Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 16

Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 16
Mosfellingar athugið!! Vaxandi fyrirtæki Nýbrauð ehf. í Mosfellsbæ vantar starfsfólk í framleiðslu og pökkun vegna aukinna umsvifa í rekstri. - Vaktafyrirkomulag. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu fyrirtækisins á Völuteig 4 milli klukkan 8.00 og 16.00. Sími: 586 85 00 - Fax: 586 85 01 HEILBRIGÐISEFTIRLIT KJOSARSSVÆÐIS Auglýsing um starfsleyfistillögu í samræmi við gr. 7 í reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir at- vinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, liggja frammi starfsleyfistillögur fyrir eftirfarandi fyrirtæki til kynningar frá 27. mars til 25. apríl 2000, í afgreiðslu á hreppsskrifstofu Kjósarhrepps. Fyrirtæki Fuglabúið Fell, Felli Kjós Valdastaðir ehf. Valdastöðum Kjós Eyjaberg ehf. Eyjum II, Kjós Gildistími starfsleyfis 18. mánuðir 18. mánuðir 18. mánuðir Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfs- menn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, fyrir 28. apríl n.k. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis komin 1 afravaini Hafravatn 7. mars 1998. Þann 27. nóvember 1999 var frost og fagurt veður með tunglskini og stjömum prýddum himni þegar Sess- elja Guðmundsdóttir lagði af stað um kl. 18:oo frá heimili sínu við Urðarholt í Mosfellsbæ að Hafravatni. Með henni í bílnum vom tvö bamaböm hennar, Alexander 7 ára og Elvar Orri tveggja ára. Sesselja ætlaði stutta ferð með drengina á snjóþom til að skemm- ta þeim á ísnum á Hafravatni fyrir kvöldmatinn, en hún taldi ömggan ís á vatninum eftir nokkurra daga frost. Seselja er kunnug vatninu, lækjum og uppsprettum, enda oft farið yfír vatnið á undanfömum vetmm á gönguskíð- um. Hún hljóp með drengina á þotunni, sneri þeim í hringi og sleppti síðan en þotan skautaði með þá vestur eftir ísi- lögðu vatninu og þau skemmtu sér konunglega. I eitt skiptið sá hún skyndilega að snjóþotan seig niður með drengjunum og hún hugsaði, guð minn góður, er ég að drekkja drengjun- um. Hún hljóp að vökinni, þotan var sokkin í vatnið, hún náði báðum upp og skutlaði þeim aftur fyrir sig. Um leið brast ísinn og hún stóð á malar- botni upp fyrir mitti í vatni. Hún gerði ítrekaðar tilraunir að komast upp á ís- inn en tókst ekki. Drengir biðu á ísn- um, blautir og grátandi. Hún taldi sig vita að hverju stefndi og bað eldri drenginn að fara með bróður sínum að veginum í von um að einhver kæmi að þeim þar, en þau vom alein við vatnið. Drengurinn hlýddi og fór áleiðis að landi með yngri bróður sinn. Sesselju þraut máttinn mjög, en að lokuð komst hún upp á skörina. Hún ók rakleitt að Reykjalundi þar sem hjúkmnarfólk tók á móti henni með drengina. Þessi frá- sögn sýnir hve varlega fólk þarf að fara í umgengni við ísilögð vötn. Alexander og Elvar Orri heilir á húfi að heimili sínu. Mosfellingar vilja aukna löggæslu 827 Mosfellingar hafa undirritað undirskriftalista þar sem krafíst er aukinnar löggæslu í bæjarfélaginu. Guðrún Esther Amadóttir var for- göngumaður undirskriftanna, sem aðeins lágu frammi á fimm stöðum í bæjarfélaginu í stuttan tíma og em þetta miklar undirtektir bæjarbúa við framtaki Guðrúnar, enda tals- vert gengið á í bæjarfélaginu und- anfarið í kjölfar dvínandi löggæslu. Undirskriftalistamir voru póst- sendir Sólveigu Pétursdóttur, dóms- málaráðherra þann 18. febrúar s.l. með bréfi sem 14 manns undirrit- uðu og gerðu kröfu um að aukin löggæsla í bænum yrði tekin til um- fjöllunar og niðurstaðan yrði kynnt almenningi. ^ lloslellsblaAiA

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.