hún er ekki jólin sjálf. Hún er eiginlega bara búningur jólanna á sama hátt og fötin, sem við klæöumst. — Birtan, sem ljósin varpa á hina skömmu daga og löngu nætur jólanna, öll þessi ljósadýrð úti og inni, hún er miklu fremur tákn þess eða mynd af því, sem jólin eiga að vera í hugum okk ar og hjörtum. Þau eiga nefni- lega að vera okkar svar við hinum himneska boðskap: Yður er í dag frelsarj fæddur. Hann er hið himneska ljós, sem lýsir allri jörð, henni sendur til að lýsa þeim, sem í myrkri ganga, tii að beina fótum þeirra á frið- arveg. Við þá lýsingu nægir ekki hið ytra ljós. Það er alveg sama hversu skært og skínandi þaö er, alveg sama hversu birtan er björt í stofuni og strætum, ef skammsýni heimshyggju býr í huganum og kuldi kærleiksleys;s fyllir hjartað þá verða engin sönn jól. Og þetta er hið mikla harmsefni hvers einstaklings og þetta er h'ka hið geigvænlega vandamál veraldarinnar — að leyfa ekki ljómanum af l.iósj kær leikans að lýsa upp sálarmyrkrið og láta ylinn af Drottins náðar- sól bræða hjartans ís. Góöur Guð gefi að þessi jóla- veJ-öi ... . . nótadrjúgtir undirbúning ur fyrir íiin b.iörtu jól fijartans ao nver ntégi dagúf hennar rriegi' minna okkur á, að engin jólahá- tíð'á að líða svo að við ekki verð um móttækileg fyrir blessunar rík áhrif hans — jólanna heilaga sonar — hans, sem „fátækur kom i heiminn hér — hans að miskunnar nytum vér“, hans er geröist fátækur vor vegna til þess að' vér auðguöumst af fá- tækt hans. Þetta viðhorf til hinn ar heilögu hátíðar skulum viö festa okkur í minni með því að lesa og íhuga eftirfa'randi er- indi úr Ijóði eftir skagfirzkan bónda og skáld, Jónas frá Hof- dölum. Hann kvað það við dótt ur sína nálægt jólum: Geymdu barnsins bljúgu lund, hún bræðir stein Leggðu gjarnan Iíknarmund á lífsins mein. Að kærleiksarni hverja stund þú krjúpa skalt, þá breytist hjarn í blómagrund, og blessast allt. Dæmdu vægt þann vesaling, sem villur fer, mál hans sæktu á sóknarþing, unz sýkn hann er, því sérhvert orð af saniúö sprottið sefar striö. Gleðileg jól þér gefi Drottins gæzkan blíð. ", K'-f •'Íx'í"vi ■ * ■ : 0 HÉRAÐSFUNDUR Héraðsfundur Mýraprófasts- dæmis var haldinn á Borg sunnu daginn 16. þ.m. Hófst hann með messu, þar sem prófastur þjón aði fyrir altari, en Skaftholts- prestur predikaði. Héldu fundar menn síöan heim til Borgar og sátu þar í góðu yfirlæti pró- fastshjónanna, frú Önnu Sig- urðardóttur og sr. Leós Júlíus- sonar Flestir safnaðarfulltrúar úr prófastsdæminu voru mætt ir á fundinn, Prófastur setti fund og stjörn aði honum, og flutti skýrslu sínu um hiö helzta, sem gerzt hafði í málefnum kirkjunnar í prófasts dæminu sl. ár. Nýr prestur sr. Brynjólfur Gíslason var á árinu vígöur til Stafholts. Var hann formlega settur inn í embættið 27 júlí sl. Ein kirkja í prófasts dæminu, Hvammskirkja í Norð- urárdal, var í gagngerðri viðgerð á árinu. Er henni nú að mestu lokiö. Veröur hún færð í sitt gamla horf. Fór viðgerðin fram í samráði við Hörð Ágústsson skólastjóra Stéttarsamband bænda hefur ákveöiö að gefa k;rkjunni ágætt orgel til minn ingar um fyrrverandj fonnann sinn, Sverri Gíslason, en hann var lengi bóndi og organisLi