Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 2
Stjórnsýslu úttekt hvergi nærri lehið LEIÐARI: HELGI SIGURÐSSON Arið 1997 yfirtóku sveitarfélögin í landinu rekstur grunnskólanna og yfirtók það kerfi sem hefur verið að þróast á undanförnum árum með miðstýringu ríkisvaldsins. Rekstrarframlag Mosfellsbæjar til grunnskól- anna var árið 1997 217 milljónir en er nú um 310 milljónir króna. Þá hefur rekstrarkostnaður hækkað í öllum liðum er snúa að fræðslumálum. Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið í rekstrarumhverfi skólanna og fræðslumálanna almennt og augljóst að sveitarfélögin reyni eftir bestu getu að halda utan um þennan málaflokk sem tekur til sín drjúgan hluta af tekjum sveitarfélagsins. Það er því skiljanlegt að stjórnendur sveitarfélagsins geri úttekt á þessum málaflokki til þess að gera sviðið hæfara til að takast á við þau verkefni sem því eru falin af bæjarstjórn þannig að þjónusta þess verði sem öflugust innan þeir- ra fjárveitinga sem til málaflokksins eru áætluð. Kjarninn í sjálfu skólastarfinu eru kennararnir og heppilegra hefði verið að hafa þá meira með í vinnunni við stjórn- sýsluúttektina sem nú liggur fyrir. Það hlýtur að vera eðlilegt að hafa kennarana með í mótun þess framtíðarskipulags sem þeir koma til með að vinna við. Samvinna á þessu sviði dregur líka úr því óvissuástandi sem augljóslega skapast þegar málin eru framkvæmd á þann hátt sem nú hefur verið gert. Þá gefur stjórnsýsluúttektin tilefni til mun meiri umfjöllunar þar sem skýrsluhöfundar nefna fjóra mögulega kosti í stöðunni þegar kemur að því að velja framtíðarskipan grunnskólans, þó aðaltillagan sé myndun tveggja heildstæðra skóla, annars á vestursvæðinu og hins á austursvæðinu. Höfundar nefna til kosti og galla við hverja tillögu um sig sem auðvitað þarf frekari faglega umfjöllun. Það þarf til að mynda að gæta að því hvort heppilegt sé að steypa Varmárskóla og Gagnfræðaskólanum í einn heildstæðan skóla. Þannig myndast skóli sem hefur um þúsund nemendur, en á undanförnum árum hafa menn talað um að þetta séu allt of stórar einingar og heldur beri að stefna að smærri einingum. Þessi umræða kom upp þegar Varmárskólinn var stækkaður og þegar 7. bekkur var fluttur upp í Gagnfræðaskólann. Þessi rök um of stóran skóla er því einfaldlega enn inni á borðinu og til að náist lending í málinu þarf faglega umræðu um málið af þeim aðilum sem gerst til þekk- ja. bryggjunni var gengið ineð leiðsögn nágranna Kristjáns að húsi hans, það þekktu hann allir. Hópurinn ætlaði aðeins að staldra í fjarlægð frá húsinu og syngja eitt ættjarðarlag, því fréttir hermdu að enginn væri heima. Þá kom á daginn að Sigurjóna Sverrisdóttir, eiginkona Kristjáns var heima með litlu dóttur þeirra, en Krist- ján og drengimir þeirra tveir voru að heiman. Sigurjóna bauð hópnum í litla og skemmtilega veislu og dæminu var snúið við, Islendingamir sungu fyrir Hópurinn söng íslensk œttjarðarljóð fyrir Kristján og Sigurjónu og böm þeirra. Kristján var reyndar jjar- staddur, en Sigurjóna er á miðri mynd með dóttur þeirra. Kristján og fjölskyldu, við harm- onikkuleik Sigurðar Hannesson- ar. Þama fór fram yndisleg og ógleymanleg stund, síðan var far- ið í rútumar í mörgu jarðgöngin kring um Limone. Næsta ferð hópsins verður 1. sept- ember, tíu daga ferð til Gardavatns og Séð yfir sundlaugina heim að húsi Kristjáns og Sigurjónu. Umhvetfið er afar fallegt og hús þeirra smekklegt og látlaust. Maggiore vatns á Ítalíu, síðan í Svarta- skóg við Rín í Þýskalandi/Sviss. nstagfrði - nýmæli Guðjón Öm Ingólfsson, veitinga- maður á Ásláki; hefur útbúið lítið og skemmtilegt hestagerði fyrir viðskiptavini sína. Fólk sem fer í útreiðartúr getur því staldrað við og fengið sér hressingu og látið líða úr sér. Þetta er fyrsta hestagerðið við veitingahús í Mosfellsbæ. Á mynd- inni em heimilisfeður úr Grafarvogi með hesta sína í gerðinu. Ferðahópur Gylfa Guðjónssonar lagði land undir fót s.l. haust sem oftar og fór að Gardavatni á Ítalíu. Þama em á ferð gamlir ferðafélagar og sum- ir frá Kjalamesi og Mosfellsbæ. Tvær rútur fluttu fólkið, 78 manns frá Þýska- landi til Ítalíu, bíll frá Guðmundi Jónassyni með Gunnar Guðmundsson innanborðs og bíll frá Kynnisferðum, með Bjöm Briem við stýrið. Þetta var afar ánægjuleg ferð og vel heppnuð. Meðal annars langaði hóp- inn að sjá heimili Kristjáns Jóhanns- sonar, ópemsöngvara, en hann hefur búið í bænum Sirmione við suðurenda Gardavatns, en nýlega flutt í nýtt hús í bænum Desenzano skammt frá. Hóp- urinn bjó á góðu hóteli í bænum Tor- bole við norðurenda vatnsins og fór með vatnarútu yfír til Desenzano. Frá Útgefið af Samtökum óháðra í Mosfellsbæ. Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi G uðjónsson, s. 696 0042, fax 566 6815 íþróttir: Pétur Berg Matthíasson, s. 861 8003 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 4. tbl. 2000 - 3. árgangur Sungið lýi'ir Kristján Jóhannsson ítMi'llsblaðiA

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.