Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 5
Sicjurplast 40 ára Rögnvaldur Pálmason og Sigurður Bræðumir Fannar, Óli og Axel Bragi Guðmundsson, yfirmenn Sigurplasts. starfsmenn Sigurplasts. Þann 27 okt. sl. hélt Sigurplast hf. afmælishóf í húsakynnum sínum að Völuteigi 2 og um leið var vígt nýtt húsnæði 1000 fermetra fyrir lager. Fjöldi góðra gesta gladdi eigendur með nærveru sinni á tímamótum þessa öfluga fyrirtækis. Fjöldi góðra gesta Gunnar Friðriksson Stjórnarformaður Hjördís Kvaran Hljómsveitin Hringir Jónas, Þröstur og Halldór Hreinn Birgisson Villibráðarkvöld Kiwanis- klúbbsins Mosfells Kiwanisklúbburinn Mosfell hélt villi- bráðarkvöld sitt í Hlégarði föstudags- kvöldið 10. nóvember s.l. Villibráðin var með grænlensku ívafi og voru einnig gestir frá Grænlandi. Forseti Mosfells, Guðni Guðmundsson setti skemmtunina sem var vel sótt og fólk skemmti sér hið besta. Reynir Traustason las í fyrsta sinn opinberlega upp úr nýrri bók sinni Seiður Grænlands, sem út .kemjjr.ývrjrjióbn Jfó.kjji.jjn 1 la'wí&i 1 kyntj>m íslendinga á Grænlandi og líf þeirra þar. Margir þekktir menn koma þar við sögu og einn þeirra var boðsgestur, Helgi Jónasson og eiginkona hans Bodil frá Narssaq. Ennfremur voru höfð uppi ýmis gamanmál og Ásgeir Eiríksson spilaði á píanóið af sinni snilld og síðan var stiginn dans. Veislustjóri var Gylfi Guðjónsson. Glæsilegt kvöld og fólk í góðu yfirlæti Hér er Vignir matreiðslumeistari að skenkja einn af sínum frábæru réttum af mörgum, en fólki er eftirminnilegt hve maturinn var einstaklega góður og vel framborinn. Kring unt hann má sjá f.v. Reyni Traustason, Pétur Jökul Hákonarson og Björn Baldvinsson. Georg sparibaukur s í Islandsbanka Fimmtudaginn 9. nóvember s.l. tilkynnti einn frægasti sparibaukur landsins, hann Georg komu sína í íslandsbanka í Mosfellsbæ. Á staðinn flykktust börn frá leikvöllum og leikskólum bæjarins og það var hlegið og sungið og mikil spenna í lofti eins og sést á myndinni. Hins vegar rétt sést í gogginn á Georg hægra megin á myndinni, en hann var aldeilis í góðu skapi. Bello ný hárgreiðslustofa í mánuðinum opnuðu þær vinkonur Elfa Björk og Hrefna Vestmann glæsilega hárgreiðslustofu í Háholti 14. Þær stöllur ættu að vera bæjarbúum kunnugar. Mosfellsbær Frœðslu- og menningarsvið kSZJ Gagnfræðaskólinn í Mosfellsbæ Kennara vantar í eftirtaldar stöður: Enskukennara í fulla stöðu. Kennara vantar einnig í sérdeild frá og með áramótum í fulla stöðu. Laun grunnskólakennara eru skv. kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og KI/HIK. Einnig er í gildi sérsamningur milli grunnskólakennara og Mosfellsbæjar. Stuðningsfulltrúi óskast. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitar- félaga. Upplýsingar gefur Ragnheiður Ríkharðsdóttir, skólastjóri í síma 566-6186 eða heimasíma 566-6688. Umsóknarfrestur er til 7. desember 2000. s Varmárskóli - Utibúið Vestursetur Starfsmaður óskast í 50-70 % starf til að sinna gangbrautarvörslu, gæslu í Skólaseli o.fl. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar gefur Jóhanna Magnúsdóttir, útibússtjóri í sfma 586-8200 eða 864-0111. Umsóknarfrestur er til 7. desember 2000. Skólafulltrúi Full búð af nýjum vörum á börn og unglinga Vorum að taka inn OSHKOSH, CONFETTI, LEGO og CHECK IN. Gœða vara á góðu verði 10% afsláttur af húfum frá fímmtudegi til laugardags SÍMI 586-8181 0

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.