Vísir


Vísir - 17.03.1970, Qupperneq 9

Vísir - 17.03.1970, Qupperneq 9
V í SIR . Þriðjudagur 17. marz 1970, Samkvæmt rannsókn- um eru tannskemmdir í ungum börnum hvergi í heiminum eins algengar og á íslandi. — Rætt við þrjá tannlækna, sem hafa með tannviðgerðir í börnum að gera, og eru þeir sammála um, að það heyri til undantekn- inga ef börn hafa farið til tannlæknis áður en þau hefja skólagöngu. Telja þeir nauðsynlegt að fara með börnin til tannlæknis þegar frá tveggja ára aldri. „Fluor það bezta sem við þekkjum". Ólafur Höskuldsson að störfum í Heilsuvemdarstöðinni. Börn þurfa að fara til tann- : -Jtj fjf H J í í 51 .i læknis frá tveggja ára aldri „Vcnumst til að geta byrjað á sex ára börnum'-. Óii Bielt- vedt, yfirskólatannlæknir. Almenningsálitinu þarf að breyta /Vlafur Höskuldsson er eini islenzki tannlæknirinn, sem hefur lokið sérnámi í bama- tannlækningum, og því fyrsti tannlæknirinn sem við spjölluð- um við. Ólafur var við námíAla- bama og hefur unnið á barna- stofum I Birmingham og síðar i Stokkhólmi, þar sem hann vár einnig við rannsóknir m. a. á fluor. Við byrjum á að spýrja Ólaf um hin ýmsu efni, sem fram hafa komið á seinustu árum tii að koma í veg fyrlr tann- skemmdir. „Ennþá höfum við ekki fundið neitt, sem er betra en fluor, en sjálfsagt á það eftir að finnast. Stöðugt er unnið að tilraunum með fluor, það er sett í drykkjar- vatn, í mat eða gefið í töflu- formi. Sjálfur gef ég mínum bömum fluortöflur en ég býst þó ekki við að það verði fram- tíðarlausnin.‘‘ „Hvað með fluorrannsóknir hér á landi?“ „Þær hafa nú ekki verið mikl- ar mér vitanlega, en þaö hefur verið rætt um að setja fluor í drykkjarvatn, eins og gert hefur verið víða erlendis. Fyrst þyrfti að gera frumrannsóknir á því, hvað við fáum mikið fluor frá náttúrunnar hendi hér á landi, t.d. í fiski.“ „Svo að við víkjum að bama- tannlækningum hvað telur þú að böm þurfi að vera gömul þegar þau koma fyrst til tann- læknis?“ „Tveggja ára helzt. Ég hefi fengið börn á þriðja ári sem hafa ekki eina heila tönn í munn- inum. Hér þarf að gerbreyta al- menningsálitinu. Fólk heldur að bamatennumar skiptj engu málí og flest böm fara ekki til tannlæknis fyrr en þau koma í skóla. Þetta er alrangt. Ef þarf að fjarlægja bamtennur, þá ger- breytast beinin og bamiö fær oft allt annað útlit. Barnatenn- urnar eru eins konar vegvísir fyrir fullorðinstennurnar, svo að þær komi á réttum stað og í réttri röö Þess vegna er mjög slæmt að þurfa að fjarlægja þær,“ sagð; Ólafur að lokum. Mjög sjaldgæft að börn- in hafi komið til tann- læknis áður en þau hefja skólagöngu. „Tjaö telst til hreinna undan- tekninga ef 7 ára bömin hafa séð tannlæknastól, áður en þau byrja í skólanum, enda er yfirleitt mjög mikið um skemmd ir hjá þessum aldursflokki,“ sagðj skólatannlæknirinn í Melaskólanum, Einar Magnús- son, en Einar lauk námi s.l. vor og hefur starfað sem skólatann- læknir í vetur. „Verður þú var viö aö tann- skemmdir séu algengari hjá ein- um aldursflokki en öðrum?“ „Það er erfitt að segja um það, þar sem eldri bömin hafa flest farið áður til tannlæknis. Mest þarf því að gera við í þeim yngstu.