Vísir - 06.12.1969, Qupperneq 9
VlSIR . Laugardagur 6. desember 1969.
íðnþróunmun eflustmeð EFTA
— Fræðileg k'ónnun Guðmundar Magnússonar,
prófessors um ástand og horfur / /'ðnoð/
gefur ástæðu til bjartsýni
© „Niðurstöður rannsóknar minnar hníga að því, að iðn-
þróun mundi eflast með aðild að EFTA með þeirri samn-
ingsgerð, sem nú er kostur á,“ segir Guðmundur Magnússon
prófessor í skýrslu, sem hann hefur gert fyrir iðnaðarmála-
ráðuneytið um ástand og horfur í íslenzkum iðnaði, einkum
með tiUiti til hugsanlegrar aðildar íslands að Fríverzlunar-
samtökum Evrópu. I skýrslunni kemur fram, að hann telur
ekki að nokkur iðngrein sé í hættu að leggjast alveg niður
við EFTA-áðildina, þó að veita verði hinum ýmsu iðngreinum
töluverða aðstoð til að auðvelda þeim aðlögunina að breytt-
um ytri skilyrðum, sem yrðu, ef ísland gerist aðili að EFTA.
'C'in aðaiuppistaða skýrslunnar
er að ræða ástand og horfur
í einstökum iðngreinum með
tilliti til hugsanlegrar EFTA-
aðildar svo og að sjálfsögöu að
athuga áhrif fríverzlunar og
tolla almennt og kanna þróun
íslenzks iðnaðar á undanfömum
árum.
í upphafi skýrslunnar vekur
Guðmundur athygli á þeirri at-
hyglisverðu staðreynd, að gagn-
stætt því, sem gert var ráð fyrir,
eru það ekki stóru iðnríkin
(Bretland og Sviþjóð), sem mest
hafa eflzt vegna fríverzlunar
innan EFTA, heldur minni rfkin
(Austurríki, Sviss, Portúgal og
Noregur).
Þó aö reynsla þeirra ríkja,
sem mynda EFTA taki ekki af
öll tvímæli um, hvemig takast
mundi hjá íslendingum við inn-
göngu í EFTA, er framvinda
efnahagsmála í EFTA-ríkjunum
eigi að síöur fomvitnileg og lær-
dómsríkt umhugsunarefni.
l^fnahagssamvinnu í V.-Evrópu
var forðað frá strandi með
stofnun EEC (Efnahagsbanda-
laginu, sem f eru Frakkland,
Þýzkaland, Ítalía, Belgía, Lux-
embourg og Holland) og EFTA
(Fríverzlunarsamtökin með Bret
landi, Svfþjóö, Noregi, Dan-
mörku, Finnlandi, Austurríki,
Sviss og Portúgal).
Samvinna innan EFTA, sem er
öll lausari f reipunum, en innan
EEC hefur tekizt betur en búizt
var viö og hefur náð tiigangi
sínum í flestu tilliti, enda þótt
hún hafi ekki verið alveg snurðu
laus, segir Guðmundur Magnús-
son.
Hann vekur á þvi athygli, að
viöskipti EFTA-iandanna eru nú
um 15% alheimsviðskipta, enda
þótt þessi lönd hafi aðeins um
3% mannkyns. Utanríkisvið-
skipti hinna minni EFTA-ríkja
eru mjög mikii, bæði í heild og
miðað við fólksfjölda og e;nnig
eru þjóðartekjur á mann tiltölu-
lega mjög háar.
TjLns og kunnugt er hafa and-
stæðingar EFTA haldið þvf
fram, að iöngreinar, sem njóta
mikillar tollvemdar muni verða
illa úti, ef ísland gerist aðili að
EFTA þar sem þær veröi undir
í samkeppninni við erlend fyrir-
tæki. Skýrsla Guðmundar Magn-
ússonar gefur fyllilega til kynna,
að þessi hætta sé mjög ofmetin.
Hann segir aö tölur um starfs-
mannahald tollvemdaðra greina
séu merkil. fyrir margra hluta
sakir, ekki sízt vegna þess, aö
unnt sé að gera þær að miklu
tilfinningamáli. Áætlað er aö f
vernduðum iðngreinum (að
skinna- og leðuriönaði og inn-
réttingasmíði frátöldum) starfi
3500 — 3600 manns, eöa um
4.8% alls starfandi fólks í land-
inu.
