Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 10

Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 10
Sunnudaginn 5. mars s.l. var haldin mikil og vegleg kristnihátíð í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Að henni stóðu sveitarstjómir og sóknamefhdir í Mosfellsbæ, Kjalamesi og Kjós. A dagskrá var tónlist, myndlist, leiklist, ávörp, guðsþjónusta, sögusýning og einnig kaíFi og eittþúsund manna terta, bökuð og gefm af Mosfellsbakaríi. Um kvöld- ið var menningardagskrá í Lágafellskirkju m.a. með fyrirlestri Bjöig- vins Tómassonar um orgelsmíði á Islandi. Forseti bæjarstjómar, Jónas Sigurðsson setti hátíðina og ávörp fluttu forseti íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. Kynnir var Þómnn Lámsdóttir. Undir- búningsnefnd hátíðarinnar skipuðu Asgeir Harðarson, fulltrúi sóknar- nefnda og formaður nefndarinnar, sr. Jón Þorsteinsson sóknarprestur og Magnús Guðmundsson, skjalavörður. Eitt ár tók í undirbúning með mikilli vinnu nefndarinnar og varð hátíðin glæsileg og öllum til hins mesta sóma. - Talið er að 900 til 1100 manns haft sótt hana. Hér fylgja með nokkrar myndir frá atburði þessum. / Hátíðarljóðskáldinu Lárusi Þórðarsyni leið vel eftir vel heppnaða hátíð með hlóm og árnaðaróskir í farteskinu, en þá er eftir að komast upp stigann í hjólastól. Guðsþjónusta í íþróttahúsi. Séra Jón Þorsteinssonfyrir miðju, við athöfnina ásamt honum voru séra Gunnar Kristjánsson, prófastur, séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðs- prestur og Þórdís Asgeirsdóttir, djákni. A standi vinstra megin er kirkjuklukka Mosfellskirkju, sem um aldaraðir hefur verið notuð við kirkjulegar at- hafnir. A veggnum er altaristafla, máluð afséra Jóni Þorsteinssyni og Oddi Albertssyni, skólastjóra Lýðskól- ans. Þeir voru fram undir morgun við þetta verk sem er risavaxið listaverk, hugsað frá heiðni til kristni -frá myrkri til Ijóss. Höfundarnir hafa augsýnilega verið undir áhrifum frá hinu nýjasta Heklugosi og mun þessi altaristafla vera ein sú frumlegasta á landinu, enda sköpuð í upphafl nýtrar aldar. Taflan er í átta flekum, hver þeirra 2x2 metrar, eða 32 fermetrar. Kunnugir segja að séra Jón Þorsteinsson hafi verið afar list- hneigður á skólaárum sínum sem ungur maður og er hann það greinilega enn. Páll Helgason og Atli Magnússon stjórnuð söngur þeirra fallegur og kraftmikill.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.