“ „Em börnin mjög hrædd við tannlækninn?" „Nei, þau em það ekki. Auð- vitað þyrftu þau að byrja að fara til tannlæknis miklu fyrr. Þá myndu þau venjast við að láta gera við tennurnar, og yfirleitt eru tannskemmdir í mjög ung- um bömum ektó svo yfirgrips- miklar, að þau finni mikið til Það getur hins vegar verið erfið reynsla, ef mikið þarf að gera í fyrsta sinn sem bömin fara til tannlæknis. Ég verð þó að segja að þetta gengur yfirleitt mjög vel og það er aöeins einn og einn. sem er teljandi hræddur vlð borinn." „Hver heldurðu að sé á- stæðan fyrir því, að foreldrar senda börnin ekki fyrr tfl tann- læknis?“ „Ætlý trassaskapur sé ekki helzta orsökin. Fójlk gerir sér ekki grein fyrir hvað þetta er þýðingarmikið." „En hvað þá meö almenna umhirðu tannanna, fylgjast for- el^ar nægilega vel með börn- unum, t.d. f sambandi við burst- un og því likt?“ „Það verður sjálfsagt seint nægilega vel fylgzt með þvf, og ennþá eru alltof margir foreldr- ar sem ekki fylgjast nógu vel með bömunum," sagði Einar. rúbr. ’v:. Fluorburstunin gefur góða raun. 'Y'firskólatannlæknirinn i Reykjavík, óli A. Bieltvedt er sá þriðji, sem við töluðum við, en hann hefur verið yfir skólatannlækningum í Reykja- vík í tæp 5 ár. „Skólatannlækningar lágu svo til alveg niðri frá 1961—1965, og nú eru nær fimm ár síðan við byrjuðum á skipulögöum skóla- tannlækningum. ! fyrra var mik- il breyting á þessari starfsemi, þegar við fengum aðstöðu i Heilsuvemdarstöðinni. en þar höfum vjð sex stofur og í skólum borgarinnar eru fimro stofur." „Eijt nokkrar breytingar fyr- irhugaðar á pessari staríseri ,-r“ „Viö vonumst til að geta hafið skólatannlækningar á sex ára börnum áður en langt um líður. Það er næsta verkefni okkar, því að þaö er alltof seint að byrja með sjö ára bömin. Tenn- ur þeirra eru yfirleitt mjög illa farnar, þegar þau koma til tann- læknisins. Þó held ég að foreldr- ar séu að vakna til meðvitundar um að það þarf að láta skoða barnatennur ekki síður en full- orðinstennur Við höldum uppi mjög yfirgripsmikilli upplýsinga- starfsemi til foreldra um hirð- ingu tanna barna og tann- skemmdir f börnum. Til dæmis sendum við bömin með plagg til foreldranna og ég held að fólk sé fariö að hugsa meir um þetta, þó aö árangurinn komi kannski ekki strax í Ijós, Fólk er farið að gera sér grein fyrir, hvað tannskemmdir em hættulegar, t.d. fyrir meltinguna. Áöur var aðeins talað um melt- inguna í maganum og þörmun- um, en nú er fólk farið að gera sér grein fyrir, að meltingin hefst f munninum.“ „Hvemig hefur fluorburstun- in, sem þið hafið verið með f skólunum, gefizt?" „Samkvæmt línuritum, virðast tannskemmdir hjá börnum, sem hafa fengið reglulega fluorburst- un, heldur fara minnkandi. þó að um verulegan árangur geti vart verið að ræða fyrr en eftir nokkur ár.“ „Hvernig fer fluorburstunin fram?“ „Börnin em látin bursta tenn- urn^ upp úr fluorupplausn fimm sinnum yfir skólaárið. Auðvitað vær; æskilegast, að fluor væri blandað f neyzluvatn- ið, og vonandi verður það gert áður en langt um líður,“ sagði Ólj ennfremur. Við látum þá lokið þessu spjalli um tannviögeröir f böm- um, og vonum aö foreldrar dragi af þvf einhvem lærdóm. — þs. „Aðeins einn og einn er telj- andi hræddur". Einar Magn- ússon gerlr viö tennur í nem- anda Melaskólans.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.