Fjölmennustú greinarnar af
þessu eru fatagerð og húsgagna-
gerð, en við þær starfa um 40%
starfandi fólks í vemduðum
greinum. Um horfurnar í þessum
tveimur iðngreinum segir Guð-
mundur, að fatagerð hafj sýnt
þvílíka aðlögunarhæfileika, að
ástæöa sé tii að ætla, aö hún
standist samkeppnina á flestum
sviðum. Höfuðvandamál þessar-
ar iðngreinar sé ekki tollar,
heldur menntun og þjálfun starfs
fólks, sem mestmegnis em kon-
ur,
Húsgagnagerð hefur einnig
staðizt erlenda samkeppni, jafn-
vel á tímabilinu 1964—66, en
Guömundur getur þess á öðrum
staö í skýrslunni, að 1966 hafi
gengisverndin verið orðin það
lág, að hún hafi í sumum tilvik-
um „étið“ upp tollvemdina, 'en
þá .hafj iönaöturinn sýnt». mikla
aölögunarhæfni. Þetta þýðir, aö
„rangt" gengi hafi gert meira en
að vega upp á móti þeirri vernd
sem fólst í tollum fyrir ýmsar
iðngreinar.
Hann telur ýmislegt annað
fram, sem sýnir fram á, að ógn-
un við afkomu hinna einstöku
iðnfyrirtæka vegna EFTA-aðild-
ar er ekki eins mikil og hreinar
starfsmannatölur gefa ástæöu til
Guðmundur Magnússon
jafnvel þó illa tækist til við
EFTA-inngöngu.
Guðmundur segist telja, að
hið aukna innflutningsfrelsi frá
1960 og tollalækkanir þær, sem
urðu 1963 og síðar, kunni jafn-
vel að hafa meiri áhrif í sumum
tilvikum á samkeppnisaðstöðu
íslenzkra fyrirtækja, en hugsan-
leg EFTA-aðild kæmi til með að
hafa.
Það hefur komið fram i könn-
un hans, að framleiðnin hefur
einkum aukizt í veiðarfæraiðn-
aði, skóiðnaöi, trjávöruiðnaði,
prjónaiðnaöi og sælgætisgerð á
árunum 1964 — 67, en allar þess-
ar greinar, að sælgætisgerð und-
anskjlinnj hgfa ,átt í harðri sam-
keppni. m ■
Ef raunveruleg framleiðni-
aukning á aö eiga sér stað, en
hún er ein meginforsendan fyrir
aukningu þjóðarframleiðslu á
mann ásamt meiri verðmæta-
sköpun með aukinni sérhæfingu,
verða fyrirtækin að sjá sér hag
í þvf og koma þessu til leiðar.
Ýmis skilyrði verða þá að vera
fyrir hendi, svo sem greiöur að-
að álíta. Þannig eru t.d. 65—
70% af vinnandi fólki í vemd-
uðum iðngreinum konur. Þessi
hái „kvenstuðuU" bendir til þess
aö vemdaðar iðngreinar hafi yf-
irleitt ósérhæfðu fólki á að skipa
og eigi því tiltölulega auðvelt
með að aðlaga mannaflann
breyttum aðstæðum.
Ká kemur fram mjög merki-
legur munur á fjárfestingu
í tollvemduðum og lítt toll-
vemduðum iðngreinum. í toll-
vemduöum iöngreinum er þann-
ig mjög lítij fjárfesting miöað við
aörar iðngreinar, sem bendir til
þess, að ekki getj orðiö verulegt
umrót f íslenzku efnahagslífi,
gangur að markaði, sem EFTA-
aöildin tryggir, góö stjómun,
sem fyrirtækin verða sjálf að
koma á og svo ýmsar aðgeröir
hins opinbera, sem Guðmundur
Magnússon telur upp til aö auð-
velda eflingu iðnfyrirtækja,
sameiningu þeirra o.s.frv.
TX ann telur skattalöggjöfina
hamla á móti sammna fyrir-
tækja og draga óhóflega úr
kaupum og sölum á hlutabréf-
um.
„Flöskuhálsinn“ í fjármögnun
fyrirtækja telur hann ekki stutt
lán, heldur fjármagn til langs
tima, en hann telur allvel séð
fyrir stuttum lánum til iðnaöar-
ins sem stendur, þó að hann telji
lánsformið, þ.e. víxla, að öllum
líkindum úrelt.
Hann telur þó að aðstöðuna
til lengri lána f iðnaði vera betri
núna, en til skamms tíma, en
nokkuð skorti f sveigjanleik og
valkosti. Lög um bankamál séu
af sumum talin valda stöðnun í
bankakerfinu, sem skorti sveigj-
anleika.
Þá telur hann sterkar Iíkur til
þess að skattalögin valdi nokkru
smæð fyrirtækja og hindri þátt-
töku almennings í þeim. Vaxta-
höft ýti undir óarðbæra fjárfest
ingu og vextir án áhættuálags
stuðli að ábyrgðarleysi f rekstri
fyrirtækja. Ýmislegt annað telur
hann til, sem breyta þurfi, sem
of langt mál er hér upp að telja,
svo sem óheppilegar reglur um
afskriftir, lögbundið fjármagn
til ákveðinna greina atvinnulffs-
ins, sem veldur kyrrstöðu f því,
atvinnuvegunum sé mismunað
og er hlutur iðnaðarins þar Iak-
astur.