i Hvammi. Nýlega '-var í fyrsta skipti útvarpað messu úr próf- fastsdæminu 2. növ. sl frá Borgarneskirkju. Eru slik tæki- færi, sem þessi til mikillar upp- örvunar bæði fyrir prest og kirkjukór Biskup vísiteraði prófastsdæm ió um miðjan ágúst Messur flutti hann í öllum kirkjum. — Voru þær yfirleitt vel sóttar. Aö lokum ræddi prófastur um bænina. Það þarf að biöja fyrir öllu góðu starfi og í raun og veru ætti að mynda bænahópa um allt land til lofgjörðar og fyrirbæna Bænin er sá plógur sem á undan fer allri ræktun. Síðan voru reikningar kirkn- anna yfirfarnir og samþykktir. Þá var spjallað um málefni kirkj unnar í prófastsdæminu á við og dreif, einkum þó Staðar- hraunsprestakall á Mýrum, sem nú stendur til að leggja nið ur. Voru menn ekki á eitt sátt ir i því máli, en þaö kom fram að prestssetriö, Staðarhraun, er nú laust til ábúöar presti, ef einhver heföi hug til. Að lokum var fundi slitiö með bæn. Ljós á vegi Laus staða Staöa fulltrúa IV hjá Vegagerö ríkisins er laus til um- sóknar. Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á skipu- lagningu bréfa- og bókasafns. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa aö berast fyrir 8. desember n.k. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7. Sendisveinn óskast Piltur eða stúlka óskast til sendisveinsstarfa. Viðkom- andi þarf að hafa til umráða hjól- eða bifhjól, .Nánari upplýsingar í síma 11250 mánudaginn 1. desember. - / ’ y 3, tölubloð Það er kominn tími til, þó fyrr hefði verið fyrir Kirkjusíðuna að geta um málgagn kirkjunn- ar, Æskulýðsblaðið, sem gefið er út á Akureyri, hið prýðilegasta blað, gott að efni og glæsi- legt að öllum búningi. Það kemur út á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti fjór um sinnum á ári undir rjtstjórn sr. BoIIa Gústafssonar í Laufási, en í blaðstjórninni eru bæði leikmenn og prestar. Af hinu fjölbreytta efni Æskulýðsblaðsins á þessu ári má nefna fram- haldssöguna Gunnar og Hjördfök éftir hinn vinsæla höfund sr. Jón ísfeld, Biblían og þú, eftir sr. Ingþór Indriöason, íþróttaþátt í umsjá Rafns Hjaltalíns, starfsfrééðsluþátt o.fl. o.fl. Æskulýðsblaðið er prentað á ágætaji pappír og þess vegna njóta hinar góðu myndir í þvi sín mjög vel. — Myndin bér að ofan er af forsíðunni á síðasta tölublaði Æskulýðsblaðsins. Ljós á vegi er nafnið á ör- stuttum hugvekjum fyrir alla daga ársins, eftir sr. Lárus Hall- dórsson, sem Styrktarsjóður líknar og mannúðarmála hefur gefiö út Sem sýnishorn birtir Kirkjusíðan hugvekju morgun- dagsins 30. nóvember, sem er 1. sunnudagur í aðventu. Sjá, Guð kemur. Hann sjálf ur og frelsar yður. Drottinn sjálfur kemur. Bú þig undir að mæta honum. í fögnuði jóla 1 trú og starfi dag legs lífs. í upphafj kirkjuársins ertu á hann minntur. Vér rifj- um upp helga spgu. Vitnisburö um, hvaö Guö hefur gert. Það er áminning um, hvað í vændum er, fái hann að. ráða förinni — Hann kemur, vitjar þín, þar sem þú horfir fram á veginn. og sjá, þar sem hann er, þar- vaknar líf. Fær hann að vekja lífið með þér? Líf trúarinnar. Fær hann að sigra, — einnig I þínu lffi? Sjá, hann kemur til þín.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.