Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 7
hann það í 50 ár. Þetta eina dæmi er
tákn um þrek og ósérhlífni, en hann
hafði með höndum fjölmörg önnur
trúnaðarstörf fyrir bændahreyfmg-
una.
Að sjálfsögðu var hann í Ung-
mennafélaginu Aftureldingu og tók
að sér íjölda trúnaðarstarfa fyrir
það félag, en hann var einn af stofn-
endum Yngri deildar UMFA árið
1933 og var fyrsti formaður hennar,
þá 13 ára gamall. Ennfremur gegn-
di hann mörgum trúnaðarstörfum
fyrir íþróttahreyfinguna á landsvísu
m.a. var hann í stjóm og varastjóm
Frjálsíþróttasambands Islands 1950
til 1968 og í Frjálsíþróttadómstól
frá 1954 til 1974. - Hann stundaði
íþróttir og þá aðallega í fijálsum
íþróttum, sundi og handknattleik.
Hann átti sína stóm sigra á íþrótta-
sviðinu, en einna minnisstæðast
mun mörgum handboltaferill hans,
hann var einn af „Dvergunum sjö“
en talið er að honum hafi aldrei
mistekist vítaskot. - Jón M. Guð-
mundsson lét sig ekki vanta í kór-
ana, hann er félagi í Karlakór
Reykjavíkur frá 1949 og syngur
enn með eldd félögum, í kirkjukór
Lágafellssóknar frá 1938 til 1970
og einn af stofnendum Karlakórs-
ins Stefnis í Mosfellssveit 15. jan.
1940 og syngur þar enn, en kórinn
hlaut menningarverðlaun Mosfells-
bæjar árið 2000.
Jón hefur alla tíð verið mikill
hestamaður, hann var einn af stofnend-
um Hestamannafélagsins Harðar 1950
og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
hestamenn bæði í héraði og á landsvísu.
Stjórnmál
Afskipti af ljölbreyttum félagsmálum
kostuðu afskipti af hreppsmálum og
pólítík var á næsta leiti. Árið 1949 stofn-
aði hann ásamt fleirum Sjálfstæðisfélag-
ið Þorstein Ingólfsson í Kjósarsýslu og
var í fjölda ára í stjóm og stjómarfor-
maður. Fyrsta trúnaðarstarf Jóns á veg-
um Mosfellshrepps var að sjá um vígslu
félagsheimilisins Hlégarðs 1951 ogjuk-
ust þá hratt afskipti hans af stjómmálum.
1962 var hann kosinn inn í hreppsnefnd,
var þá efsti maður á lista sem borinn var
fram og studdur af UMFA. - Hann var
Málfríður Bjumadóttir og Jón M. Guðmundsson á Reykjum með fjölskyldu sina í september s.l. Málfríður er fœdd í Hajharfirði 9. janúar 1925, dóttir
hjónanna Helgu Jónasdóttur kennara og Bjama Snœbjömssonar lœknis iHafnarfirði. Þau Jón voru gefin saman í hjómband þann 26. október 1951 í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Hefur Málfríður alla tíð verið akkeri heimilisins með stóran bamahóp og margt vinnufólk ífæði um tíðim. Þau eiga böm-
in Guðmund, Helgu, Bjama Snæbjöm, Eyjólfog Jón Magnús. Jón átti dótturfyrir, Sólveigu Ólöjú, fœdda 1949. Allur hópurinn er he'r samankominn á
mynd, Reykjahjónin, böm og tengdaböm, 17 bamaböm og 3 bamabamaböm.
Einn af gœðingum Jóns var Snœkollur sem
hann átti í 20 ár, myndin tekin á Reykjum
1965. Hann var undan Lýsingi á Voðmúla-
stöðum og Venus, sem Jón eignaðist 3. vetra.
