Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Qupperneq 5

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Qupperneq 5
Þengill Oddsson fæddist 24. maí 1944 að Vífilsstöðum, en ólst upp að Reykjalundi í Mosfellssveit öll sín æskuár. For- eldrar hans voru hjónin Ragnheið- ur Jóhannesdóttir, húsmóðir og hárgreiðslumeistari og Oddur Ólafsson, yfirlæknir að Reykja- lundi og alþingismaður. Systkini Þengils eru fimm, Vífill verkfræð- ingur, Ketill flugvirki, ÓlafurHerg- ill læknir, Guðríður Steinunn meinatæknir og Jóhannes verktaki. Æskuár og fjölskylda Þengill Oddsson ólst upp í faðmi stórrar ijölskyldu í Læknisbústaðnum að Reykjalundi, faðirinn var yfírlækn- ir á vaxandi endurhæfmgarsjúkrahúsi, sem byrjaði starfsemi sína í herbrögg- um og man Þengill eftir því. Fyrstu 20 árin var þama ungt fólk vegna berkla, margt um tvítugt og þurfti það aðstoð út í lífið á ný. Starfræktur var skóli á Reykjalundi, því margt af þessu fólki missti af skólagöngu vegna veikinda sinna á unglingsárum og innan skól- ans var iðnaðardeild, sem útskrifaði iðnaðarmenn. Faðir hans varð síðan alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og ekki minnkaði erillinn hjá þessari öflugu fjölskyldu við það. Iðu- lega fór hann með föður sínum í lækn- isvitjanir út í héraðið og þá vaknaði hugsunin og áhuginn varðandi lækn- isstarfíð, sem hann gerði síðar að lífs- starfi sínu. Með föður sínum fór hann fyrstu laxveiðiferðir í Leirvogsá, þar sem hann lærði þá list sem enn fylgir honum. Skólaganga Þengils var í Brú- arlandsskóla, en síðan fór hann í Menntaskólann á Akureyri, en það sem réði því voru slæmar samgöngur við Reykjavík frá Mosfellssveit, en á Akureyri var heimavist og ungi mað- urinn hafði meiri tíma þar til námsins. Árið 1966 kvæntist Þengill Stein- unni Guðmundsdóttur, læknaritara f. 25. okt. 1944 í Reykjavík dóttir hjón- anna Hrefnu Magnúsdóttur og Guð- mundar Ásmundssonar hæstaréttar- lögmanns. Þau eiga fimm dætur, Svanhildi hjúkrunarfræðing, Evu við- skiptafræðing, Hrefnu lækni, Ragn- heiði viðskiptafræðing og Áslaugu hjúkrunarfræðing. Barnabörnin eru tíu. Námsfenll Stúdent frá Menntaskólanum Akur- eyri 1964, 1 .einkunn, læknisfræði við Dickenson College í USA 1964-65 og v/Háskóla íslands 1965-70, cand. med. 13.júní, 1. einkunn. Nám í emb- ættislækningum (Public Health) v/ Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg 1975-1976 og lauk öllum tilskyldum námsgreinum. Námskeið við sama skóla 1977, 1978 og 1979. - Almennt lækningaleyfi 15. mars 1972. Sérfræðingsleyfi í heimilis- lækningum og embættislækningum 10. maí 1995. - Einkaflugmannspróf 3. ágúst 1962. Starfsferill Kandídat og aðstoðarlæknir á ýms- um spítölum frá 1970-1972. Héraðs- læknir í Vopnafjarðarhéraði febr. 1972 til maí 1974 og gegndi jafnframt Þórs- hafnarhéraði febr.-sept. 1973. Á nokkrum stöðum við lækningar m.a. aðstoðarlæknir við Östra sjuk- huset í Gautaborg, kvensjúkdóma- deildnóv. 