Vísir - 10.01.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 10.01.1970, Blaðsíða 1
Ungur Keflvík- ingur slasast í Víetnam # Ungur piltur frá Keflavík, James Clark aö nafni, bandarískur í föðurætt, varð fyrir slysi f Víetnam um síð- ustu helgi. James gekk á jarð- sprengju og missti annan fót- inn um hné auk þess sem hann missti sjónina. Læknar munu hins vegar hafa góða von um að hann fái sjónina aftur. Um stund var James vart hug að líf, en nú mun hann vera á batavegi að því talið er. James Clark er 19 ára gamall og hefur lengst af búið hjá móð ur sinni að Sólbakka Bergi í Keflavík. iWÉtlÉ • Það er sagt, að hvinurinn frá farþegaþotum sé tiltölulega lítill miðaö við hávaðann frá nútímadansmúsik eöa skellinöðr um unglinganna Þessi skemmti lega mynd Ástþórs Magnússon- ar er frá opnun sýningarinnar Við unga fólkið í Tónabæ f gær- dag. Einn hinna virðulegu boðs gesta virðist fá meira en þægi- legan skammt og stingur fingr- unum í hlustir sér. Raunar sá- ust fleirj gera slíkt hið sama meðan Pops ein helzta bitla- hljómsveitin, lék fyrir gesti. • Sýningin var opnuð af Geir Hallgrímssyni borgarstjóra, en eins og getið hefur verið í fréttum, sýna ungmennasamtök ýmis f höfuðborginni þarna hvað þau hafa á boöstólum fyrir félaga sína. Aðgangur að sýn- ingunni er ókeypis og stendur hún til 15. janúar. Heilu hverfín Flensan i hámarki á Austurlandi — Hertekur næstum hvern ibúa — / Húnavatnssýslu var einn maður við gegningar á 2-3 bæjum ■ Flensan er nú að ná hámarki í kauptúnum á Austurlandi, en þar hef- ur hún verið hvað skæð- ust. Að sögn héraðslækn- isins á Eskifirði er flensan mjög í uppgangi þar, en á Reyðarfirði virðist hún hins vegar hafa náð há- marki. Þar var naumast nokkur maður uppistand- andi í heilu hverfunum, meðan sóttin var sem verst. Á Norðfirði var reynt að byrja skólana aftur eftir jólafríið núna í vikunni, en þeim var lokað aftur vegna þess hve fáir nemendur komu. Atvinnulíf er í dái á þessum stöðum vegna veikinnar, þar sem hún hertekur nærri hvern mann, meðan faraldurinn stendur, en það bráir furðu fl' af mönnum. Þeir liggja yfirleitt þrjá daga rneð 40 stiga hita að sögn læknanna þar eystra og síðan fylgir slappleiki í nokkra daga. Þyngst leggst veikin á gamal enni. — Talsvert hefur verið íér um eftirköst, sagði héraðslæknirinn á Hvammstanga, Guðmundur Jóhann sson en flensan er svo að segja fstaðin hér og ekki orðið vart við ný tilfelli síöustu daga. Veikin gekk hér yfir frá jólum og núna fra-" 'Tir áramótin. Seaja má rð helmingur héraösbúa hafi lagzt nema nvað tveir hreppar sluppu alveg, Staðarhreppur og Bæjar- hreppur í Hrútafiröi. Þeir hafa haft gott af einangruninni. Á sum- um bæjum, til dæmis í Víðidalnum var ástandið mjög slæmt, einn mað ur varð kannski að sinna "eoning- um á þrem bæjum. En um þetta leyti er einmitt mikill annatími hjá bændum. Margir bændur hafa líka ekki gefið sér tíma til þess að leggj ast og það hefnir sín vissule.p". Mikið hefur borið á lungnabólgu, scm er mesta hættan sem fylgir í kjölfar "-nsunnar. „VÁRLA VERRA EN í FLÓTTAMANNABÚÐUM — segja hjónin i Garðshorni, sem búa i hjólhýsi meðan bústaður þeirra er fluttur undan nýju Kringlumýrarbrautinni — Þetta er eins og sígauna- búskapur, sagði Þorgrímur Einarsson, en hann býr nú í hjólhýsi, sem stendur á hlað inu heima við bústað hans í Fossvoginum. — íbúðarhúsið er laust við grunninn, stend- ur á tjökkum og bíður þess að víkja fyrir nýju hraðbraut inni, sem kemur þarna þvert yfir dalinn. Það eru tvö íbúðarhús, sem eru „í veginum“, en stórvirkar vinnuvélar, sem nú eru að ryðja fyrir þessari nýju braut norður á bóginn frá umferðarbrúnni frægu nálgast nú óðum og húsin verða flutt einhvern næstu daga. — Þetta er varla verra en I flóttamannabúðum, segir Þor- grfmur, en hann rekur þarna "tóðrarstöðina Garöshorn og byggði húsið fyrir nokkrum ár- um. Viö fáum grunn undir hús ið hérna dálitlu vestar og þar verður það á löglegri lóð, en þarna sem það var átti það ekki rétt á sér og varð auðvitað að víkja fyrir veginum. — Kona Þorgrfms Sigríður Guöbjartsdóttir, virtist ekkert kunna illa þessum landnemabú- skap, bauð upp á kaffi og heimabakað. Eldavélin var á sín um stað. — Við hötum hérna rafmagn og hita, útvarp og sjónvarp og hvað viljið þið hafa það betra, sagði Þorgrímur. — Hvað þurfið þið að búa hér lengi. — Sennilega þrjár vikur. Við erum búin að vera hérna eina viku og ekki orðiö neitt meint af. Þeir flytja húsið yfir á nýja grunninn á morgun. og svo er eftir að ganga frá því þar. 44 — Fer ekki eitthvað af gróðr arstööinni undir veginn? — Sennilega svona einn þriðji Það má n-“ ’rlega búast við, að stöðin verði afkastaminni, þegar teknar eru plöntur, sem eru að vaxa upp. — En þetta verður bætt samkvæmt mati. — Þetta er sem sagt ekkert upplagt tæki færi til aö skammast út í bæjar yfirvöldin. Þetta er auðvitað ó- hjákvæmilegt. — — Og viö vildum miklu held ur búa hérna í skúrnum heldur en flytja eitthvaö inn í bæ á meðan húsið yrði flutt. — Og hvérnig haldið þiö að þið kunniö við hávaðann? — Við erum orðin svo ágæt- lega vön honum af Reykjanes- brautinni. segir Þorgrímur. — Það drepur hver hljóöbvlgjan aðra á þessum tveimur braut um og hávaðinn verður mun meiri á brautinni fjær, upp brekkuna. — Ég kann svo vel þessum nið, bætir Sigríður við, þetta hljómar orðiö eins og lækjamiö ur í mínum eyrum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.