Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 4

Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 4
Kirkja allra þjóða í Gethsemane-garðinum. Séð yfir Jerúsalem af Olíufjallinu. Moska múslima blasir við þar sem áður var musteri gyðinga. Þar sem svo víðlesið blað sem „Séð og heyrt“ gat sent blaðamann í hópferð til Landsins helga gat Mosfellsblaðið ekki verið eftirbátur, enda hefur það verið rit- stjómarstefna blaðsins að birta öðru hvoru fréttir af ferðalögum á erlenda grund. Þetta var tímamótaferð til upphafsins á 1000 ára afmæli krismitöku og gafst ferðalöngum tækifæri til að feta í fótspor ævafomra persóna og áhrifavalda í mannkynssögunni úr Gamla og Nýja testamentinu. Þá kynntust ferðalangar Israel nútímans sem hefur verið sjálfstætt ríki gyð- inga síðan 14. maí 1948, en kristnir menn og múslímar kalla það landið helga. Ibúafjöldinn er um 6 milljónir og búa um 91 % í borgum og 5 % á samyrkjubúum. Flogið var beint til Tel Aviv, en þaðan var ekið til Jerúsalem eða Jórsala eins og borgin nefnist á ís- lensku, en þar var gist all- an tímann og farið þaðan í skoðunarferðir um ein- stæðar helgislóðir. I Jer- úsalem sem er höfuðborg landsins búa um 700.000 manns af ólíkum trúar- brögðum, en gyðingar em í meirihluta um 88 %, múslímar um 15 %, en aðrir eru kristnir. Borgin liggur hátt yfir sjávarmáli eða um 800 metra og er í Júdeu. Borginni er skipt í austur og vest- ur Jerúsalem, en athygliverðasti hluti borgarinnar er gamla borgin sem er umlukin af borgarmúr sem er um 12 metra hár og um 4 km langur. Gamla borgin er hverfaskipt eftir trúarbrögðum og í þröngum götum þessa borgarhluta eru minjagripaverslanir, markaðir og matarverslanir, þangað sem gífurlegur fjöldi fólks leggur leið sína. I borginni finna ferðalangar fljótt fyrir ægivaldi trúarbragðanna yfir manns- hjörtunum, enda ægir hér saman strang- trúuðum gyðingum, múslímum og kristnum mönnum, bæði kaþólskum og „othodoks“ trúar. Eftir að Davíð kon- ungur vann borgina 1000 árum fyrir Kristsburð og Salómon sonur hans reisti muster- ið varð Jerúsalem heilög borg gyð- inga. Þegar Krist- ur var krossfestur varð borgin heilög borg kristinna manna og á yfir- ráðatíma Tyrkja bættust múslímar í hópinn árið 638. Gyðingar biðjast fyrir við Grát- múrinn en rétt hjá stóð musteri þeirra. Nú er þar hin stóra og fallega moska múslíma, sem er talin þriðji helgasti staður þeir- ra, en moskan er byggð yfir klettinn sem Abraham ætlaði að fóma Isak syni sínum að beiðni Guðs. Nákvæmlega á þessum stað fór Múhameð til himna gegnum himinhvolfm sjö á næturreið sinni. Ferðatilhögun var góð og yf- irgripsmikil og hófst lyrsti dag- urinn á því að farið var upp á Olíufjallið sem stendur rétt utan við gömlu Jerúsalem. Faðirvorkirkjan var skoðuð en þar er faðir vorið skrifað á ýmsum tungumálum, þar á meðal íslensku. A Olíufjallinu er staðurinn þar sem Jesús steig til himna á Uppstigning- ardag. Nákvæmlega á þessum stað hafa múslímar byggt mosku. Geng- ið var niður af Olíufjallinu og kom- ið við í Getsemanegarðinum, en þar er Kirkja allra þjóða. Farið var að Grátmúmum, upp á Musterishæð- ina og inn um Sions hliðið. Gengið sem fæðing ffelsarans átti sér stað.Þá var komið við á Belhlehemvöllum þar sem hirðingjar gættu hjarða sinna á jólanótt. Þetta eru reyndar ekki vellir heldur dalur. Það er athyglivert fýrir gestkomandi að gera sér grein fyrir hvað stutt er á milli þessara helgu staða. Þannig er t.d. Bet- hlehem aðeins um 8 km frá Jerúsalem. A þriðja degi ferðarinnar var farið til Gali- leu um Jórdandalinn og m.a. komið við á þeim stað þar sem Jesús var skírður. Siglt var á Geneseretvatninu og farið til Greinarhöfundur Helgi Sigurðsson fyrir miðju og með honum eru hjónin Brynjólfur Sandholt, f.v. yf- irdýralceknir og Agnes Aðalsteinsdóttir við hina frœgu á, Jordan. Inni í Fœðingarkirkjunni. - Staðurinn sem talið er að Jesús Kristur hafifœðst á í Bethlehem. var eftir götunni Via Dolorosa en þetta er leið- in sem Kristur gekk með krossinn til Golgata. Búið er að byggja kirkju yfir staðinn þar sem Gol- gata var og nefnist sú kirkja Grafarkirkjan. Daginn eftir var farið í rútuferð um Jerúsalem og nokkur söfn skoðuð, en merkilegust var ferðin til Bethlehem og Fæð- ingarkirkjan heimsótt en hún hefur verið byggð utan um þann stað þar þess staðar þar sem Jesús hélt Fjallræð- una og mettaði 5000 manns. Síðasti áfangi dagsins var heimsókn til borgar- innar Nazareth, en þar vom æskuslóðir Jesús. Af öðrum markverðum stöðum sem heimsóttir voru má nefna Qumran hell- ana þar sem fom biblíuskjöl fundust, Massada konunglegt virki Heródesar, síðasta vamarvirki gyðinga í uppreisn- inni gegn gyðingum og Dauðahafið. Þá má neíha Tel Aviv og Jaffa. Ferð á slíkan stað er ógleymanleg og kristnum mönnum í raun nauðsyn að fara a.m.k. einu sinni á ævinni til lands- ins helga. MoNfcIKblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.