Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 8

Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 8
Kristnitaka Vesturlandsv Myndin er af umferð frá Kristnitökuhátíð á Þingvöllum gegnum Mosfellsbæ 2. júlí 2000. Kristnitökuhátíðin var afar vel undirbúin og skipulögð af hálfu þeirra sem að henni stóðu. Það var skemmtilegt að sjá tvo alþingismenn búsetta í Mosfellsbæ taka til máls á þingfundi, þau Sigríði Önnu Þórðardóttur og Guðjón Arnar Kristjánsson, en á skemmti- skránni steig fram á sviðið Sigrún Hjálmtýsdóttir og söng sig inn í hjörtu allra landsmanna eina ferðina enn. Þegar þessi mynd er skoðuð, má ekki gleyma að færsla Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ var grundvöllur fyrir því umferðarskipulagi sem í gildi var á Kristnitökuhátíð. Hefði færslan ekki verið gerð, hefði hátíðin verið í uppnámi. Reyndar kom á hana færra fólk en gert var ráð fyrir. Mos- fellingar sjá fyrir sér margar hátíðir á Þingvöllum um ókom- na framtíð og munu leggja sig fram um að greiða fyrir umferð landsmanna um bæjarfélag sitt, eins og nú var gert. Deilt er um kostnað, en hátíðina varð að halda og fólk um allt land vill öryggi á Vesturlandsvegi, ekki síst við sem búum við hann. Heita vatnið: Hækkar verðið? i..... Hœgt er að greido med debet- og kredttkortum í heímsendingu Scndum heim frá kl. 11:30alladaqa O 12"med3<Sleggstcgundumog kcokc.................................. 1390 0 16" med 3 álggstegundum 09 2 L coke..................................... 1S90 O 16" med 2 úleggstogundum, hvttlaukolta, mlðstœrðaf frönskum cdatitidhvíttauks- eda kryddbraud og 2 l coke ................. 1790 O 18" med 2 áleggstcgundum 09 2 L cokc................................... 1790 O ' 8" med 2 áleggstcgundum, hvftiaukoUo, mídstœrd af frönskum cda Iftid hvittauks- eðo kryddbroud og 2 l coke................. 1990 Á fundi bæjarráðs þann 29. júní s.l. lá fyrir tillaga frá tækninefnd um að hafin verði vinna við endurskoðun á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar. Til- lagan var rökstudd með því að frá því að gjaldskrá veitunnar var síðast end- urskoðuð 1996 hafí útsöluverð á heitu vatni hjá Orkuveitu Reykjavíkur hækkað um 7,9%, byggingarvísitala um 16,6% og launavísitala um 32%. Fulltrúi Sjálfstæðismanna í bæjarráði, Hákon Björnsson lét í tilefni af þessari tillögu bóka eftirfarandi: „Af samþykkt tækninefndar má ráða að tilefni sé til hækkunar á útsöluverði heits vatns. Eg er þessu ósammála þar sem: a. að söluverð á heitu vatni hjá Hita- veitu Reykjavíkur til Hitaveitu Mosfellsbæjar lækkaði fyrir tveimur árum um u.þ.b. 18%. b. að hagnaður af rekstri hitaveitu á árinu 1999 nam 36,2% af tekjum. Hækkun á heitu vatni við þessar að- stæður getur aðeins túlkast sem við- bótarskattlagning á íbúa bæjarins. Ég tel ekki tilefni til endurskoðunar á verði á heitu vatni með tilliti tíl hækkunar. Hins vegar get ég fallist á að almenn skoðun fari fram á gjaldskrá Hitaveitunnar í þeim tilgangi að lag- færa hugsanlega hnökra sem á henni kunna að vera." O I2"med3úleggstegundum. O 16" med 3 úleggstcgundum . O ' 8" með 3 aleogstcgundum. 990 1190 1390 Frábærar Iranskar Hunt's Opid: Sunud. - fimmtud. 11 -30-23:30 Föslud. - iaugard. 11:30-01Æ0 ií€K Þverholti 2 Gullhrúðkaji Hjónin Freyja Norðdahl frá Úlfarsfelli og Þórður Guðmunds- son frá Reykjum áttu gullbrúð- kaup þann 19. maí 2000. Þau gengu saman í skóla og upplifðu tímana tvenna í Innansveitar- króniku Kiljans. Þau fermdust saman í Lága- fellskirkju þann 19. maí 1940, prestur var séra Hálfdán Helga- son. Örlögin höguðu sér á þann veg að þau felldu hugi saman og sami prestur í sömu kirkju gaf þau sam- an þann 19. maí 1950. Myndin var tekin á brúðkaupsdegi þeirra í dyrum Lágafellskirkju 19. maí 1950. Yfirlitsmynd (Index Print) f> í framkollunum Framköllun á APS filmum RAMKOLLUN ; MOSFELLSBÆ .Stækkai. lls>pi :o n m Þverholti 9 Sími: S66-8283 • FU JI hágæðapappír notaður í ......—'....... ...........p~ IIciinasíða: WW\v.simnct.is/fk 111 Mán-fös frá 10-18 liö: framkallanir 0= n a c o 3 ZJ 01

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.