Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 2
Góðar fréttir frá dómsmála- ráðherra LEIÐARI: GYLFI GUÐJÓNSSON ^MFesturlandsvegurinn hefur löngum verið baggi á Mosfellingum vegna tíðra óhappa, slysa og dauðsfalla. Nú er loks svo komið að menn eru sammála um nauðsyn þess að leggja fram fjármagn til aðgerða á veginum sem lækkar slysatíðnina verulega. - Annað hefur gerst nú fyrir skömmu, að dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir kallaði fólk saman til fundar í Borgarleikhúsinu varðandi umferðarmál og lýsti hún því yfir að umferðarlögreglan í Reykjavík yrði efld og umferðarmál hefðu nánast forgang í sínu ráðuneyti. Þetta eru góðar fréttir því þessi mál hafa verið afskipt á undanförnum árum. - Nú nýlega var haldinn borgara- fundur um samgöngumál í Hlégarði að tilhlutan Sjálfstæðisfélags Mosfellsbæjar. Þessi fundur var afar vel sótt- ur og sýndi hve þetta málefni brennir á bæjarbúum. Þarna mættu nokkrir þingmenn, samgönguráðherra og fulltrúi fráVegagerðinni.Á þessum fundi varð mjög góð samstaða með þingmönnum.fulltrúa vegagerðar og reyndar samgönguráðherra, að fjármagna þyrfti tvöföldun vegarins hið fyrsta. - Nú hafa verið veittar 400 milljónir til verksins árin 2003 til 2004. Hins vegar meturVegagerðin málið svo að hönnun vegarins taki 2 ár, vegstæði er ekki Ijóst og mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram. Útboð getur hugsanlega farið fram árið 2002. Hins vegar þarf að fylgja þessu máli vel eftir, en það hefur SigríðurÁnna Þórðardóttir alþingis- maður gert. Blaðið hefur heimildir fýrir því að hún hefur unnið í máli þessu inni í þingmannahópi Reykja- ness frá því fyrir síðustu alþingiskosningar og á stóran þátt í þessum framgangi. Fundurinn í Hlégarði var vendipunktur. Nýjar tillögur frá nefnd skipaðri af SSH um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kynntar í fjölmiðlum. Þessi aðferð við umfjöllun á stórmáli er ámælisverð. Mosfellsbær átti ekki fulltrúa í þessari nefnd og það eitt gerir málið ótrúverðugt. Niðurstöður nefndarinnar voru ekki kynntar sveitar- stjórnarmönnum áður en þær voru birtar í fjölmiðlum og Mosfellingar kæra sig ekki um að láta innlima sig einhversstaðar án sinna afskipta. Hugbúnaðarfyrirtækið Net-albúm. net hefur nýlega komið sér fyrir á efstu hæð Kjarnans. Fyrirtækið hefur til þessa verið til húsa á Frumkvöðlasetri Impru á Iðntæknistofnun og varð fyrst þeirra aðila sem þar hafa slitið bams- skónum til að flytja út. í glæsilegum húsakynnum Kjamans situr nú á annan tug manna og kvenna sem leggja síð- ustu hönd á forritið Net-albúm. Þessi alíslenska hugsmíð býður nýstárlegar og mikilvirkar lausnir í geymslu og umhirðu margmiðlunarefnis; rnynda, tónlistar, teikninga, skannaðra skjala og hreyfimynda. Markhópurinn er al- mennir tölvunotendur. Ekki síst er litið til eigenda skanna og stafrænna myndavéla og þeirra sem nota Inter- netið í einhverju mæli. Ófáir Mosfell- ingar tilheyra þessum hópi og ættu þeir að fylgjast grannt með framvindu mála. Útgefið af Samtökum óháðra i Mosfellsbæ. Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson, s. 696 0042, fax 566 6815 íþróttir: Pétur Berg Matthíasson, s. 861 8003 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 3. tbl. 2000 - 3. árgangur Af litlum neista Net-albúm er hugarfóstur Kolbeins Sigurjónssonar og Tryggva Scheving Thorsteinssonar, sprottið af útskriftar- verkefni þeirra frá Töivuháskóla Versl- unarskóla fslands. Dr. Ólafur Amalds, jarðvegsfræðingur við RALA á Keldnaholti hafði spumir af kunnáttu þeirra félaga og tjáði þeim vandkvæði sín varðandi skráningu og vistun staf- rænna mynda sem tengdust yfirgrips- miklu verkefni hans um jarðvegseyð- ingu. Verkefnið hlaut Umhverfisverð- laun Norðurlandaráðs árið 1998 og má sjá meira um það á http://www.rala.is en það er önnur saga. Innan tíðar kemur neytendaútgáfa forritsins fyrir almennings sjónir. Hún þykir lofa góðu og jafnvel rúmlega það. Góðir hlutir gerast hratt Fyrirtækið Net-albúm fæddist árið 1998 eftir að Kolbeinn og Tryggvi, sem báðir em Mosfellingar, höfðu samband við Þorvald Inga Jónsson viðskiptafræðing með áralanga reynslu úr tölvugeiranum. Markið var sett hátt og stefnt að heimsmarkaðs- setningu forritsins á Netinu. Fyrst þurfti þó að sanna tilverurétt hug- myndarinnar og viðskiptaáætlun hins unga félags hlaut 3. verðlaun í Ný- sköpun 99, samkeppni um viðskiptaá- ætlanir á vegum Nýsköpunarsjóðs, KPMG og Morgunblaðsins. F.v.: Gústaf Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Kolbeinn Sigurjónsson, Lárus Elíassort Áslaug Björk Eggertsdóttir, Þorvaldur Ingi Jónsson, Ingibjörg Edda Haraldsdóttir, Valg^r ! Guðjónsson og Tryggvi Scheving Thorsteinsson. Á myndina vantar: Svein R. Sigurðsson, Helgtr Rúnar Theódórsson og Gunnar Einarsson. Bjartsýni á árangur Hlutafé Net-albúms er alfarið komið frá einstaklingum sem með þátttöku sinni hafa sýnt trú sína á verkefninu og höfundum þess í verki. Eigendur fé- lagsins em í dag nflega 70 talsins og hefur orðsporið farið dagvaxandi. Þá hefur Atvinnuþróunarsjóður Mosfells- bæjar stutt við bakið á hinu unga fyrir- tæki með myndarlegu framlagi. Bær- inn mun veita fyrstu eintökum forrits- ins viðtöku innan tíðar sem viðurkenn- ingarvotti á þeim skilningi og tiltrú sem hann hefur sýnt fyrirtækinu. Ahugi manna á foritinu Net-album er reyndar engin tilviljun því lausnirn- ar sem forritið býður þykja bæði ný- stárlegar og vel útfærðar. Ymsir halda því hikstalaust fram að Net-albúm standi öðram sambærilegum forritum langt framar og hafa öflugir íslenskir og erlendir aðilar sýnt áhuga á sam- starfi um þróun og dreifingu þess. Hröð framþróun Mjög er litið til þess að tölvur renna nú óðfluga saman við aðra miðla, sjón- varp, síma, dagblöð o.s.frv. Þessi þró- un hefur m.a. í för með sér að tölvur em í sívaxandi mæli notaðar til vistun- ar og geymslu margvíslegra skjala; mynda, tónlistar, hreyfimynda og skannaðra skjala svo fátt sé nefnt. Reynslan sýnir að sé ekki hugsað fyrir skráningu og flokkun alls þessa efnis, megi búast við tíðum umhverfisslys- um í tölvum, þar sem erfitt verður að finna efni. Eru þess þegar dæmi að mikla vinnu hefur þurft að leggja í að hafa upp á skjölum sem á þurfti að halda og því bíða margir þess að ein- föld, skilvirk lausn komi fram á sjónar- sviðið. Þeir sem skoðað hafa telja Nel- album standa undir merkjum í þeim efnum. Hægt er að kynna sér forritið á www.net-album.net og sækja reynslu- útgáfu til skoðunar.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.