Þær iðngreinar, sem Guðmund
ur telur að EFTA-aðildin muni
verða erfiðust eru kexgerð og
sælgætisgerð. Kexgerð virðist
vera afar illa undir harðari sam-
keppni búin, enda þótt greina
megi nokkra ljósa punkta. Er
lagt til að kexframleiðendum
verði veitt tæknileg aöstoð til að
gera markaðsrannsókn og á-
kveða val framleiðslutegunda til
að fá úr því skorið, hver sé
heppilegasta framleiðslutilhögun
í framtíðinni og ákveða vélbúnað
og sjálfvirkni í sambandi við
þaö. .
í sæigætísgerð virðist svo
vera, sem aðalvandamáliö sé
hvað fyrirtækin eru óeölilega
mörg og einnig að fyrirtækln
hafa enga reynslu í samkeppni
við erlenda aðila, þar sem inn-
flutningsbann hefur ríkt á sæl-
gæti. Guðmundur telur mjög
misráðið að fresta því að setja
sælgæti á frílista, þar sem þess-
um fyrirtækjum rföi á að komast
í snertingu við samkeppni er-
lendis frá, þar sem innflutta sæl-
gætið yrði haft á afar háum toll-
um. Með því myndu innlendir
framleiðendur sjá, á hvaða
sviðum þeir ættu að sérhæfa sig
Þá þurfti að auðvelda þessum
fyrirtækjum samvinnu og sam-
runa til að auka samkeppnis-
hæfni þeirra.
Ekki er ástæöa til að telja
upp aðrar iðngreinar sérstak-
lega, þar sem hann telur að
EFTA-aðildin muni ekki skapa
neinni þeirra verulega hættu,
en telur jafnvel, að margar iðn-
greinar, sem notið hafa toll-
vemdar hafi blátt áfram mikla
möguleika til útflutnings, svo
sem húsgagnagerð, innréttinga-
smíði, málmiðnaöur.
Af þeim iðnvamingi, sem nú
er framleiddur væntir hann
einkum útflútnings í eftirtöldum
greinum: Spuna- og vefnaði,
prjónaiðnaði, húsgagnagerð, inn.
réttingasmíði, skinna og leður-
iðnaði, málm- og skipasmíði og
niðursuðuiðnaði.
Af nýjum framleiðslugreinum
þ.e. þeim, sem ekki eru fyrir
hendi í landinu núna, telur
hann eftirtaldar greinar líkleg-
astar: Efnaiöju, hvers konar,
rafeindaiðnað, sem yrði eins
konar samsetningariðnaöur meö
t.d. fiskleitartæki, sem mikil
þekking er á innlendis, en marg
ir hafa orðiö til þess að halda
þvi fram, að íslendingar hafi
byggt upp þennan iðnað í Nor
egí oa aö lokum frámWðria á
nýjum tegundum í veiðarfæra-
iðnaði, málmsmíöi o. fl.
vism sm-
Hvað mynduð þér gera,
ef þér ynnuð eina millj-
ón í happdrætti núna
fyrir jólin?
Eygló Bjarnardóttlr, meinatækn-
ir. — Ég mundi leggja hana í
íbúð eins og skot.
Freyr Áskelsson, stud. scient.
— Svona hefði verið hægt að
spyrja fyrir tuttugu árum, þeg-
ar milljón var milljón. En ætli
maður mundi ekki bregða sér
utan til náms fyrir hýruna.
Stefán Thordersen, bakari. —
Almáttugur það væri voðalega
gaman! Ég færi eins og skot í
reglulega mikla og góða utan-
landsferð með konunni minni,
og afganginn, ef einhver yrði
eftir ferðina, mundi ég svo
leggja í banka.
Þorleifur Björgvinsson, sím-
virkjanemi. — Ég held ég
mundi bara alveg ruglast, en
sennilega tæki maður til við
eyðsluna, þegar geöið hefði
jafnað sig.
Kári Þórsson, leiklistarnemi. —
Fyrst mundi ég náttúrlega
kaupa mér helling af nýjum
fatnaöi, síðan borga skattana,
og veita því næst vinum og
vandamönnum ríkulega, ætli
maður legði síðan ekki ofurlitla
agnarlús í banka.
Marta Sigurðardóttir, húsmóðir.
— Ég yröi vitanlega alveg
klumsa svona fyrst í stað, síð-
an myndi maöur láta skynsem-
ina ráða, hvaö gert yrði við upþ
hæðina, ef til vill væri ekki
svo galið aö kaupa sér íbúð.
------rrasetBzr-
I