Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 19

Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 19
Ferð á Old IFaff Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að íþróttaferðir á knattspymu- leiki erlendis hafa tekið gífurlegan kipp á undanfömum ámm. I dag em ferðaskrif- stofumar að bjóða upp á helgarferðir á alla helstu leikina í ensku knattspymunni auk þess sem boðið er upp samskonar ferðir á Formúlu 1 keppnir. 3. mars síðastliðinn var farin ferð á vegum Samvinnuferðar Landsýnar á leik Manchester United og Liverpool sem fór fram á Old Trafford. Með stuttum fyrir- vara þá ákvað ég, undirritaður og félagi minn Svanþór Einarsson að skella okkur á þennan stórleik, en við höfðum aldrei upplifað það áður að fara á leik í ensku knattspymunni. Eins og margar helgarferðir þá var flogið mjög snemma á föstudagsmorgn- inum til London en þar biðu tvær rútur eftir íslenska hópnum. Rútuferðin frá London tók um 5 klukkustundir en þar sem flestir höfðu sofið lítið um nóttina þá gleymdu sér margir í draumum um stórleikinn. Gist var á Palace hótelinu sem staðsett er í hjarta borgarinnar en það er eitt það glæsilegasta í Manchest- er. Á föstudagskvöldinu fengum við síð- an miðana okkar og hópnum sagt hvenær lagt yrði af stað á leikinn. Á Kjölui með góða heimasíðu Það kemur ekki mörgum á óvart í dag þegar sagt er; af hverju skoðar þú ekki heimasíðuna, þar færðu allar upplýsingar sem þú þarft. íþróttafélög hérlendis em flest öll komin með einhvers konar heimasíður en flestar em þær frekar slapppar. Með örlítilli vinnu er hægt að gera heimasíður mjög áhugaverð- ar og þess vegna vil ég nefna heima- síðu Golfklúbbsins Kjalar. Slóðin hjá klúbbnum er www.kjolur.is og þar má finna nánast allar þær upp- Iýsingar sem þú vilt vita um klúbb- inn. Þar má fínna litlar og skemmti- legar greinar sem gera slóðina per- sónulega þar sem hún tekur á öllu, frá púttmótaröð sem haldin er í íþróttahúsinu að nýjum golfreglum sem kylfingar þurfa að kynna sér fyrir komandi tímbil. Aftur á móti er slóðin hjá handknattleiksdeildinni www.umfa.is frekar innihaldslítil og ópersónuleg, en það finnst mér nauðsynlegt að þær eru persónuleg- ar svo fólk vilji skoða hana aftur. Sem dæmi um lélega endumýjun á efni slóðar handknattleiksdeildar- innar fann ég 23. mars síðastliðinn auglýsingu fyrir boltaballið sem haldið var 11. desember 1999. Þessa auglýsinga átti að fjarlægja fyrir löngu. laugardags- morgninum áttu allir að vera mættir út í rútu klukkan 09:00 þó að 1 e i k u r i n n byrjaði ekki fyrr en kl. 11:30. Ferðin frá hótelinu að Old Traf- ford tók ekki nema rúmar 10 mínútur enda mjög GlfwleSH'fognuður braust fáir famir að mði leikinnfyrir United. láta sjá sig fyrir utan völlinn. Allt í kring- um völlinn var verið að selja Manchest- er United vaming úr litlum básum auk þess sem félagið sjálft er með svokallað „megastore" risabúð. I þessum básum og í risabúðinni er hægt að finna allt; bamanáttföt, púsl, bindi, búninga, skó og fleira og fleira merkt félaginu. Eftir ítarlega ferð í gegn- um risabúðina þá var ákveðið að ganga út Sir Matt Busby way sem er stutt gata með fullt af snakk- og ölbúðum. Klukk- an var farin að ganga 11 og nokkrir drop- ar komu úr lofti, en ekkert varð þó meira úr því. Við ákváðum þó að koma okkur inn á leikvanginn. Eftir nokkra leit fund- um við okkar inngang en hann er í nýju stúkunni sem nýverið var klámð. í sama mund og við vomm að koma okkur fyr- ir þá birtust leikmenn Liverpool á vellin- um, þeim var ekki tekið mjög vel af stuðningsmönnum United sem púuðu á þá. Þetta tók fljótt af, enda Evrópumeist- aramir að koma inn á völlinn og þá bmt- ust út mikil fagnaðarlæti meðal áhorf- enda. Þegar leikurinn hefst síðan kl. 11:30 þá em 61.152 áhorfendur búnir að koma sér fyrir, sem er met í úrvalsdeildinni. Á svona leikjum þá fær útiliðið 3 þúsund miða og er þeim haldið saman á einu svæði. I kringum þessa áhorfendur em löggur sem sjá til þess að engin slagsmál og þess háttar komi upp á milli stuðn- ingsmanna liðanna. Allt fór mjög ffið- samlega fram á meðan leiknum stóð en ég sjálfur bjóst við meiri drykkjuskap hjá Bretunum. Oft er seldur bjór á leikjum í ensku deildinni en það var ekki gert að þessu sinni. Það mátti sjá miða í veit- ingasölunni þar sem stóð að ekki yrði selt áfengi í dag. Þetta vissu flestir og enginn var að æsa sig út af því. Flestir vita að leikurinn endaði með jafntefli, Patrick Berger kom Liverpool yfír með glæsimarki úr aukaspymu en það var síðan Norðmaðurinn Ole Gunn- ar Solskjaer sem jafnaði fyrir United. í heild sinni var leikurinn ágætur, það var nóg af fæmm í leiknum og má segja að United hafi verið óheppið að taka ekki öll þrjú stigin miðað við yfirburði liðs- ins. Að leik loknum vom rútur upp á hót- el en þeir sem vildu heldur skoða sig bet- ur um urðu að taka leigubíl upp á hótel. ut er Ole Gunnar Solskjœr jaf- A sunnudeginum var síðan lagt af stað um tvö leytið til London þar sem Flugleiðar- vél beið okkar. Pétur Berg Matthíasson Greinarhöfundur og Svanþórjyrir utan Old Trafford stuttu fyrir leih United og Liverpool AVERKSTÆÐI og Kjartans allar almennar bifreiðaviðgerðir, jeppabreytíngar, rennismíði, sprautun o.fl. Flugumýri 16 c, Mosfellsbæ Sími 566 6257 - Fars. 855 6057 Fax 566 7157 FRAMKOLLUN MOSFELLSBÆ Þverholti 9 Sími: 5668283 FramköUum bæði lit- og svarthvítar filmur. Tökum eftir slidesmyndum og nú getum við líka tekið passamyndir. Vönduð vinna - Lipur þjónusta - Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10 -18 IMoslrllsblaðiA

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.