Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 10

Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 10
Umsjón: Pétur Berg Matthíasson þeir sem vilja koma upplýsingum og fréttum á íþróttasíðuna geta haft samband í síma 861-8003 Loks sigur Skömmu áður en blaðið fór í prentun vannst góður sigur á ÍBV að Varmá í Nissan-deildinni. Leiknum lauk 35 -33. Bhwó ! Beggó og Jón Ægir form. knattspyrnudeildar við afhendingu starfsbikars Aftureldingar. Helstu úrslit: Hópbikar Aftureldingar Meistaraflokkur karla handknattleik Æskuskjöldur Björn Bjarnason Starfsbikar Aftureldingar Knattspyrnudeiid Sérstök viðurkenning Pruniur og eidingar Iþróttamaður Badmintondeildar Andrés Andrésson íþróttamaður Sunddeildar Árni Már Árnason íþróttamaður Knattspyrnudeildar Magnús Einarsson Iþróttamaður Frjálsíþróttadeildar Valgerður Sævarsdóttir Iþróttamaður Karatedeildar María Erla Bogadóttir Frá v. Gintaras, María Eria, Valgerður S, Magnús, Árni Már og Andrés íþróttamaður Handknattleiksdeildar Savukynas Gintaras Beggó, Gintaras og Vaidimar Þrumur og eldingar Foreldafélagið Þrumur og eldingar fékk sérstaka viðurkenningu á uppskeruhátíð Aftureldingar fyrir gott starf í þágu yngriflokkastarfs knattspyrnudeildarinnar. Helmings fjölgun hefur orðið sl. ár á iðkendafjölda í knattspymunni. Stjómin er skipuð: F.v. Gunnlaugur Jónsson, Olafur Matthíasson, Karl Tómasson og Hanna Símonardóttir. Bjarki Sverrisson þjálfari Hinn farsæli þjálfari yngri flokka drengja í knattspymu. Hann hefur náð frábærum árangri í sínu starfi. Savuska Gintaras íþróttamaður Aftureldingar 11. nóvember síðastliðinn var uppskeruhátíð Aftureldingar haldin í Hlégarði að viðstöddu fjölmenni. Þar voru deildirnar innan Aftureldingar að heiðra afreksfólk sitt fyrir góðan árangur á árinu. Mikil stemning var á staðnum enda margir krakkar og unglingar mættir til að taka við viðurkenningum fyrir sinn baráttudugnað. Auk þess sem deildimar veittu sínu fólki viðurkenningar þá voru einnig veitt önnur verðlaun. Hópbikar Aftureldingar, það er viðurkenning ætluð þeim hópi eða flokki sem hefur sýnt bestan árangur á árinu. Æskuskjöldurinn, er viðurkenning til afa eða ömmu sem starfað hefur vel fyrir félagið á árinu. Starfsviðurkenning, er gefin af UMFÍ fyrir gott starf deildar á árinu. Sérstakri viðurkenningu var síðan veitt foreldrasamtökunum Þrumum og eldingum en þau samtök hafa unnið gríðarlega óeigingjamt starf í þágu knattspymudeildarinnar. Hápunktur dagsins var án efa þegar tilkynnt var um hver hlyti nanfbótina íþróttamaður Aftureldingar 2000. Það kom kannski ekki mörgum á óvart að Savukynas Gintaras handknattleiksmaður varð fyrir valinu enda búin að standa sig afburðavel á árinu. „Við eigum miklu meira inni,u segir Bjarki Savukynas Gintaras Eftir ágætis byrjun og einn toppleik gegn FH hefur gengi liðsins ekki verið upp á marga fiska. Afturelding er búin að tapa 4 leikjum í röð og þrátt fyrir að liðið sé ekki búið að vera mörg ár í efstu deild þá muna menn varla eftir eins slæmu tímabili og nú. Liðið hefur verið að leika við topplið að undanfömu og því ósanngjarnt að dæma strákana okkar mjög hart. Leikirnir við Fram, KA og Gróttu/KR voru mjög tvísýnir og töpuðust allir með aðeins einu marki, segja má að herslumuninn hafi vantað í þessa leiki. Mikið var talað um dómaraskandal eftir leik Fram og Gróttu/KR og er það alveg rétt að mjög vafasamir dómar í lok þessarra leikja hafa hallað á okkur en það má þó ekki algjörlega kenna þeim um fall okkar því það er margt annað sem kemur þama að. Eftir níu umferðir er staðan þannig að Afturelding hefur tapað 5 leikjum og unnið fjóra og er í 7.sæti deildarinnar með 8 stig á meðan efsta liðið Haukar er með 18 stig. Leikur liðsins við íslandsmeistara Hauka var mjög spennandi og var þetta fyrsti leikurinn í langan tíma sem leikmenn sýndu sitt rétta andlit. Nú er bara að bíða og vona liðið sé komið í réttan gír og geti rifið sig upp úr þeim öldudal sem það er í. Maggi meiddur. Það er að vissuleyti mikið áhyggjuefni að Magnús Már línumaðurinn sterki skuli vera meiddur en hann er með rifinn liðþófa í öðru hné og er búist við að hann verði frá í allt að tvær vikur. Þar sem leikmannahópurinn í ár er ekki eins stór og hann hefur verið síðastliðinn ár þá er þetta mikil blóðtaka fyrir liðið. Áslákur \$ v 11 s i ii i; \ ii n n n VeisluiTjónustan Hlégaröi Veislugaröur ehf. • Háholt 2 • 270 Mosfellsbær Símí 566 6195 • Fax 566 6097 • hlegardö^binet.is - alvöru sveitakrá -

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.