1975-ágúst 1976. Skipaður héraðslæknir í Vopnafjarðarhéraði ágúst 1976 til sept. 1981 og gegndi jafnframt Þórshafnarhéraði öðru hvoru. Yfírlæknir við Heilsugæslu- stöðina að Reykjalundi í Mosfellsbæ frá 1. sept. 1981 til 1993. Læknir (í orlofi) á Landakotsspítala bamadeild frá ágúst 1993 til janúar 1994 og á slysa- og lyflæknisdeild Borgarspítal- ans frá febr. 1994 til ársloka 1995. Læknir í þyrlusveit Landhelgisgæslu íslands frá sept. 1994. Yfirlæknir Flugmálastjórnar frá mars 1998. Yfirlæknir Heilsugæslu Mosfellsumdæmis á ný 1996 og síð- an. Þengill hefur unnið tímabundið á slysadeild og tekið þátt í mörgum björgunaraðgerðum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar sem sigmaður og læknir. Hann hefur sem yfirlæknir Flugmálastjómar átt þátt í að ísland tæki virkan þátt í starfí JAA, sem em Flugöryggissamtök Evrópu. Þengill er fulltrúi Islands í læknanefnd sam- takanna, sem hafa það að megin markmiði að öryggi í flugi sé sem mest. Hefur haft mikinn áhuga á að minnka hin geigvænlegu slys, sem virðast vera landlæg hér á landi. Sótt ótal mörg námskeið og fundi í útlönd- Læknisvitjun á Scoresbysundi á Grænlandi haustið 1995. Þetta var sjúkrabíllinn og læknirinn við stýr- ið, en sjúklingar fluttir á pallinum. Lögreglan hafði eins tæki til löggæslu, en hlekkjaði bófana á pall- inum. Þarna eru engir bílar. Steinunn og Þengill með þrjú bamaböm sín af tíu. um og her hetma, sem hafa fjallað um slysavam- ir á landi, láði og lofti. Félags- og trúnað- arstörf Formaður Læknafélags Austurlands 1978-82. í hreppsnefnd Vopnafjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974-81, varaoddviti 1978-81. Formaður heil- brigðisnefndar Vopna- ijarðar 1972 -81. í stjóm Félags Islenskra heimilis- lækna 1982-84. Félagi í Kiwanisklúbbnum Öskju 1972 til 1981 og tók virk- an þátt í starfi klúbbsins m.a. sem forseti klúbbs- ins. Formaður stjórnar Skálatúnsheimilisins frá 1982. Formaður Flug- Mosfellsbæjar og hefur fíogið frá 1962, er hann tók flugprófið. Hann hefur miklar taugar til Vopnafjarðar- héraðs, þar sem hann þjónaði á sínum tíma sem héraðslæknir og sækir ár- lega í Selá með fjölskyldu sinni og vinum þar sem hann veiðir lax. Hrein- dýraveiðin er ævintýri liðins tíma, en þær stundaði hann öll þau ár sem hann þjónaði Vopnafjarðahéraði. Hefur um árabil átt trillu með valin- kunnum mönnum m.a. Birni Ást- mundssyni forstjóra Reykjalundar. Heimahöfn skipsins er ennþá í Reykjavík, en aðalskrifstofa útgerða- félagsins er á Ásláki hér í sveit. Nú þegar félagamir em famir að eldast hefur fækkað útivistartúmm bátsins og í staðinn ijölgað fundum. I sumarbústað fjölskyldunnar við Langá leitar hann eftir friðsæld með íjölskyldunni frá annasömum störfum sínum. Gylfi Guðjónsson. „Eg hef unnið af heiiindum í hvevju því máii er ég tek að mér, hvort sem það varðar öryggi í flugi cða hagsmuni einstaiúinga. klúbbs Mosfellsbæjar 1983-84. í bæjarstjóm Mosfellsbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1986-94, foseti bæjar- stjómar 1991-92. For- maður skipulagsnefnd- ar Mosfellsbæjar 1990- 94. Sportið og útivist Þengill Oddsson, sem af ýmsum sínum nánustu félögum er nefnur „Flygill" er mikill útivistar- maður og nýtur þess með fjölskyldu sinni og vinum að fara í lengri og skemmri reiðtúra, en hann hefur hesta sína í húsi með Jóhannesi bróður sín- um og þeir hafa riðið um flestöll öræfi landsins. Hann á flugvél með nokkmm félögum sínum í Flugklúbbi Þengill á hestbaki með Isak heima í garðinum að Leirutanga 47. Við störf sem læknir í þyrlusveit Landhelgisgæslunmu- ásamt flugmönnum. Myndin er tekin í Fljótavík á Homströndum. MOSFELLS 5 BLAÐIÐ

x

Mosfellsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.