Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 11

Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 11
„Handknattleikur og sala fasteigna er mitt hjartans mál” - segir handknattleikskappinn góðkunni Páll Þórólfsson - Páll Þórólfsson sem nýlega kom heim eftir tveggja ára dvöl í Þýskalandi þar sem hann lék með stórliði Essen er nú kominn í herbúðir Aftureldingar að nýu. Hann sagði blaðamanni eitt og annað sem drifið hefur á daga hans. Hefði viljað fá fleiri tækifæri Það var mikil og góð reynsla að dvelja í herbúðum stórliðsins Essen, þar átti ég tvö góð ár. Líf mitt snérist eingöngu um handknattleik og fjölskyldu mína. Þessum lífsmáta var gaman að kynnast og á ég eftir að búa að þeirri reynslu alla tíð, einhvernveginn er það nú samt þannig að hraðinn og erillinn hjá okkur íslendingum virðist eiga ágætlega við mig. Auðvitað hefði ég viljað fá fleiri tækifæri með liðinu. Eg vissi að þegar ég gekk í raðir svo öflugs félags þar sem samkeppni um stöður er mikil lendir það alltaf í hlut einhverra að verma bekkinn. Ég hef leikið nánast hverja mínútu með mínum félagsliðum í deild- inni hér heima, þessi reynsla var því gott innlegg í reynslubankann. Ekki spurning um hvort heldur hvenær við smellum saman Á Fasteignamarkaðnum er Mosfellsbær mitt svæði Staða okkar í deildinni er ekki viðunandi í dag, við megum bara ekki gleyma því að á liðinu hafa orðið talsverðar mannabreytingar og þær taka alltaf sinn toll. í mínum huga er ekki spuming um hvort heldur hvenær liðið smellur saman. Ég vona bara að okkar frábæru stuðningsmenn sýni okkur sama stuðning og þeir hafa gert í gegnum árin. Það var aldrei spuming hjá mér fyrir hvaða félagslið mig langaði mest að leika og ég er mjög ánægður að vera kominn í Aftureld- ingu. Ég er ákveðinn í að gera allt sem ég get til að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til mín hjá félaginu. Fljótlega eftir að ég kom heim hóf ég störf hjá einni elstu og reyndustu fasteignasölu landsins, Fasteignamarkaðnum við Oðinsgötu. Þannig að segja má að handknattleikur og sala fasteigna sé mitt hjartansmál í dag. Það er ómetanlegt fyrir ungan og áhugasaman sölumann eins og mig að fá tækifæri til að starfa með jafn reyndu starfsfólki og þar. Þar sem ég tengist Mosfellsbæ svo mikið sem raun ber vitni langar mig vissulega að komast sem mest inná fasteignamarkaðinn þar. Ég hef trú á að kynni mín af bæjarfélaginu reynist mér vel í að starfa fyrir Mosfellinga hvort sem er við sölu eða kaup á fasteignum. K Tomm S - Fasteignamarkaðurinn Oðinsgötu 4 - sími: 570-4500 - heimasíða www.fastmark.is í"' ' ’ STEiGNA áíIASKASURíNi*" .. juðrr.undsson 'ígýílssOignasalí Vantar eignir í Mosfellsbæ vegna mikillar sölu. Komum og skoðum samdægurs. niTfn— BSB m i-5% Ásland 20 glæsilegt parhús, einstakt útsýni eins og sjá má á myndunum hér fyrir ofan. Frekari upplýsingar um eignirnar er hægt að fá hjá Páli í síma 5704500 og 698-8175 Hrafnshöfði 10. Skemmtilegt 135 fm raðhús með 25 fm bílskúr. % Auglýsingasími Mosfellsblaðsins: 897-7664 Netfang: ktomm@isl.is Blaðinu er dreift í 2500 eintökum í Mosfellsbæ, Kjós, Kjalarnes og Þingvallasveit. m

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.