Hún var í föðurætt af Svaðastaðakyni og
móðurætt frá Þorgeiri íGufunesi. íeitt sinn á
miklu hestamannamóti var sýndur ræktunar-
hópurfrá henni og jafnframt gœðingar út af
henni.
kosinn oddviti á fyrsta fundi og var það í
19 ár, eða til ársins 1981, að hann sagði
af sér er Bjami Snæbjöm sonur hans
kom inn sem sveitarstjóri, en Salóme
Þorkelsdóttir tók við oddvitastarfi.
Sveitarstjómarkosningar 1966 hafði
hann meirihluta, en 1970 vom í fyrsta
sinn settir upp listar á landsvísu og þar
með D-listi Sjálfstæðisflokks. Flokkur-
inn klofnaði og kom fram sérframboð,
náði einn maður kjöri. Þar með tapaði
Jón manni, en myndaði meirihluta með
Hauki Níelssyni á Helgafelli það kjör-
tímabil. Kosningamar 1974 ákvað flokk-
ur Jóns að hafa ekki prófkjör. Hann setti
það skilyrði, ef hann héldi áfram í póli-
tík, að hann skipaði 4. sæti listans, bar-
áttusæti, en þá hafði verið fjölgað í 7
manna sveitarstjóm. Þetta skilyrði var
samþykkt, hann var þekktur og vinsæll
meðal margra og fór inn á fjómm at-
kvæðum. - Þetta var stærsti stjómmála-
sigur Jóns M. Guðmundssonar. Listi
hans hélt eftir þetta meirihluta í 20 ár,
eða fimm kjörtímabil.
Hann var fyrsti formaður Skipulags-
nefndar Mosfellsbæjar frá 1967 til 1987
og gegndi fjölda annarra trúnaðarstarfa
fyrir sveitarfélag sitt. Jón hefur upplifað
afar örar breytingar frá bændasamfélagi
fyrri hluta aldarinnar og þá hina hröðu
uppbyggingu sem hófst með lagningu á
nýjum Vesturlandsvegi 1972 samningi
um leigu á heitu vatni frá H.R. og mót-
töku Vestmannaeyinga vegna gossins
1973. Hann minnist ekki alvarlegra fé-
lagslegra eða íjárhagslegra vandamála á
ferli sínum, en alltaf var þröngt í skól-
arými vegna hinnar hröðu mannfjölgun-
ar eftir 1973.
Mosfellsblaðið sendir Jóni M. Guð-
mundssyni og fjölskyldu hans hamingju-
óskir.
Gylfi Guðjónsson.
Hvatningarverðlaun
til fyrirtækja í Mosfellsbæ
Atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum
frá íbúum Mosfellsbæjar um fyrirtæki sem eigi að hljóta hvatning-
arverðlaun fyrirtækja í Mosfellsbæ árið 2000.
Tilgangur hvatningarverðlaunanna er að vekja athygli á þeim fyrir-
tækjum sem eru að gera vel, bæði fyrir sig, starfsmenn sína og
íbúa Mosfellsbæjar.
Verðlaunin eru í formi farandbikars og viðurkenningarskjals.
Við val fyrirtækja er eftirfarandi haft í huga:
Nýjungar og nýsköpun
Umsvif í bæjarfélaginu
Fjölgun starfsmanna
Starfsmanna- og fjölskyldustefna
ímynd og sýnileiki
Umhverfi og aðbúnaður
Ennfremur óskar atvinnu- og ferðamálanefnd eftir tilnefningum að
fyrirtæki sem talist getur mesti vaxtarsprotinn í Mosfellsbæ árið
2000.
Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 15. nóvember n.k. til atvinnu-
og ferðamálafulltrúa Mosfellsbæjar, bæjarskrifstofunum, Þverholti
2,270 Mosfellsbæ. Einnig er hægt að senda tilnefningar með tölvu-
pósti á tölvupóstfangið gdg@mos.is
Mosfellsbæ, 12. október 2000
Atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfeilsbæjar
MosrvllNblaðlð e