Vísir - 06.12.1969, Page 5
5,
V f.Sil . Laugardagur 6. desember 1ÍH>».
F rakkar enn framarlega
í bifreiðaframleiðslunni
Samruna italskra, vestur-býzkra og franskra verksmiðja gætir talsvert
17rakkar geía meö sanni sagt
að þeir séu frumherjar bfla-
framleiðslunnar, því að það var
f runskur uppfinningamaöur,
ioseph Cugnot, sem smíðaöi
•'vrstai vélknúna vagninn og þaö
fyrir nærri tveim öldum, eða
árið 1771. Var hann búinn lítilli
gufuvél, tveggja strokka, og er
enn til sýnis á safni í París,
Conservatorie des Arts et Mét-
iers, þar sem hann skipar aö
vonum viröulegan sess. En erfitt
átti sú uppfinning uppdráttar
fyrst i staö; það leið næstum öld
áður en hafin var framleiðsla á
gufubílnum að ráöi, en fyrsti
steinolíuknúði bíllinn með
sprengihólfshreyfli var ekki
reyndur á vegum úti fyrr en ár-
ið 1883. Enn voru það franskir
uppfinningamenn og verkfræð-
ingar, sem höföu forystuna,
þ. á m. René og Paul Panhard,
Eugené og Armand Peugeot og
Louis Renault — en nöfn þeirra
lifa enn í frönskum bílaiönaði.
Þá var þess ekki langt að bíða
aö sett væru hin frægustu hraða-
met í bílaakstri — 74 km á klst.
árið 1901 og 105 km á klst. 1903.
En svo tóku Bandaríkjamenn
forystuna í bilaframleiðslunni
með Ford gamla í fararbroddi,
og veröur í rauninni ekki annaö
sagt en að þeir hafj haldið
þeirri forystu æ síöan, aö
tnmnsfca kosti hvað magn snert-
ir. Aftur á móti hafa evröpskir
framleiðendur hvað eftir annað
komið fram með merkilegar nýj-
ungar í bilaiðnaöinum — svo
sem fólksvagninn þýzka og
wanckel-hreyfilinn, að ögleymd-
um nýjum hönnunarstíl ítölsku
„snillinganna", sem gerbreyttu
útliti margra bílgeröa, bæöi
evrópskra og bandarískra fyrir
nokkrum árum.
Eins og kunnugt er hefur oJt-
ið á ýmsu í evrópskmn bilaiðn-
aði upp úr síöari heimsstyrjöld-
inni. Samkeppnin á heimsmark-
aðinum hefur verið gifurlega
hörð; bandarískir bílaframleiö-
endur hafa keypt eða lagt stór-
fé í evröpskar bílaverksmiðjur
bæði í Vestur-Þýzkalandi, Bret-
landi og Frakklandi, en önnur
evrópsk fyrirtæki á þvi sviði
hafa sameinazt að öllu eöa ein-
hverju leyti. Þrátt fyrir öll þessi
átök og umbreytingar hafa
Frakkar staðið sig með mikilli
prýði i þeirri samkeppni á síö-
ari árum, og árið 1967 er Frakk-
land orðið hið fjóröa i röðinni i
heimsframleiðslunni, eöa næst á
iviatra — rranskur sportmn, argero i»6».
eftir Bandarikjunum, Japan og
Vestur-Þýzkalandi.
Ekkj hefur franski bílaiðnaö-
urinn farið varhluta af sam-
steypum og kollsteypum fremur
en önnur bilaframleiðslulönd.
Sem stendur eru það fjórir fram-
leiðendur, sem þar ber hæst —
Renault, Peugeot, Citroén og •
Simca. Þrjú þessara. fyrirtækja
eru sjálfstæð, én franska ríkiö
á Renauít-verksmiðjurnar að
meirihluta, og eru þær þó rekn-
ar sem óháð fyrirtæki; njóta til
dæmis hvorki skattívilnana né
annarra fríðinda. AHmargir bíla-
framleiðendur, sem áður létu
meira og minna til sin taka, hafa
sameinazt þessum fjórum
„stóru“ að meira eöa minna
leyti. Þannig yfirtók Citroén
bæði Panhard-verksmiðjurnar
1965 og Berliet-verksmiðjurnar
1967. Peugeot-bílaverksmiðjurn-
ar sem eru öháö fyrirtæki hafa
gengiö í samband við Renault,
en ekki' að öllu leyti, þar eð
Renault-verksmiðjurnar eru að
meiri hluta í ríkiseign, eins og
áður segir. Árið 1*967 stofnuðu
vesturþýzku NSU-verksmiðjum-
ar og Citroén tvö fyrirtæki með
jöfnu framlagi — Comobil-
verksmiðjurnar í Genf, sem eiga
aö framleiða meðalstóran, wan-
ckel-knúinn fólksbil með sama
nafni og Comotor-verksmiöjum-
ar í Luxemburg, sem ætlað er
að framleiða wanckel-hreyfilinn.
Sama ár tókst samvinna með
Citroén og ítölsku Maserati-
verksmiðjunum, og nú í ár hefur
Citroén gerzt aðaleigandiaðþeim
verksm. Þótt Citroén fyrirtæk-
iö hafi gerzt svo umsvifamikið,
er Renault-Peuqeot samsteypan
stærsta bílaframleiðslufyrirtæk-
ið á Frakklandi og hiö þriðja
stærsta í löndum Efnahags-
bandalagsins, meðal annars fyr-
ir það, að Renault hefur yfirtek-
ið ýmsar verksmiöjur, sem eink-
um framleiða vörubíla og áætl-
unarbíla af stærstu gerö. Síöla á
fyrra ári gerðjst svo það, að
Fiat-verksmiðjurnar itölsku
keyptu 15% hlutabréfa i Citroén
og um leiö var lagður grundvöll-
ur að margháttaðri samvinnu
þessara tveggja fyrirtækja, sem
ekki er enn kominn í ljós nema
að litlu leyti, en bæði fyrirtæk-
in vænta sér mikils af. Meðal
annars framleiða þau í samein-
ingu / vörubíla undir nafninu
„UNIC“ og dráttarvélar undir
nafninu „SOMECA“.
Þannig hefur oltið á ýmsu í
franskri bilaframleiðslu að und-
anförnu, en þó má fullyröa að
franskir bilaframleiðendur
standi sig vel, þrátt fyrir gífur-
lega samkeppni, Og að vissu
leyti hefur Frakkland alltaf for-
ystuhlutverk þar á hendi. Fyrsta
bilasýning, sem um getur, var
háð í París 1898, og enn i dag
er hin árlega bílasýning þar talin
ein hin merkilegasta á sínu sviði
og fjölsótt af gestum úr öllum
löndum; árið sem leið töidust
þeir yfir eina milijón. Og hvaö
bflaiðnaöinn snertir, þá hafa
Frakkar alltaf getið sér þár mik-
inn orðstir fyrir hugkvæmni og
smekkvísi, og margt bendir til
að því'fari fjarri, að þeir hafi
enn sagt þar sitt síðasta orð.
Peugeot 504, áfgerð 1968. Til hægri: Peugeot
1891 — knúinn sprengihólfshreyfli.
Otrúlegt
sattl
en
B/ack& Deckep
Super borvelm
sem hægt er að tengfa
við alfa fylgihlufina
kostar aðeins krónur 1280.
Fæst i flestum verkfæraverzlunum